Morgunblaðið - 20.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1984
27
Hanna Arnlaugs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 29. júlí 1928
Dáin 13. janúar 1984
„Vertu trúr allt til dauða og ég
mun gefa þér lífsins kórónu."
Þessi orð Opinberunarbókarinnar
eru ofarlega í huga þegar minnst
er Hönnu Arnlaugsdóttur.
Ung komst hún til lifandi trúar
á Jesúm Krist sem frelsara sinn,
og í samfélaginu við hann átti hún
upp frá því gleði sína og athvarf.
Um leið fann hún sér líka stað í
samfélagi trúaðra og kristilegum
félögum helgaði hún krafta sína,
einkum KFUK í Reykjavík, þar
sem hún um árabil starfaði sem
sveitarstjóri. Einnig söng hún í
kórum félaganna og oft greip hún
í gítarinn með vinkonum sínum,
ávallt fús til að leggja lið þar sem
þörf krafði. í stjórn KFUK sat
hún um 6 ára skeið, lengst af sem
ritari. Það starf fórst henni vel úr
hendi eins og annað, sem hún tók
að sér. Hún var óvenju hógvær og
ljúflyndi einkenndi mjög fram-
komu hennar, en óhrædd var hún
að fylgja sannfæringu sinni þegar
svo bar undir. Því var hún traust-
ur ráðgjafi, og öll hennar störf
báru þess vott að hún elskaði mál-
efni Drottins.
Hanna var röntgentæknir við
Landspítalann og síðar Borgar-
spítalann í mörg ár. Mun ekki
ofsagt að þar sem annars staðar
ávann hún sér ást og virðingu.
Árið 1948 giftist hún Bjarna
Ólafssyni, nú lektor við Kennara-
háskóla íslands. Heimili þeirra
hjóna var ávallt opið og lágu
þangað margra spor, ekki síst
hinna ungu sem þau störfuðu á
meðal. Ófáar voru stundirnar þar
sem broshýr húsmóðirin bar ekki
aðeins fram góðar veitingar, held-
ur var og lagið að leiða samtal
gesta sinna þannig að ekki snerist
einasta um veður og vind, heldur
það sem máli skipti, já sköpum
skiptir í lífi mannsins, samþand
hans við Guð. í þeim efnum gaf
hún gott veganesti þeim er þiggja
vildu.
Hanna og Biarni eignuðust 3
börn, Gunnar, Ólaf og Höllu, sem
nú eiga öll sitt heimili. Fyrsta
barnabarnið fæddist fyrir tæplega
tveim árum og mikið gladdist
Hanna yfir þeim litla dreng.
Kringum 1955 veiktist Hanna
nokkuð skyndilega og þurfti utan í
alvarlegan uppskurð. Hugprýði
ungu konunnar varð þá mörgum
til vitnisburðar, því Hanna fór
ekki dult með hvert hún sótti
Kirkjur á
landsbyggðinni:
Messur
á
sunnudaginn
Guðspjall dagsins:
Matt.: 8.:
Jesús gekk ofan af fjall-
ínu.
BÍLDUDALSKIRKJA: Á sunnu-
daginn kemur veröur sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guósþjónusta
kl. 14. Fermingarbörn lesa
Ritningarlestra. Organist
Bjarney Þóröardóttir. Sókn-
arprestur.
BORGARNESKIRKJA: Messa
kl. 11 á sunnudaginn. Barna-
messa veröur á morgun,
laugardag, kl. 10.30. Sóknar-
prestur.
SAFNADARHEIMILI AÐVENT-
ISTA, Selfossi: Á morgun,
laugardag: Blblíurannsókn kl.
10.00. Guösþjónusta kl. 11.00.
Henrik Jorgensen prédikar.
AÐVENTKIRKJAN VEST-
MANNAEYJUM: Á morgun,
laugardag: Biblíurannsókn kl.
10.00.
styrk sinn og rósemi. Glöð og
þakklát reis hún á ný úr þeim
veikindum til þess að takast á við
verkefni lífs síns með endurnýjuð-
um kröftum. Henni var þá sem og
síðar gefið að snúast við reynslu
sinni með jákvæðu hugarfari hetj-
unnar.
Á árunum 1974—1975 hófst
sjúkdómsstríð Hönnu aftur, en
ávailt eygði hún á brattri braut
náð Guðs og blessun. Þetta hafði
hún oft á orði við okkur á aðal-
deildarfundum í KFUK, en þang-
að sótti hún trúfastlega meðan
heilsan frekast leyfði. „Guð er svo
góður", gat hún sagt af trúnað-
artrausti, þegar við hinar stóðum
hryggar og spyrjandi yfir örlögum
hennar.
„Að vera sjúkur er að sitja í
fangi Jesú“, sagði reyndur maður
eitt sinn. Þessi djúpi leyndardóm-
ur verður auðskildari í ljósi þess
vitnisburðar sem Hanna bar fram.
Frelsari hennar og Drottinn hélt
henni uppi, bar hana beint inn í
dýrð sína þegar þrótturinn þvarr.
Við þökkum Guði fyrir Hönnu.
Einlægur og hrífandi vitnisburður
hennar mun geymast á meðal
okkar. Hún var trú frelsara sínum
allt til dauða og hefur nú tekið við
lífsins kórónu úr hendi hans.
Góður Guð styrki eftirlifandi
eiginmann og ástvini alla.
Stjórn KFUK
í Reykjavík
Kveðja frá Röntgentækna-
félagi íslands
Hanna Arnlaugsdóttir var ein
af stofnendum Röntgentæknafé-
lags fslands og átti sæti í stjórn
þess um árabil.
Við félagar Hönnu minnumst
hennar sem brautryðjanda, er
lagði veginn fyrir þá, sem á eftir
komu. Við minnumst hennar frá
fundum í félaginu. Virðuleg í
framkomu og með ákveðnar skoð-
anir. í máli hennar var ávallt virð-
ingin fyrir manneskjunni í fyrir-
rúmi. Hún vann störf sín hávaða-
laust. Á erfiðum stundum hjá
nýstofnuðu félagi, sýndi hún festu
ÚT ER komid þriðja heftið af Eðlis-
fræði 1 fyrir framhaldsskóla eftir
fimm kennara, þá Staffansson, And-
erson; Johansson, Fabricius og Niel-
sen. Islenskað hafa sömu menn og
fyrri heftin, þeir Guðmundur Árna-
son, Þórður Jóhannesson og Þor-
valdur Ólafsson, sem allir eru eðlis-
fræðikennarar við Menntaskólann
við Sund.
Þetta þriðja hefti eðlisfræðinn-
ar er merkt 1B og er rafmagns-
fræði. Þar eru kynnt frumhugtök
rafmagnsfræðinnar með sérstakri
áherslu á rakstraumsrásum.
Fjallað er um rafhleðslu og frum-
stærðina straumstyrk og tengist
sú umfjöllun frumstærðum afl-
og þrautseigju.
Við þökkum Hönnu Arnlaugs-
dóttur óeigingjörn störf í þágu fé-
lagsins og sendum eiginmanni
hennar, Bjarna Ólafssyni, börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hönnu
Arnlaugsdóttur.
Félagar í Röntgentækna-
félagi íslands.
fræðinnar sem heftið 1A fjallar
um.
Þá er sviðshugtakið útskýrt og
skilgreindar stærðirnar rafsviðs-
styrkur og rafspenna í jöfnu
rafsviði. Síðan eru athugaðar
ýmsar mæliaðferðir og einfaldar
rásir og fjallað um íspennu og hún
tengd hugtökum sem áður hafa
komið fram.
í viðauka er Ohms-lögmál leitt
út frá aflfræðilegum forsenduin
og lýst ýmsum tegundum spennu-
gjafa.
Þetta hefti, Eðlisfræði 1 (1B), er
gefið út sem handrit eins og fyrri
heftin. Það er 72 bls. að stærð í
brotinu A4.
Þriðja heftið af Eðl-
isfræði I komið út