Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 67 Eftir hugvitsamlagar pyndingar játaói „nornin“ ottast i sig hvaó sem var. akuryrkjusamfélag að ræða. í hernaðarríki snýst átrúnaðurinn upp á karlmenn og píslarvætti. Ef fólk gerist óánægt og snýr sér að náttúrudýrkun, líkt og nú gerist, þá er það vegna þess að hið iðnvædda karlmennskuveldi hefur valdið því vonbrigðum. Staðfesting og fortíðarljómi er það sem allir sækjast eftir í trú- arbrögðum. Við leitum staðfestingar á því sem við trúum í dag og sveipum það ljóma, sem við höldum að við höfum misst — þar er m.a. að leita skýringar á gyðjudýrkun- inni, sem nú er í tísku meðal ým- issa hópa. Þó kann gyðjudýrkun fyrri tíma að hafa haft í för með sér jafn mikla misbeitingu valds og skipulegri trúarbrögð þó hún birtist í dag sem aðlaðandi sér- viska og áróðurstæki í höndum uppreisnargjarnra kvenna. Sá farvegur sem við veljum okkur til þess að tilbiðja heilagan anda, skiptir líka minna máli en það að við tilbiðjum hann og höldum í heiðri. Tákn átrúnað- arins getur verið tré, kona, karl- maður eða dýr, en skiptir ekki höfuðmáli. Á hinn bóginn verð- um við að virða rétt hvors ann- ars til trúleysis eða efahyggju. Því trúarbrögð verða ekki annað en ein tegund einræðis ef þeim er þvingað upp á fólk. Mannkynssagan er yfirfull af blóðsúthellingum og óhæfuverk- um, sem átt hafa sér stað f skjóli trúarinnar. Engir tímar eru óhultir fyrir galdraofsóknum — til þess þjóna þær of margþætt- um tilgangi. Á vettvangi stjórn- málanna má með þeim koma höggi á andstæðingana og velta sök stjórnenda yfir á aðra. Með galdraofsóknum má hafa stéttir, eða hópa, s.s. konur og þá fá- tæku, undir hælnum og viðhalda óstöðugu klerkaveldi. Á okkar menningarsvæði hafa galdraofsóknir og nornaveiðar reynst ógnvekjandi tæki til þess að hafa konur undir. Á meðan nornaveiðarnar stóðu sem hæst voru margar konur brenndar fyrir þær sakir einar að hafa lin- að þjáningar sjúkra. Hæfileiki til þess að lækna og græða sendi óteljandi konur á bálköstinn. Því að á meðan eðli kvenna var í sjálfu sér álitið glæpsamlegt, voru störf þeirra við lækningar litin jafn óhýru auga af feðra- veldinu og tilraunir þeirra til aukinna áhrifa innan kirkjunn- ar. Við megum ekki gera þau mis- tök að ætla að slík viðhorf til kvenna séu dauð og grafin. Þau hafa einungis tekið á sig nýjar myndir. Svo dæmi séu nefnd þá gæti röksemdafærsla af þeirri gerð, sem gerir ráð fyrir því að hægt sé að draga konu fyrir rétt og saka hana um morð, ef hún hefur gengist undir fóstureyð- ingu vel leitt til nýrrar tegundar nornaveiða, sem þó yrðu þær sömu að eðlinu til. Svo lengi sem við sættum okkur við siðgæðishugmyndir, sem skipta konum í hórur og hreinar meyjar, refsa þeim fyrir að lifa kynlífi og láta stjóm- stofnanir, sem upp til hópa eru skipaðar karlmönnum, um ákvörðunarvaldið í málum, sem fyrst og fremst varða líkama konunnar, má hvenær sem er búast við aðstæðum sem geta fætt af sér nornaveiðar í nýjum búningi. ímynd nornarinnar er þjóðfé- lagsleg goðsögn sem skýrir fjölda sálrænna fyrirbrigða, sem valdið hafa fólk heilabrotum í aldanna rás. Nornin er holdgervingur hræðslu karlmanna við konu og vantrú kvenna á sjálfum sér. Hún er tákn frelsis, valds og kynlífs kvenna — en píslir henn- ar og bálið tákna einnig hina ógnvænlegu refsingu, sem konur óttast að þær muni sæta njóti þær frelsis, valds og kynlífs eins og þeim sýnist. Hún er afsprengi dagdrauma karlmanna um taumlausa kvenlega kynhvöt en táknar jafnframt hin óvægnu endalok, sem geta beðið kvenna, láti þær undan þessum hvötum sínum. Nornin er áhrifamikill sam- nefnari fyrir fjöldann allan af draumum og ímyndunum. í heimi þar sem báðum kynjum er innrætt fyrirlitning á kvenlegri afstöðu og áframgengni, er norn- in fullkomið tákn fyrir glæp kvenna og refsingu. Tákn, sem hefur jafn mikið gildi fyrir kon- ur og karlmenn. Þegar við brosum að norninni, hlæjum að forfeðrum okkar fyrir trúna á áhrifamátt hennar og þeim sem í dag vara við hugs- unarhætti galdrafársins nálg- umst við tíma nýrra nornaveiða sem því nemur. Á hriktandi hestvagni, blind- uð, bundin og kefluð, á leið í pyndingaklefann, gálgann, bálið, er nornin að reyna að koma tií okkur skilaboðum. Hún er að reyna að vara okkur við. Ljáum henni eyra. Hún gæti verið þú — næst. (HHS þýddi og tók saman.) hræðsla mannkynsins tekur á sig — allra síst tilraunum karl- kynsins til að færa kynferðisleg- an ótta yfir á konuna, Hitt Kyn- ið. En skilningur á fyrirbærinu norn ber okkur langa leið i átt til skilnings á því rótgróna kven- hatri, sem gegnsýrir menningu okkar á nær öllum sviðum. Það er grundvallaratriði að líta ekki á goðsagnir og átrúnað sem óhrekjanlegan, frá guði — eða gyðju kominn sannleika, heldur endurspeglun mannlegs samfé- lags og mannlegs ótta. Trúar- brögð spegla yfirleitt ríkjandi samfélagsgerð — og öfugt. Þar sem fólkið dýrkar tré, kornöx og konur, er að öllum líkindum um Bundinn galdrahnútur með aóstoð hina hyrnda guðs. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI MetsöhibUu) ó hverjum degi! p m$w te ib | Metsölublad á hverjum degi! Badmintondeild Gerplu Höfum lausa velli á mánudags- og miövikudags- kvöldum. Upplýsingar í símum 74907 og 74925. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR VEXTIR IKUNNAR Bananar Oai néonta — Appelsfnur Jaffa — Appelsínur spánskar — Fuen Mora — Appelsínur grfskar — Blóöappelsínur ftalfa — Klent- entínur Marokkó — Epli USA Independent — Epli USA Chic — Eplí rauö frönsk — Epli frönsk Qranny Smith — Epli frönsk Golden — Sitrónur Jaffa — Grapefruit Jaffa — Grapefruit Jaffa Rose — Grapefruit Ruby Red — Vínber spönsk grsan — Vínber spönsk blá — Perur ftalia — Perur hollenskar — Avocado — Kiwi — Pomelos Jaffa — Lime — Plómur — Ferskjur — Ugly fruit. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.