Morgunblaðið - 20.01.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
19
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafid sýningar
á kvikmyndinni „Who Will Love My
Children?", sem á íslenzku hefur
hlotið nafniö „Hver vill elska börnin
mín?“. Aöalhlutverk leikur Ann
Margret.
Myndin fjallar um 10 barna
móður, sem er dauðvona af
krabbameini, og baráttu hennar
við það að finna börnum sínum
góða foreldra áður en hún deyr.
Eiginmaðurinn er áfengissjúkl-
ingur og því ekki til stórræða í
barnauppeldi.
í kynningu kvikmyndahússins
um myndina segir m.a.: „Fátt er
sorglegra en þegar móðir deyr frá
ungum börnum og „Hver vill elska
börnin mín?“ lýsir harmleiknum á
áhrifamikinn hátt. Þessi mynd
lætur engan ósnortinn."
Þorrafagnaður Frí-
kirkjusafnaðarins
Þorrafagnaður Fríkirkjusafnaöar-
ins veröur haldinn í Oddfellow-
húsinu aö Vonarstræti 10 á sunnu-
dagskvöld og hefst hann kl. 19.00
meö borðhaldi.
Þar verða á borðum allar teg-
undir af íslenskum mat, sem kall-
ast samræmdur matur forn hjá
þeim í Árnastofnun. í fyrra var
húsfyllir og við vonum, að svo
verði einnig nú. Dóra Reyndal,
söngkona, skemmtir með söng við
undirleik Pavels Smíd og eftir
borðhald verður stiginn dans við
dansmúsík Þorvaldar Björnssonar
og félaga. Aðgöngumiðar eru seld-
ir í versluninni Brynju, Laugavegi
29, þangað til í dag, föstudag, 20.
janúar. (íunnar Björnsson,
fríkirkjuprestur.
Ýmsar aðrar skýringar eru
hugsanlegar á minnkandi meðal-
lengd þorsks:
í fyrsta lagi getur aukin sókn
hafa valdið lækkun á meðallengd
þorsks. Fiskar úr sama árgangi
vaxa mishratt. Lengd 5 ára fisks
er t.d. á bilinu 45—80 sm.
Stærstu fiskarnir úr hverjum
árgangi koma að jafnaði fyrr inn
í veiðina en þeir sem hægar vaxa.
Við venjulegar aðstæður veiðist
því tiltölulega meira af hrað-
vaxta fiski en þeim er hægar vex.
Þetta breytist þó ef sóknin eykst
því að hægvaxta fiskur veiðist þá
í auknum mæli. Við slíkar að-
stæður lækkar meðallengd hvers
árgangs.
I öðru lagi verður ástand
þorskstofnsins vart skoðað án til-
lits til ástands loðnustofnsins á
hverjum tíma, þar sem loðna er
mikilvægasta fæða þorsks
40—100 sm að lengd. Astand
loðnustofnsins versnaði mjög ört
1979—82 í kjölfar ört vaxandi
sumar- og haustveiða á loðnu. Sú
þróun er samstiga minnkandi
vexti og minnkandi magafylli hjá
þessum þorski. Á síðasta ári
stækkaði loðnustofninn hins veg-
ar verulega, en áhrif þess á
þorskstofninn liggja enn ekki
fyrir.
Loks ber að nefna að ástand
sjávar hefur verið mjög breyti-
legt síðustu árin og almennt með
lakara móti síðan 1975 og raunar
allt síðan 1965, með skamvinnu
„hlýskeiði" árin 1972—74 og 1980.
Einnig hefur minnkandi vöxtur á
síðustu árum engan veginn tak-
markast við þorsk, heldur er um
slíkt að ræða hjá ýmsum öðrum
fiskstofnum, t.a.m. hjá uppsjáv-
arfiskum eins og loðnu og síld. 1
þessu sambandi má og hafa í
huga að efnaskipti fiska verða
hægari við lækkandi hitastig.
Kannsóknir í
sjávarvistfræði
Þeir líffræðingar sem hér hafa
verið nefndir hafa lagt sérstaka
áherslu á að taka þurfi meira til-
lit til samspils fiskstofna inn-
byrðis og við aðra þætti lífríkis-
ins í tengslum við stjórn fisk-
veiða og mat á afrakstri ís-
landsmiða. Ennfremur hafa þeir
lagt áherslu á nauðsyn aukinna
rannsókna á þessum sviðum, þ.e.
á sviði sjávarvistfræði. Hafrann-
sóknastofnunin tekur eindregið
undir þessi sjónarmið.
Ljóst er að þær spurningar sem
vaknað hafa á síðustu misserum
og árum um ástand og þróun
þorskstofnsins eru að verulegum
hluta vistfræðilegs eðlis. Þeim
verður því ekki svarað til hlítar
nema til komi stórlega auknar
rannsóknir á vistfræðilegu sam-
spili nytjastofna innbyrðis sem
og við aðra hluta lífríkisins og
ólífræna umhverfisþætti.
Stefna Hafrannsóknastofnun-
arinnar í vistfræðirannsóknum
kemur fram í langtímaáætlun
Rannsóknaráðs ríkisins fyrir
tímabilið 1982—87. Þar segir á
bls. 98 og 103:
„Með vaxandi þekkingu á
nytjastofnum hefur komið sífellt
betur í ljós hversu náin tengsl eru
milli þeirra og annarra lífvera
hafsins svo og ólífrænna um-
hverfisþátta. Jafnframt er ljóst
að þessi vistfræðilegu tengsl
verða ekki könnuð til hlítar nema
rannsóknum sé beint að öllum
þeim þáttum sem um er að ræða.
Aukin þeking á sviði vistfræði
hafsins er því forsenda fyrir betri
skilningi á lífinu i hafinu i heild
svo og afkomu og hegðun nytja-
stofna á hverjum tíma.“
„Gert er ráð fyrir að mannafli
verði aukinn talsvert á ýmsum
sviðum umhverfis- og vistfræði-
rannsókna. Alls er hér um að
ræða ársverk 2,5 sérfræðinga og
ársverk 4,4 rannsóknarmanna. I
heild er aukinn mannafli til um-
hverfis- og vistfræðirannsókna
eingöngu ætlaður til þess að efla
undirstöðurannsóknir á þessum
verkefnasviðum."
Ljóst er að sjávarvistfræði-
rannsóknir hafa ekki hlotið þann
meðbyr sem þeim er hér ætlaður
og stjórnvöld hafa formlega stað-
fest. í raun hafa fjárveitingar til
hafrannsókna lækkað á fyrri
helmingi þess tímabils sem lang-
tímaáætlunin nær til. Hlutdeild
vistfræðirannsókna í þeim fjár-
veitingum hefur ekki stækkað.
Hér þarf að verða breyting á ef
áform um auknar vistfræðirann-
sóknir eiga að ná fram að ganga.
Hafrannsóknastofnunin 19.1.1984.
Jón Jónsson.
Athugasemd
frá landlækni
Morgunblaöinu hefur borizt eftir-
farandi frá landlækni, Ólafi Ólafs-
syni:
„Hr. ritstjóri.
Bréf það, er birt var í blaði yðar
þann 19.1 ’84 undir fyrisögninni
„Svar landlæknis við fyrirspurn
lögmanns Hundavinafélagsins"
var birt án samráðs við mig. í
kaflanum um Taenia Ovis skal
koma fram, að sá sullur berst ekki
í menn. Ennfremur skal leiðrétt,
að líkur á að hundaæði hafi borizt
hingað til landsins var 1765, en
ekki 1975.
Olafur Ólafsson, landlæknir."
Aukasýning hjá
Stúdentaleikhúsi
Aukasýning á Svívirtum áhorf-
endum eftir Peter Handke verður í
Tjarnarbæ sunnudaginn 22. janú-
ar kl. 20.00. Leikstjóri er Kristín
Jóhannesdóttir. Athugið að þetta
er allra síðasta sýning.
Stúdentaleikhúsið frumsýnir
annað verk í Tjarnarbæ fimmtu-
daginn 26. jan. Það er „Jakob og
meistarinn** eftir Milan Kundera í
leikstjórn Sigurðar Pálssonar.
Kúplingar
i f lesta bíla
Höfum einnig kúplingsbarka, kúplingslegur og
kúplingskol. Viögeröarsett I kúplingsdælur og
hjöruliöskrossar.
(fflmnaustkf
Síðumúla 7-9, simi 82722.
TbeCotnpleleChitch.
avaxta ^grautar
Tílbúnir beinfa dískinn!
Þér getið valið á milli 6 tegunda af Kjarna ávaxtagrautum.
Jarðaberjagraut, apríkósugraut, sveskjugraut, rabarbaragraut,
eplagraut eða rauðgrauts. íslensk framleiðsla.
Hollur og bragðgóður grautur unninn úr ferskum ávöxtum.
Ávaxtagrauturinn er tilbúinn, aðeins þarf að hella úr femunni á diskinn,
mjólk eða rjómabland út á, ef vill. Hentar við öll tækifæri, allsstaðar.
Framleiðandi: Suitu og efnagerð bakara