Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984
71
Hinir frægu bandarísku tvíbura-
bræður Steve og Phil Mahre hafa
miklar tekjur af skíðaíþróttinni. Phil
er með sex milljónir króna á ári.
Samt fær hann að keppa sem áhuga-
maður á vetrarólympíuleikunum.
Hverjir eru
atvinnumenn og
hverjir ekki?
Phil Mahre hefur sex milljónir króna í tekjur á ári
Eins og alltaf fyrir Olympíuleika hafa menn deilt mikið um
hverjir eru atvinnumenn í íþrótt sinni og hverjir ekki.
Menn eru ekki á eitt sáttir um hvernig túlka eigi þessar
reglur, en svo virðist sem menn teljist áhugamenn ef þeir setja
auglýsingatekjur sínar á bankabók hjá viðkomandi sambandi í
sínu heimalandi og síðan sér sambandið um að deila þeim pen-
ingum til „áhugamannsins" eftir því sem við á.
Margir „áhugamenn" hafa
miklar tekjur af auglýsingum og
sumir hverjir eru svo mikið
skreyttir með auglýsinum að
þeir minna einna helst á jólatré í
fullum skrúða. Phil Mahre hefur
þannig um sex milljónir króna
árlega fyrir að auglýsa ákveðna
tegund skíðaútbúnaðar. Þessir
peningar eru síðan notaðir til að
kosta ferðalög hans og æfingar
og á meðan það er haft þannig
telst hann áhugamaður.
Ekki alls fyrir löngu dæmdi
Alþjóðaskíðasambandið þau
Stenmark og Wenzel frá keppni
á Ólympíuleikum á þeim for-
sendum að þau væri atvinnu-
menn í íþróttinni. Bæði höfðu
þau þegið peninga fyrir að aug-
lýsa og voru ekkert að fara leynt
með það. Stenmark fær um 45
milljónir króna árlega fyrir
auglýsingar og þar sem hann býr
nú í Mónakó, þar sem hann borg-
ar enga skatta, neitar hann að
láta þessa peninga af hendi til
sænska skíðasambandsins, sem
hefði þó án efa látið hann fá þá
aftur í eins stórum skömmtum
og hann hefði „þarfnast". Wenz-
el sagðist ætla að gefa pen-
ingana sína í sjóð, sem notaður
yrði fyrir landslið Liechtenstein,
en það fannst nefndinni ekki nóg
og hún var einnig dæmd frá
frekari þátttöku í ólympíuleik-
um.
Sovétmenn þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því að þeirra
íþróttamenn teljist atvinnu-
menn, því þar eru flest allir af-
reksmenn skráðir í herinn og
„starfa“ þar á meðan þess er
þörf. Einn leikmaður í íshokkí-
liði þeirra var í desember fyrir
rétti í Svíþjóð, fyrir þjófnað úr
verslun, og þar hélt hann því
fram að hann væri atvinnumað-
ur í íshokkí og þyrfti því ekki að
ræna úr verslunum, þar sem
hann hefði nægar tekjur til að
borga fyrir það sem hann þarfn-
aðist. Þetta er í fyrsta skipti sem
sovéskur íþróttamaður viður-
kennir að vera atvinnumaður, en
hvort það verður til þess að ein-
hverjir verða dæmir frá keppni á
ÓL-leikum skal ósagt látið hér.
Skíðaþjónusta Sportvals, Laugavegi 116, jsímar 26690 og 14390
Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið
Sportval hefur nú opnaö mjög fullkomið verkstæði
þar sem m.a. eftirfarandi viðgerðir fara fram:
Viðgerðir á skíðasólum.
Alsólun.
Slípingar á skíðaköntum.
Berum áburð á skíði.
Yfirförum bindingar.
Víkkum skíðaskó.
Lagfærum skó, t.d. smellur,
bönd o.fl.
Varahlutir í Caber og
Salomonskó.
Talið er nauðsynlegt að yfirtara skíði ð 1 -2 I_
ára fresti, t.d. skerpa kanta, gera við
rispur I sóla.
Skautaskerpingar.
Byssuviðgerðir.
Viðgerð á badmmtonspöðum og
tennisspöðum. Viðgerðir á veiði-
stöngum og veiðihjólum.
VIÐ í SKÍÐAÞJÓNUSTU
SPORTVALS LEGGJUM
MIKLA ÁHERSLU Á
VANDAÐA OG GÓÐA
ÞJÓNUSTU
Skíðaþjónusta Sportvals, Laugavegi 116, símar 26690 og 14390