Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 10

Morgunblaðið - 24.02.1984, Síða 10
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 FERDIR Feröafélagiö: Öku- og gönguferð Feröafélagið fer á sunnudaginn í tvær feröir. Sú fyrri, kl. 10.30, er skíöagönguferö, þar sem gengiö veröur frá Hellisheiöi aö Hrómund- artindi og til baka. Seinni feröin er öku- og gönguferö, sem hefst kl. 13.00. Ekiö veöur aö Svartsengi, Bláa lóniö skoöaö og reynt af þeim sem vilja, annars er ganga á Sýl- ingarfell og Hagafell, skammt frá Svartsengi. Brottför frá Umferö- armiöstööinni. Útivist: Skíðaganga Útivist fer kl. 11.00 á sunnu- dagsmorgun í skíöagönguferö, þar sem gengiö verður frá Bringum um Seljadal aö Hafravatni. Sama dag kl. 13.00 veröur síöan ganga á Reykjaborg og um Hafrahlíð aö Hafravatni. Brottför er frá bensín- sölu BSÍ. SAMKOMUR Hótel Esja: Höfundar lesa úr verkum sínum Félag islenskra rithöfunda efnir til skemmtifundar aö Hótel Esju á sunnudag. Á fundinum lesa ís- lenskir höfundar úr verkum sínum, þeir Ásgeir Hvítaskáld, Gunnar Dal, Hrafnhildur Valgarösdóttir, Indriöi Indriöason, Indriöi G. Þorsteinsson, Óskar Aöalsteins- son og Pjetur Hafstein Lárusson. Fundurinn hefst kl. 14.00 og veröur hann í Skálafelli, á níundu hæö hótelsins. Noröurljós: Langt borta och nara Kvikmyndaklúbburinn Noröur- Ijós er aö nýju kominn í fullan gang og veröur næsta sýning í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17.00. Þar verður sýnd sænska myndin Langt borta och nára, gerö 1976 af Mari- anne Ahrne. Myndin gerist á geösjúkrahúsi, segir af ungri starfsstúlku sem veröur ástfangin af sjúkling, sem ekki talar vegna sálrænna truflana. Hrafninn flýgur Hrafninn flýgur, yngsta íslenska kvikmyndin til þessa, veröur sýnd á öllum sýningum í Háskólabíói um helgina. Myndina geröi Hrafn Gunnlaugsson, en í aöalhlutverk- um eru m.a. Helgi Skúlason, Edda Björgvinsdóttir, Jakob Þór Ein- arsson, Flosi Ólafsson og Egill Ólafsson. Vindarnir sjö í MÍR í MÍR-salnum veröur á sunnu- dag kl. 16.00 sýnd sovéska kvik- myndin Vindarnir sjö, gerö af S. Rostotskí. Myndin er frá árinu 1962. Hún er sýnd meö ensku tali. Norræna húsiö: La Celestina Spænska kvikmyndin La Celest- ina verður sýnd í Norræna húsinu kl.20.30 á þriöjudagskvöld. Er sýn- ingin á vegum spænskudeildar Hl og spænska sendiráösins. Myndina geröi C.F. Ardavin 1969 og byggir hún á 15. aldar samnefndri tragikomediu Fer- nando Rojas um unga aöalsmann- inn Calixto. Hann er ástfanginn af hinni fögru Melibeu sem sýnir hon- um engan áhuga. Leitar hann i ör- væntingu til Celestinu, gamallar kerlingar, sem vinnur fyrir sér meö hjónamiölun og tilheyrandi ráöa- bruggi. LISTSÝNINGAR Nýlistasafniö: Verk í eigu safnsins j Nýlistasafninu viö Vatnsstig stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins, en þaö hefur starfaö í sex ár. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Gunnar Árnason, Sigurö og Krist- ján Guömundssyni. Árna Ingólfs- son, Magnús Pálsson, Rósku, Arn- ar Herbertsson og fleiri. Aöallega eru sýnd stór málverk og skúlptúr- ar. Sýningin er opin daglega frá kl. 16—22 og hefur henni nú veriö framlengt til fjóröa mars. Listmunahúsíð: Verk Þorvalds Skúlasonar Sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar stendur yfir í List- munahúsinu viö Lækjargötu og er þetta síðasta sýningarhelgi. Á sýn- ingunni eru um fjörutíu myndir, unnar meö blandaðri tækni, tússi, þekjulitum og krít. Sýningin veröur opin um helgina frá kl. 14—18. Henni lýkur þann 26. febrúar. LEIKHÚS Barnaleikhúsiö Tinna: Nátttröllið Nátttrölliö nefnist leikrit sem barnaleikhúsiö Tinna frumsýnir á sunnudag kl. 15.00 í Tjarnarbæ. í leikritinu, sem er eftir Ragnheiöi Jónsdóttur, eru níu börn í aöalhlut- verkum, en alls taka um 20 börn þátt í sýningunni. Stúdentaleikhúsið: Jakob og meistar- inn í síðasta sinn Stúdentaleikhúsiö sýnir nú um helgina tvær sýningar á leikriti Tékkans Milan Kundera, Jakob og meistarinn. Veröa þaö allra síöustu sýningar á leikritinu. Fyrri sýningin veröur á miönætti í kvöld, föstudag, og hefst hún kl. 23.30. Síöasta sýningin verður síö- an á mánudagskvöld kl. 20.30, báöar í Tjarnarbæ. Leikstjóri er Sigurður Pálsson, en á fjóröa tug manna taka þátt í sýningunni og eru aöalhlutverkin i höndum Helga Björnssonar og Arnórs Benónýs- sonar. Aukasýningar veröa ekki á verkinu. Leikfélag Kópavogs: Óvæntur gestur Sakamálaleikrit Agöthu Christie, Óvæntur gestur, veröur sýnt hjá Listmálarinn Jón Engilberts Listasafn ASÍ: „Myndir úr líffi mínu“ — verk Jóns Engilberts Myndir úr lífi mínu er yfir- skrift sýningar á verkum Jóns Engilberts sem opnuö veröur í Listasafni alþýöu viö Grensás- veg á morgun. Myndir úr lífi minu eru röö mynda sem listmálarinn lét eftir sig þegar hann lést í febrúar 1972. Flestar eru myndirnar unnar meö olíukrít og haföi málarinn gengiö þannig frá þeim aö hann ætlaöi þær aug- Ijóslega til sýningar. Nokkrar myndanna hafa veriö sýndar í Norræna húsinu, en frú Tove, ekkja málarans, hefur varöveitt þær síöan. Á sýningunni eru 78 myndir úr myndaröðinni, auk 30 teikn- inga frá eldri tíma. Flestar myndirnar málaöi Jón á árun- um 1954—66 og eru viðfangs- efnin bibliuleg, þjóösagnaleg og persónulega minningabund- in. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin stendur til 18. mars og veröur hún opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 16.00—20.00. Um helgar er hún opin frá kl. 14.00 til 22.00. Ein dönsku Ijósmyndanna á sýningunni. Gerðuberg: Skandinavískar Ijósmyndir „Allir vilja eignast barn, en enginn ungling," er yfirskrift norrænnar Ijósmyndasýningar sem opnuö veröur í Menning- armiöstööinni Geröubergi á morgun, laugardag. Á sýningunni eru myndir tíu ungra Ijósmyndara frá Finnlandi, Svíþjóö, Danmörku og Noregi. Eru myndirnar teknar af ungling- um þessara landa, sérstaklega þeim sem eru undir einhvers konar þrýstingi. M.a. eru myndir úr lífi pönkara, unglinga í fang- elsum og fleira. Er ísland fjóröa Noröurlandiö sem sýningin fer til. Sýningin stendur til 11. mars og veröur hún opin frá kl. 14.00 til 18.00 frá föstudögum til sunnudags og aöra daga frá kl. 16.00—22.00. Leikfélagi Kópavogs í þriöja sinn á morgun, laugardag, kl. 20.30. Leikstjóri er Pétur Einarsson, en leikritiö er í íslenskri þýöingu Helgu Haröardóttur. Leikfélagiö sýnir ennfremur fjöl- skyldugamanleikinn Gúmmí- Tarsan á sunnudag kl. 15.00. Er þaö 33. sýning og sú næstsíöasta. Sýningarnar eru báöar í Félags- heimili Kópavogs. L.A.: Súkkulaðið og My Fair Lady Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld og á laugardagskvöld söngleikinn My Fair Lady. Veröa þaö 50. og 51. sýning og aö öllum líkindum þær síöustu. Súkkulaöi handa Siiju, leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, veröur sýnt í Sjallanum á sunnudags- kvöld. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, en höfundur breytti leikritinu aö nokkru fyrir „norö- lenskar" aöstæöur og í samræmi viö umhverfið í Sjallanum. í hlut- verkum mæögnanna eru þær Sunna Borg og Guölaug María Bjarnadóttir, en auk þeirra taka sjö aörir leikarar þátt í sýningunni. Flugleiöir og feröaskrifstofurnar bjóöa upp á „leikhúspakka" til Ak- ureyrar. Þjóöleikhúsið: Amma þó, Sveyk og Skvaldur Amma þó, nýtt barnaleikrit Olgu Guörúnar Árnadóttur, sem frum- sýnt var sl. miðvikudag, veröur sýnt í Þjóöleikhúsinu á laugaraag og sunnudag kl. 15.00. Í leikritinu, sem fjallar í stórum dráttum um ævintýralega fjöl- skyldu í Reykjavík nútímans og ömmu sem aldrei deyr ráðalaus, taka þátt 11 leikarar, þau Herdís Þorvaldsdóttlr, Edda Björgvins- dóttir, Gísli Guðmundsson, Jón S. Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Siguröur Skúlason, Erl- ingur Gíslason, Helga E. Jónsdóttir og Árni Tryggvason. Leikstjóri er Þórhallur Sigurösson, leikmynd og búningar í höndum Messíönu Tómasdóttur. Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni, leikrit Bertolt Brecht um góöa dáta Haseks veröur sýnt í kvöld. Er uppselt á þá sýningu. Sjöunda sýning veröur á sunnudagskvöld. Fjöldi leikara tekur þátt í sýning- unni en i hlutverki Sveyk er Bessi Bjarnason. Gamanleikurinn Skvaldur veröur siöan sýndur í 40. sinn á laugardagskvöld, kl. 20.00 og 23.30. L.R.: Fjögur leikrit um helgina Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld, föstudag, leikrit Brendan Behans, Gísl, meö þau Gísla Hall- dórsson, Margréti H. Jóhannes- dóttur, Jóhann Siguröarson, Guö- björgu Thoroddsen og Hönnu Mariu Karlsdóttur í aöalhlutverk- um. Á laugardagskvöld veröur sýn- ing á bandaríska leikritinu Guö gaf mér eyra meö Sigurö Skúlason og Berglindi Stefánsdóttur í aöalhlut- verkum. Miðnætursýning verður einnig annaö kvöld í Austurbæj- arbíói á franska gamanleiknum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.