Morgunblaðið - 15.02.1984, Side 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
Gera þarf skíðaferðir
jákvæðar og skemmtilegar
fyrir yngstu kynslóðina
Aþessum árstíma fara allir sem
vettlingi geta valdiö á skíði. Enda
er skíðafþróttin ein ákjósan-
legasta fjölskylduíþrótt sem hægt er að
stunda. Foreldrar taka börn sín með
sér til fjalla til að njóta útiveru og án-
ægjunnar af skíðaíþróttinni. En hafa
ber ýmislegt í huga þegar börnin eru
tekin með. Sum þeirra hafa öðlast
kunnáttu í íþróttinn. En mörg eru að
stíga sín fyrstu skref á skíðum. !>á er
áríðandi að fara rétt að. Foreldrar verða
að hafa hugfast að fara rólega af stað
með yngstu kynslóðina og gera sem
mestan leik úr öllu saman. Gera þarf
skíðaferðirnar jákvæðar og skemmti-
legar þannig að löngunin vaxi hjá börn-
unum við að læra meira. Hér á eftir
fara ýmis ráð fyrir foreldra sem eru að
byrja með börn sín á skíðum.
Skíðaíþróttin er ekki síður
íþrótt barnanna en fullorð-
inna og algengast er að bestu
skíðamennirnir séu þeir sem hófu
að stunda íþróttina strax í barn-
æsku. Það þarf að gera börnin
skikkanlega út af örkinni strax í
byrjun til þess að þau fái sem
mesta ánægju af íþróttinni.
Hvernig er best að haga kennsl-
unni með tiliiti til aldurs barns-
ins? Sé barnið 2—5 ára gamalt er
þjóðráð að gera leik úr öllu saman.
Börn á þessum aldri eru í raun
ekki á skíðum í orðsins fyllstu
merkingu. Á þessum aldri er best
að láta þau venjast snjónum og
skíðunum, til dæmis með því að
setja þau á eitt skíði í einu og
draga barnið um sléttan völl. Með
þessu móti venjast þau hreyfing-
unni og fá jafnvægisskyn.
5—9 ára börn geta verið ótrú-
lega áhugasöm og tímann þarf að
nýta vel meðan þau eru á þessum
aldri. Grundvallaratriðin eru
numin á þessum aldri og þau læra
einnig á umhverfið og veturinn.
En hafa ber í huga og leggja verð-
ur út frá þeirri staðreynd, að upp
að 10 ára aldri hafa bein, liðamót
og vöðvar barna ekki tekið út
þroska, því beita þau líkamanum
með öðrum hætti en fullorðnir.
Það er mikilvægt að vita þetta í
sambandi við skíðakennsluna.
9—12 ára fara börnin að læra
fyrir alvöru, þau eru að taka út
líkamlegan þroska og verða að
læra réttar hreyfingar og rétta
takta á þessum aldri.
12—16 ára. Þegar hér er komið
sögu má markviss þjálfun hefjast,
enda hafa börnin nú meiri áhuga á
því að læra allt sem hægt er held-
ur en að leika sér.
Hversu mikils hægt er að krefj-
ast af ákveðnum aldri er undir
hverju einstöku barni komið. Sum
fjögurra ára börn eru svo dugleg
að erfitt er að fá þau úr brekkun-
um. Önnur sýna alls engan áhuga
fyrr en þau eru eldri. I mörgum
tilfellum er áhuginn sveiflukennd-
ur og getur farið eftir veðri, skapi
eða hverju öðru. Best er að vera
hvetjandi við barnið, án þess að
beita það þrýstingi. Látið barnið
ráða ferðinni.
Að vera á skíðum með þeim
yngstu, sem eru undir skóla-
skyldualdri, getur krafist meiri
lagni en með sex til sjö ára göml-
um, því líkamsburðir þeirra og
styrkur er svo lítill að þeim veitist
örðugt að ganga, klifra og reisa sig
upp eftir fall. Sama hversu oft er
hrópað og kallað á fjögurra ára
gamalt barn, sem segir „ég get
ekki“, ekkert fær það til að standa
upp. Trúið barninu. Verið hvetj-
andi, lagfærið skíðin og hjálpið
barninu við að rísa á fætur. Þegar
þið eru í lyfturöð eða að ganga er
gott að láta barnið halda í skíða-
stafinn, án þess þó að draga það.
Það veitir barninu meira jafnvægi
og hindrar að það renni afturábak.
Framfarirnar munu ekki láta á
sér standa.
Skíði fyrir börn sem eru rétt að
byrja skíðaiðkun ættu ekki að
vera lengri en barnið sjálft og
mjög hæfilegt er að skíðin nái við-
komandi barni hverju sinni í axl-
arhæð. Bein, liðamót og vöðvar
barna eru ekki fullþroskuð og því
þreytast börn fyrr en fullorðnir,
það er því gott ráð að kaupa skíði
með rifluðum botni, en slíkur botn
gerir börnum kleift að klífa brekk-
urnar með mun minni fyrirhöfn
en ella. Þá ættu barnaskíði að
hafa málmbrúnir. Annars er alveg
óhætt að fylgja ráðum afgreiðslu-
fólks í skíðavöruverslunum, þar er
yfirleitt kunnáttufólk á ferðinni.
Loks má geta þess, að viðhald á
barnaskíðum er ekki síður mikil-
vægt en viðhald á skíðum fyrir
fullorðna.
Bindingar
Það borgar sig ekki að ætla að
spara peninga þegar bindingar eru
annars vegar. í þeim efnum dugir
ekkert nema það besta svo að ör-
yggi barnsins sé eins tryggt og
hugsast getur. Bindingar á barna-
skíði verða að vera öryggisbind-
ingar, sem eru sérstaklega hann-
aðar með þyngd viðkomandi barns
í huga. Ekki skyldi nota fullorð-
insbindingar og hyggilegra væri
að láta fagmann koma bindingun-
um fyrir á skíðunum. Eitt í þessu
sambandi, sem vert er að hafa í
huga þegar fest eru kaup á bind-
ingum, er að láta barnið festa og
losa þær sjálft í versluninni, það
er mikilvægt að barnið ráði sjálft
við siíka hluti.
Skíðaskórnir
Fyrir öllu er að þeir haldi snjó
og vatni. Þeir verða að verja
ökklaliðinn og vera þægilegir. Eigi
er vitlaust að láta litlu foringjana
spranga um verslunina í skónum í
10—20 mínútur svona til að ganga
úr skugga um að skórnir séu ekki
óþægilegir. Reynist skór óþægi-
legir verður það ekki til að glæða
áhugann hjá eigandanum.
Lyftuferðir
Að ferðast í lyftu með barni er
lærdómur út af fyrir sig og góð
Velkomin til
Hótel KEA
Við bjóðum meðal annars:
Gistiherbergi
Bar
Veitingasal — sérréttir og réttir dagsins
— dansleikir laugardagskvöld
Munið Súlnaberg
Glæsileg matstofa
Heitir og kaldir réttir allan daginn
Opiö frá 8.00—20.00.
MlfMI
Skíðastökk er ekki mikið stundað hér á
landi, því miður, en nokkuð þó. Keppt er í
stökki á Andrésarandarleikunum á Akur-
eyri ár hvert — og var þessi mynd tekin á
leikunum í fyrra.
Það er að sjálfsögðu mikilvægt að búa börn vel áður en haldið er á skíði. Hér
á landi getur verið allra veðra von — það er betra að vera of vel klæddur en
að vera illa búinn. Þessi hefur greinilega búið sig vel áður en hann fór í
fjallið.