Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.02.1984, Qupperneq 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Margir fara árlega utan til skíðaiðkana Imcnnur áhugi landsmanna á skídaíþróttinni er fyrir löngu orðinn annálaður. Með aukinni og bættri aðstöðu ár hvert hefur áhugi fólks farið vaxandi jafnt og þétt og nú er svo komið, að fjöldi manna notar hverja þá frístund sem gefst frá dagsins önn og amstri til skíðaiðkana. En það er ekki aðeins að almenningur renni sér á skíðum hér innanlands. Skíðaferðir til annarra landa hafa færst mjög í aukana undanfarin ár með auknu úrvali og viðráðan- legra verði. Hundruö manna fara nú árlega utan til skíöaiðkana. Einkum eru það þrjár ferðaskrifstofur, sem boðið hkfa ferðir til annarra landa, Samvinnuferðir/Landsýn, Úrval og Útsýn. Fjölbreytnin í ferðum skrifstofanna er talsverð þótt eðlilega miðist meginhluti þeirra við Alpana. Engin ferðaskrifstofanna hefur tekið upp fastar ferðir til Aspen í ('olorado, sem þó er afar vinsæll skíðastaöur. Veldur þar likast til mestu sú staðreynd að skíðaferðalag til Bandaríkjanna er mun dýrara en til Evrópu. Væntanlega geta þó ferðaskrifstofurnar skipulagt ferðir þangað, að óskum viðskiptavina. Hér verður lesendum kynnt hvaða valkostir eru fyrir hendi, stefni hugurinn á erlenda skíðaparadís. Munum við leitast við að ganga þannig frá hnútunum að fólk viti nokkurn veginn fyrir víst að hverju það gengur ef af ferð á eftirtalda staði verður. „Betri en aðrir en örlítið dýrari“ — segir Örn Steinsen hjá Útsýn um Lech Lech er einn besti og vinsælasti skíðastaður í Austurríki og Evrópu. „I»essi staður er betri en aðrir sem boðið er upp á en hann er líka örlítið dýrari," sagði Örn Steinsen hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn, er blm. Mbl. spjallaði við hann um Lech. Útsýn hefur boðið upp á ferðir til Lech í mörg ár og að sögn Arn- ars er það mikið sama fólkið sem fer þangað ár eftir ár. Tæplega 200 manns fara til Lech í ár, og er það heldur meira en í fyrra. Þess má geta að fararstjórar Útsýnar eru kennarar í skíðaskól- anum í Lech sem er mjög þekktur skóli. Fararstjórarnir eru Jóna Jónsdóttir og Ulrik Arthurson. Lech er fjallaþorp — ákaflega fallegur staður við ána Lech. Gamaldags byggingar en nýtísku þægindi einkenna staðinn enda er alþjóðlegt íþrótta- og skemmtana- líf í miklum blóma þarna. Boðið er upp á bæði hótal, hót- elpension og íbúðir í Lech og hafa íbúðirnar verið hvað vinsælastar, a.m.k. hjá fjölskyldufólki. Útsýn býður einnig upp á 13 daga skíðaferðir til Anzére í Sviss í samvinnu við Arnarflug. Flogið er á þriðjudögum um Amsterdam til Genfar en þaðan er um 2 klst. ferð til Anzére sem stendur í 1500 m hæð í Walais-ölpunum austur af Genf. Verð er frá kr. 18.000. í samvinnu við Flugleiðir býður Útsýn upp á skíðaferðir til Fink- enberg og Mayerhofen í Austur- ríki. Zillertal í Tyrol er eitt þekkt- asta skíðasvæði Austurríkis, og þar í dalnum eru bæirnir Mayer- hofen og Finkenberg. Á milli þeirra er innan við klukkustundar gangur og skíðasvæði þeirra eru samtengd. Verð er frá kr. 18.387. Vinsæll skíðastaður í Sviss: f Crans-Montana bjóðast óþrjót- andi möguleikar Ferdaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. hefur undanfarin 3 ár skipulagt skíðaferðir til mjög vinsælla síðastaða í Sviss um páskana. Þar sem páskarnir eru mjög seint í ár verður nú farið 20. marz í 10 daga ferð. Flogið verður með Arnarflugi þriðjudaginn 20. marz kl. 8.00 til Amsterdam og þaðan áfram með Swissair til Genf. Haldið verður rakleiðis til áfangastaðarins Crans-Montana í Rhone-dalnum, þar sem dvaliö verður til 29. marz. í Crans-Montana bjóðast óþrjót- andi möguleikar til skíðaiðkana, brekkur við alira hæfi, um 40 skíðalyftur eru á svæðinu og einnig góðar göngubrautir. Ekki má gleyma skíðaskólanum, þar sem nemendum er skipt niður f flokka, allt frá byrjendum og upp úr. I lok hverrar kennsluviku safnast nem- endur saman í einni af brekkunum og bragða á rétti Wallis-héraðsins „raclette", sem er bræddur ostur ásamt fleiru og borinn fram með hvítvíni. Einnig bjóða hótelin og ferðamálaráð vikulega upp á vín héraðsins á götum úti í Crans- Montana. Gist er á Hótel Mirabeau í Mont- ana. Það er 4 stjörnu hótel og hef- ur verið mjög vinsælt af farþegum í fyrri ferðum. Öll herbergi eru með svölum, baði, sima, sjónvarpi og minibar. Innifalið er morgun- verður og kvöldverður á hótelinu, en nóg er af veitingastöðum í fjöll- unum, til að fá sér bita á í hádeg- inu. Fyrir þá sem eiga eftir orku að loknum skíðadegi, er nóg um að vera á kvöldin. Fimmtudaginn 29. marz er svo staðurinn kvaddur og ekið til Genf. Þaðan er flogið með Swissair til Amsterdam, þar sem tækifæri gefst á að versla í fríhöfninni, sem býður upp á mjög mikið vöruúrval. Flogið er síðan heim með Arnar- flugi og áætlaður komutími til Keflavíkurflugvallar er um kl. 20.15. Verð pr. mann í 2 manna her- bergi kr. 22.700 (miðað við gengi 13. janúar 1984). Hótel Mirabeau sem dvalið verður á er hið glæsilegasta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.