Morgunblaðið - 15.02.1984, Side 27

Morgunblaðið - 15.02.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 fólk í fréttum + Breski söngvarinn Boy George er vanur því að koma aðdáend- um sínum og öðrum á óvart og hann hefur t.d. oft lýst yfir, að kynlífið sé algert aukaatriði hjá honum. Raunar hefur hann sagt, að hann meti jafnvel karlmenn meira en konur og þess vegna vakti það ekki litla furðu þegar í ljós kom, að í tvö ár hefur hann haft náinn kunningsskap við japanska dansmey, Miko að nafni. „Ég kynntist Miko þegar ég var á ferð í Japan, en hún átti viðtal við mig fyrir rokktónlist- artímarit, sem hún vann fyrir. Það fór strax vel á með okkur og nú erum við oftast saman. Við elskumst ekki mjög oft en and- legir félagar erum við allan sól- arhringinn," segir Boy George. Boy George með Miko, vinkonu sinni. Boy George á japanska ástmey + Danska ljósmyndafyrirsætan Helle hefur nú í ann- að sinn verið valin skemmtilegasta og fallegasta fyrir- sætan í Englandi. Hún hefur búið í London í sex ár og hefur aldrei haft neitt á móti því að vera ljósmynduð allsnakin. „Mér er alveg sama þótt ég sé ekki í nokkurri spjör enda eru ljósmyndararnir allir góðir vinir mínir. Þess vegna er ekki um neinn vandræðagang að ræða,“ segir Helle, sem heitir Kjær að eftirnafni. Julie sem Julie — og Díana. í hálfu starfí sem Díana prinsessa + Julie Woldridge heitir af- greiðslustúlka í stórverslun i London, sem var svo væn að leyfa kunningja sínum, hárgreiðslu- meistara, að nota sig sem módel fyrir alls kyns greiðslur. Einu sinni þegar hann var að reyna nýja greiðslu veitti hann því eftir- tekt, að Julie var eins og lifandi eftirmynd af Díönu prinsessu. Julie er núna bara í hálfu starfi sem afgreiðslustúlka og í hálfu starfi sem Díana fyrir framan ljósmyndavélarnar. Myndirnar eru síðan notaðar í hinum og þess- um auglýsingum. „Að sjálfsögðu er ég ekki í Díönugervinu nema hjá ljósmynd- aranum. Ég kæri mig ekkert um að fólk sé að snúa sér við á götu af þvi að það haldi að Díana sé þar á ferð," segir Julie. Julie býst ekki við að geta grætt lengi á „Díönumyndinni" en tals- maður Buckingham-hallar segir hins vegar, að ekkert verði gert til að stöðva tvffarann.------------ kíöa- fatnaður fyrir svigiö FRA idi Ln -(Quitúá. AUSTUR- RÍKI Vorum að taka upp Skíðasam- festinga á dömur. Stærðir 38—44. Litir: Dökkblátt — Ljósblátt — Grátt Dökk- rautt. Verð 3.630,- Skíðaúlpur á unglinga, dömur og herra. Margir litir. Verð 2.562,- Skíðastretsbuxur. Litir: Dökkblátt — Rautt — Grátt — Milliblátt. Verð: 116/128 1.495,- 140/152 1.995,- 164/176 2.150,- Skíðathermo- stretsbuxur. Str. 48-56.2 litir. SPORTVÖRU B Ú Ð I N ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555. m m c luri . íi r ‘ 11 Jti ■ f It MeisöluHcid á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.