Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 51 Söluverð íbúða á landinu: Hækkaði liðlega 48% á milli ára Áttræð: Þorsteina Jóhanns- dóttir Vestmannaeyjum Áttatíu ára afmæli á í dag Þorsteina Jóhannsdóttir frá Þing- holti í Vestmannaeyjum. Þor- steina vr fædd á Brekku í Eyjum, 22. janúar 1904, og voru foreldrar hennar Jóhann Jónsson smiður og Kristín Árnadóttir. Systir Jóhanns frá Brekku, Þór- unn Jónsdóttir veitingakona, tók Þorsteinu í fóstur og gekk henni í móðurstað er hún var þriggja ára. Þórunn bjó í Þingholti og rak þar veitingasölu. Upp frá þessum tíma bjó Þor- steina í Þingholti, eða þar til 1968 er hún fluttist í litla íbúð hjá dótt- ur sinni og tengdasyni að Búa- staðabraut 15. Þetta heimili missti Þorsteina í eldgosinu sem hófst 23. janúar 1973, en þeir gest- ir, sem glöddust með Þorsteinu á 69 ára afmæli hennar, voru rétt að festa blund er umbrotin hófust. Eldgosið hafði mikil áhrif á hagi Þorsteinu, eins og annarra Eyjamanna. Hún fluttist upp á meginlandið til Reykjavíkur, en jafnskjótt og hún hafði fundið sér heimili úti í Eyjum var hún komin aftur. Fjórða heimili hennar á langri ævi er Dvalarheimili aldraðra að Hraunbúðum. Þar býr Þorsteina nú, í rúmgóðu herbergi, sem er bú- ið fallegum húsgögnum og er það stolt hennar, svo og starfsfólks heimilisins. Aðeins 19 ára gömul giftist Þorsteina Páli Jónassyni skip- stjóra, ættuðum frá Eskifirði, en Páll var þá 22 ára. Stærstu áföll, sem Þorsteina hefur orðið fyrir á lífsleiðinni, eru er hún missti eiginmann sinn í flugslysi á milli lands og Eyja 31. janúar 1951. Það var mikið áfall fyrir Þorsteinu að missa eigin- mann sinn frá öllum börnunum, eftir 28 ára farsælt hjónaband. Þann 28. október 1983 missti Þorsteina elsta son sinn, Emil, í hörmulegu slysi er Sandey II hvolfdi á Viðeyjarsundi. Eins og áður sagði var Páll skip- stjóri, en hafði ekki full skip- stjórnarréttindi. Lýsir það best samheldni og dugnaði þeirra hjóna, að Páll settist í Stýri- mannaskólann í Reykjavík 44 ára gamall, til þess að fá meiri rétt- indi. Það hefur þurft mikinn kjark og áræðni til að setjast á skóla- bekk í þá daga frá stórri fjöl- skyldu og slíkt er ekki hægt, nema húsmóðirin sé röggsöm og dugleg. Alls eignuðust þau 16 börn. 13 komust á legg og eru 12 á lífi í dag. Barnabörnin eru 55 og barna- barnabörnin 34. Eru því afkom- endur þeirra hjóna orðnir 105, en líklega verður þessi tala komin í 110 innan skamms. Það er ein- kenni Þingholtsfjölskyldunnar, að öll börnin og tengdabörnin tengj- ast meira eða minna sjómennsku. Fjórir af sonum Þorsteinu hafa verið skipstjórar og kunnir afla- menn og þrír tengdasynir sömu- leiðis. í dag hafa átta af barna- börnum hennar útskrifast úr Stýrimannaskólanum, þannig að 15 úr fjölskyldu Þorsteinu eru skipstjórnarlærðir. Það er ætíð gestkvæmt hjá Þorsteinu á Hraunbúðum og mikið um heimsóknir þangað af ýmsum gestum og Þingholtsfjölskyldunni. Þorsteina er mjög ánægð með vistina á Hraunbúðum og umönn- un starfsfólksins. Þorsteina hefur ætíð verið hraust til heilsunnar, en ekki er laust við nokkur þreytu- merki í dag. Sjónin er farin að gefa sig nokkuð, en að öðru leyti er Þorsteina hress með lífið og til- veruna. í dag, sunnudag, tekur Þor- steina á móti gestum í Akoges- húsinu við Hilmisgötu. Að lokum óska ég og fjölskylda mín ömmu gæfu og gengis á kom- andi árum. Magnús Kristinsson FASTEIGNAVERÐ hefur þróast meö nokkuð öðrum hætti á nýliðnu ári en næstu ár þar á undan. Ef miðað er við tímabilið frá októ- ber 1982 til sama tíma 1983 hækkaði söluverð íbúða á landinu um liðlega 48%. Ekki var merkjanlegur munur á höfuðborgarsvæðinu og öðrum landshlutum eins og verið hefur oft áður, að þvi er segir í frétt frá Fasteignamati ríkisins. Þá segir: Hækkunin er nokkru minni en verð- bóiga var á þessu tímabili. Miðað við byggingarkostnað lækkaði raunvirði söluverðs um 11% en 20% miðað við lánskjaravísitölu. Hækkanir voru mjög breyti- legar eftir tegundum fasteigna. Mest hækkuðu litlar íbúðir en stórar íbúðir hækkuðu minna. Einbýlishús og raðhús hafa hækk- að minna í verði en íbúðir í fjöl- býlishúsum. Sérbýlishús í bygg- ingu hafa hækkað minnst. Greiðslukjör voru mjög hlið- stæð því sem verið hefur undan- farin ár. 75% eru greidd sem út- borgun og eftirstöðvar lánaðar til fjögurra ára með 20% ársvöxtum. Helsta breytingin á greiðslu- kjörum virðist vera sú að yfirtek- in, verðtryggð lán verða sífellt stærri hluti af kaupverði. Sú þróun er eðlileg því nærfellt öll lán sem veitt eru til íbúðakaupa eru fullverðtryggð og hafa verið síðustu 3—4 ár. Þessi þróun er hins vegar svo hæg að hún hefur enn sem komið er ekki haft áhrif á hlutfall útborgunar. Ibúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu stóð nærfellt í stað mikinn hluta ársins. Helstu hækkanir á árinu áttu sér stað á fjórum mán- uðum. Febrúar, apríl, september og október. 1 öllum ársfjórðungum hækkaði verð sérbýlishúsa minna en fjölbýlishúsa. Fjöldi kaupsamninga, sem notaður var við beinar markaðs- kannanir á nýliðnu ári, var nokkru meiri en áður. Það bendir til þess að ekki hafi verið sam- dráttur í fjölda á seldum eignum frá fyrri árum. Brú yfir Grafarvog: Tilboði upp á 17,8 milljónir tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt sam- hljóða að taka tilboði Árna Jó- hannssonar byggingarverktaka, um byggingu brúar yfir Grafarvog. Til- boð Árna hljóðaði upp á um 17,8 milljónir króna, og var næstlægst þeirra er bárust. Lægst var fyrirtæk- ið Bergverk, um 2,2 milljónum kr. lægra. Magnús L. Sveinsson borgar- ráðsmaður sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrir hefði legið álit ráðgjafa frá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen, þar sem mælt var með að tilboði Árna Jóhannssonar yrði tekið. Fyrir- tæki hans hefði enda mikla reynslu á sviði brúabygginga, hefði byggt einar níu brýr á und- anförnum árum, síðast Höfða- bakkabrúna í Reykjavík. HVERS VEGNA VARÐ UNO BÍLL ARSINS Uno! Þaö er ekkí nóg crð vera ,,bara” íallegur og sparneytinn til þess ad ná kjöri, sem bíll ársins. Áöur en atkvœöagreiöslan íer íram eru allir helstu þœttir hvers bíls grandskoöaöir aí bílasérfrœöingum oglokaniöurstaöaþeirra er byggö á gaumgœfilegu mati á hverju atriöi. Grundvallarþœttir í slíku mati eru heildar- hönnun, þœgindi, öryggi, akstursþœgindi og aksturseiginleikar, dugnaöur og sparneytni, notkunarmöguleikar og ánœgja viö akstur. FLAT UNO var þvíkjörinn bíll ársins vegnaþess aö hann fékk bestu útkomuna þegar tillit haföi veriö tekiö til allra þeirra kosta, sem góöan bíl mega prýöa. TVEIR BÍLAR FENGU 10 í EINKUNN, FIAT UNO OG MERCEDES BENZ í atkvœöagreiöslunni um bíl ársins eru gefnar einkunnir frá 1 uppí 10. Aöeins tveir bílar fengu einkunnina 10 hjá hinum 53 sérfrœöingum, UNO tvisvar og MERCEDES BENZ einu sinni. FRÁBÆRT FIAT-UNO-VERÐ Þó lof og hrós hlaöist á UNO bjóöum viö hann enn á sama frábæra veröinu. UNO er dýr og vandaöur bíll en vegna hagstœörar gengis- þróunar undanfarnamánuöi kostar hann ekki fleiri krónur en raun ber vitni. FIAT UNO 45. 3 DYRA FIAT UNO 45, ES, 3 DYRA FIAT UNO 45, SUPER, 3 DYRA la. 219.000.- ki. 238.000.- Icr. 249.000.- anaa OPIÐ IDAG KL. 13.00 — 17.00 EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smið/uvegi 4. Kópavogi. Simar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.