Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
61
Badgastein
í Austurríki
y
Urval hefur undanfarin fjögur ár boðiö sérstakar skíóaferðir til Badga-
stein í Salzburgerland, stutt frá Salzburg í Austurríki. Þessi staður
hefur verið mjög vinsæll og í vetur hafa verið farnar tvær tveggja vikna ferðir
og tvær í viðbót eru á dagskrá. Þann 19. febrúar veröur farið og er uppselt í
þá ferð. Einnig verður farið 4. mars.
Gastein-dalurinn, þar sem
Badgastein er, er meðal kunnustu
vetraríþróttasvæða alpanna, og er
Badgastein einn helsti staðurinn.
Einnig mætti nefna Bad Hofga-
stein, Dorfgastein og Sportga-
stein.
í Badgastein eru hinar heitu
vatnsuppsprettur, sem dalurinn er
þekktur fyrir. Allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi í skíðalönd-
unum þarna í kring, bæði byrjend-
ur og þeir sem lengra eru komnir.
í Badgastein er ein kláfferja, 16
stóla- og toglyftur. Skíðaskólinn
skipuleggur námskeið fyrir byrj-
endur og þá sem lengra eru komn-
ir. Einnig er hægt að fá einka-
kennslu, fjalla- og skíðaferðir
fyrir einstaktinga og hópa svo og
gönguskíðaferðir.
Aðalgististaðir sem Úrval býður
upp á eru Pension Simader og
Landhaus Gletschermuhle. ís-
lenskur fararstjóri er með farþeg-
um allan tímann. Leiðbeinir hann
m.a. varðandi skíðaleigu, kennslu
og fleira.
Axamer Lizum
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á skíðaferðir til Axamer Lizum í
Austurríki, nálægt Innsbruck. Flogið er í beinu leiguflugi með Flugleió-
um.
Gist er á góðu hóteli miðsvæðis
í Axams — og einnig er boðið upp
á gistingu á íbúðarhóteli 5 km frá
bænum og sér hótelbíll þá um
keyrslu á skíðasvæðið.
Skíðasvæðið er í dal fyrir ofan
Axams, Axamer Lizum-dalnum,
og er það hið fræga Innsbruck
Ólympíukeppnissvæði í alpagrein-
um, svigi og stórsvigi árin 1964 og
1976. Þarna hefur byggst upp
glæsileg skíðaaðstaða í 1579 metra
hæð „ liggja lyftur upp í 2400
metra hæð.
Brottfarardagar í þeim ferðum
sem eftir eru í vetur eru 19. febrú-
ar og 4. mars og stendur hvor ferð
yfir í þrjár vikur.
Verð er kr. 24.700 fyrir manninn
í tveggja manna herbergi á Hótel
Neuwirt Axams með morgunverði
en gisting í íbúðum Natters með
morgunverði og kvöldverði kostar
kr. 20.700 fyrir manninn. Til eru
íbúðir fyrir 6, 4 og 3 saman í íbúð.
Úrval býður upp á nýjung:
Ferð í „dalina þrjá“
í Frakklandi í marz
þegar er uppselt og margir á biðlista
Ferða-skrifstofan Úrval efnir í samvinnu við Valdimar Örnólfsson til
sérstakrar skíðaferðar til Val Thorens í frönsku ölpunum 18. mars
til 1. apríl 1984.
Þetta er í fyrsta skipti sem ís-
lensk ferðaskrifstofa býður upp
á ferð á þennan stað og aðeins
verður farin þessa eina ferð. Það
er greinilegt að þessi nýbreytni
mælist vel fyrir, því strax er
uppbókað í ferðina og um 40
manns eru skráðir á biðlista.
Flogið verður til Kaupmanna-
hafnar og þaðan til Genf sama
dag. Frá Genf verður svo farið
með langferðabíl til Val Thor-
ens.
Dvalið verður á Hótel Chalet
Thorens 18. mars til 1. apríl, en á
heimleiðinni verður flogið frá
Genf til London, og þaðan til
Keflavíkur.
Svo nefnt sé dæmi um verð þá
kostar kr. 27.300 fyrir manninn
með fullu fæði í tvíbýli og 25.800
með fullu fæði í fjórbýli.
Verð fyrir barn í fjórbýli með
fullu fæði er kr. 17.100. Skíða-
passi fyrir fullorðna kostar kr.
3.240 og fyrir börn kr. 2.270.
Handhafar skíðapassa hafa
aðgang að 160 skíðalyftum í döl-
unum þremur.
Dalirnir þrír, de trois vallées,
bjóða upp á geysilega skemmti-
legt skíðasvæði, en í Courchevel,
sem er einn bæjanna í dölum
þessum, voru Ólympíuleikar eitt
sinn haldnir.
THbúið nesti
í skíóaferóina
★ Nýsmuröar samlokur, langlokur og heilhveiti-
horn.
★ Heitir kjúklingar og franskar kartöflur.
★ Heitt súkkulaöi (fyllt á ykkar brúsa).
★ Heitt kaffi (fyllt á ykkar brúsa).
★ Sælgæti, öl og gosdrykkir.
Fyrir útivistarfólk:
Sunny Cool hita- og kælitaskan fyrir 12 volta
rafgeymi. Heldur heitu eöa köldu endalaust.
Barnakuldaskór, vettlingar, húfur, treflar,
legghlífar, hlýjar úlpur og gallar.
Opiö kl. 10—14
laugardaga
Vörumarkaðurinn hf. ármúla ia