Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 22

Morgunblaðið - 15.02.1984, Page 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Það er vitað mál að stutt er úr skíðalandi Húsvíkinga niður í bæinn, en það er aftur annað mál hvort viturlegt er að reyna að stökkva niðureftir! Þessi ágæti skíðakappi virðist vera á hraðferð heim og hafa tekið þann kostinn að „fljúga", en svo er nú þó sennilega ekki. Þetta er ein af þeim sem teknar eru á „réttu augnabliki". Stórskemmtileg mvnd. Skíöaland Húsvíkinga er við bæjardyrnar Skíðaland Húsvíkinga er gott að mörgu leyti og stór kostur við það er hversu nálægt það er bænum. Fólk getur labbað á skíðunum heiman að frá sér í neðstu lyftuna og losnar þar með við þann ferðakostnað sem fylgir því að fara á skíði í flestum öðrum byggðarlögum. Að sjálfsögðu er boðið upp á skíðaferðir til Húsavíkur sem og annarra staða hér á landi og hót- elgestir þar ekki í vandræðum með að koma sér til og frá skíða- svæðinu eins og nærri má geta. Ekki er óalgengt-að sjá fólk með skíöin undir hendinni eða á öxl- inni arka til fjalla enda tekur það ekki nema örfáar mínútur. Þegar menn vilja halda heim er stefnan svo tekin á hótelið og skíðin spennt á stéttinni fyrir utan! Oft er það a.m.k. hægt — slík er nálægðin að fólk rennir sér heim á hótel. Helsti ókosturinn við skíðaland- ið á Húsavík er, að sögn heima- manna, hve nálægt sjó það er og einnig að það vísi mót sólu — þannig að „maður sér snjóinn næstum því hverfa“, eins og Hús- víkingur einn sagði. En meðan snjórinn er nægur þarf enginn að kvarta og þá er ánægjulegt að heimsækja skíðalandið því það býður upp á góðar brekkur. Fjórar lyftur eru við Húsavík, allt toglyftur. í Skálamel er 300 metra löng lyfta sem getur flutt um 700 manns á klukkutíma. Uppi í Stöllum er 480 metra löng lyfta og er hæðarmismunur 150 m og getur hún flutt 400 manns á klukkustund. Efsta lyftan á staðn- um er 400 metra löng og nær frá toppi Skálamels- og Löngulautar- lyftanna. Hæðarmismunur efstu lyftunnar er 160 m en hún getur flutt 150 manns á klukkutíma. Kort sem gilda í lyfturnar allan veturinn kosta 1700 kr. fyrir full- orðna en fyrir 10 til 15 ára kosta þau 800 kr. Krakkar 6—9 ára borga 400 kr. fyrir þessi kort. Fjöl- skyldukort eru einnig seld á Húsa- vík og eru vitanlega hagkvæmasta lausnin fyrir áhugasamar fjöl- skyldur. ísafjörður hefur fagurt skíðaland Fyrir þá sem vilja bregða sér í stuttar helgarferðir á skíði innanlands koma þrír staðir til greina ef fólk vill bregða sér af höfuðborgarsvæðinu. Það eru Akureyri, Húsavík og fsafjörður. En hinsvegar ef utanbæjarfólk vill bregða sér á skíði fyrir sunnan þá getur það valið á milli Bláfjalla og Skálfells, sem er skíða- svæði KR-inga. Vissulega er líka hægt að bregða sér í Hamragil og á fleiri minni staði. Á ísafirði er mjög gott skíðasvæði og er áhugi heimamanna á skíðaíþróttinni mik- ill. Seljalandsdalur er á stundum kallaður vetrarparadís skíðamanna. Þar er eitt feg- ursta skíðaland sem völ er á. Það nær upp í 620 metra hæð og er aðeins um fjóra kílómetra frá bænum. Aðstaðan til skíða- iðkana þar er mjög góð. Þrjár lyftur þjóna svæðinu. Auðvelt er að komast úr bænum upp í Seljalandsdal því rútuferðir eru daglega. I skíðaskálanum Skíðaheimum er hægt að fá svefnpokagistingu. Setustofa er fyrir gesti með sjónvarpi, og hægt er að fá s'.urtuböð. Á ísafirði er sundlaug, gufubað, gott bókasafn, kvikmyndasýningar og böll um helgar. Svefnpokagistingu er hægt að fá í Skíðaheimum. Skíðaáhugi á ísafirði er geysilega mikill og skíðasvæöi þeirra ísfirðinga er geysilega fallegt. Þegar gott er veður flykkist fólk „upp á Dal“ og hér má sjá að aldur skiptir engu máli þegar skíðaíþróttin er annars vegar. Ungir sem aldnir bregða sér til fjalla, njóta hollrar útivistar og góðs veðurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.