Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 67 Skíðaganga á miklum vinsæld- um að fagna hér á landi, og á síðustu fimm árum hefur þeim farið fjölgandi sem nota hvert tæki- færi til þess að grípa gönguskíðin og fá sér góða hreyfingu og um leið hreint loft í lungun. Sé gott veður og færi þarf ekki að fara iangt til að finna svæði til að ganga á. A góðviðr- isdögum má sjá til dæmis hóp af fólki á gangi við Kjarvalsstaði á Miklatúninu. Og reyndar víðar. í Bláfjöllum eru troðnar göngubrautir. Skíðaganga er íþrótt fyrir alla jafnt unga sem gamla og það tekur ekki langan tíma að komast upp á lagið. En þó er sjálfsagt að reyna að fara rétt að. Hér birtum við nokkrar leiðbeiningar með myndum um at- riði sem gott er að geta gert rétt. Skrá um lengd á gönguskíöum og stöfum Börn ; Konur: Karlar: Aldur Hæð Þyngd Skíðal. Stafal. Hæð Þyngd Skíðal. Stafal. Hæð Þyngd Skíöal. Stafal. 4 104 17,0 120 80 155 55 180 120 160 60 195 130 5 110 18,7 130 85 160 60 190 125 165 65 205-210 135 6 117 21,4 140 90 165 60 195 130 170 70 205-210 140 7 123 24,0 150 95 170 65 200 135 175 70 210 145 8 128 26,2 160 100 175 70 205 140 180 75 210-215145-150 9 134 29,0 170 105 185 80 215 150 10 139 32,0 180 110 190 85 220 155 11 144 35,0 180 110 12 150 40,0 185 115 13 155 45,0 185 115 14 160 50,0 190-195 120 15 170 55,0 190-200 125 Það er fyrst og fremst þyngd sem ræður skíðalengd. Þegar þyngd er mjög frábrugöin ofangreindri skrá, skal taka tillit til hæöar. Æfing fyrir fæturna öllum er hollt að stunda leikfimi eða gera einvherjar æfingar áður en skíðatímabilið hefst. Af mörgu er að taka, en hér er ein æfing sem er mjög góð og styrkjandi fyrir fæturna. Æfinguna gera tveir saman. 1. Haldist í hendur og takið djúpa hnébeygju. 2. Annar aðilinn réttir hægri fótinn beint fram en um leið setur hinn aðilinn vinstri fótinn beint út til hliðar. 3. Síðan er skipt um og æfingin endurtekin nokkrum sinnum. Þessi æfing er frekar krefjandi og getur verið erfið sé hún gerð oft. Hvílið ykkur því á milli og farið hægt af stað. Þeir sem eru slæmir í hnjánum ættu ekki að reyna við þessa æfingu. Það er um að gera að reyna að hafa æfingar skemmtilegar. Hér sjáum við tvær góðar æfingar: 1) Upp á tænar og hendur í gólf, afturendanum ýtt upp í loftið. 2) Höfuð og axlir upp, hendur fram. Maganum þrýst niður. Síðan færa sig í stöðu númer 1 aftur — endurtaka. 3 og 4) „Klippa“ með fótunum. Athuga að þrýsta vel við bakið með höndunum. Á FERÐOG FLUGI HÉR.ÞAR OGALLSSTAÐAR TKYGGING HF SÍMI211201178

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.