Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 5

Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 53 Málefni aldraðra III____________________________I>órir S. Guðbergsson „Hugur og hönd þrosk- ast við hæfilega þjálfun“ „Auðsætt er að þjálfun og hófsemi megna að tryggja ellinni hluta af þrótti liðinna ára ... En ekki nægir að hlúa að líkamanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þær dvína einnig með aldrinum eins og ljós á lampa er honum er eldsneytis vant.“ (Cicero) Félagsmálastofnun Reykja- víkur rekur nú öflugt félagsstarf á 4 stöðum í borginni, en auk þessa er rekin félagsstarfsemi fyrir aldraðra í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi og dag- vistun fyrir aldraða í þjónustu- íbúðunum við Dalbraut, hvort tveggja á vegum Reykjavíkur- borgar. Höfuðmiðstöð félagsstarfs aldraðra er á Norðurbrún 1. Áð- ur hafði starfið verið rekið á ýmsum stöðum m.a. á Hall- veigarstöðum við Túngötu og í félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg, Tónabæ o.fl. stöð- um. Þegar íbúðir aldraðra voru teknar í notkun á Norðurbrún 1, 1972, var ákveðið að þjónustu- deild með félagsstarfi yrði rekin í kjallara hússins enda yrði þá létt á erfiðleikum starfsmanna sem sífellt þurftu að vera á hött- unum eftir leiguhúsnæði sem hentaði misjafnlega vel. Félagsstarfið í Norðurbrún hófst svo skömmu síðar þó að allur kjallarinn væri ekki tekinn í notkun samtímis. Forstöðu- maður félagsstarfsins, Helena Halldórsdóttir, sem áður hafði haft skrifstofu í Tjarnargötu 11, fluttist nú í Norðurbrún og hafði eins og áður yfirumsjón með daglegum rekstri félagsstarfs- ins. Með bættum möguleikum og betri aðstöðu var svo reynt að fitja upp á ýmsum nýjungum, reynslan borin saman við ná- grannaþjóðir okkar og reynt að vega og meta hvað væri þýð- ingarmest miðað við aðstæður aldraðra í Reykjavík. Félagsstarfið í Norðurbrún 1 Félagsstarf í Norðurbrún er nú þróttmikið og daglega opið frá kl. 9.00—17.00. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma: 86960. Nær daglega er hringt í Norð- urbrún eða á deild Félagsmála- stofnunar sem hefur málefni aldraðra á sinni könnu til þess að fá upplýsingar um það fyrir hvern félagsstarfið sé, hvort all- ir megi koma, hvað sé um að vera, hvort annað hjóna megi vera yngra en 67 ára eða önnur systra o.s.frv. Eftir því sem félagsstarfið eykst í borginni og ýmiss konar öldrunarþjónusta veitist á æ fleiri sviðum og af fleiri aðilum verður nauðsynlegt að kynna málefni aldraðra vel meðal borg- arbúa, en eins og sakir standa eru allar upplýsingar veittar í félagsstarfinu að Norðurbrún 1 eins og áður sagði en jafnframt að Lönguhlíð 3 og í Furugerði 1. Félagsstarf aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar er fyrir alla Reykvíkinga 67 ára og eldri (og jafnvel þótt annað hjóna sé yngra). Það er rekið til þess að mæta ákveðinni þörf aldraðra fyrir aukna tómstundastarfsemi og félagslega samveru og býður upp á þjónustu og starfsemi eins og: smíði, föndur, leðurvinnu, leirmunagerð, leikfimi, bókaút- lán, félagsvist, böðun, hársnyrt- ingu, fótsnyrtingu, teiknun og málun og þannig mætti lengi telja og má þá ekki gleyma gömlu dönsunum í Norðurbrún sem eru síðasta fimmtudag hvers mánaðar og sundnám- skeiðunum í Sundhöllinni. Forstöðumenn og starfsmenn félagsstarfsins vilja gjarna heyra meira frá þátttakendum um þarfir þeirra og þörf á breyt- ingum. Aldraðir þurfa að eiga meira frumkvæði, starfið og þjónustan er fyrir þá fyrst og fremst. „Auðsætt er að þjálfun og hóf- semi megna að tryggja ellinni hluta af þrótti liðinna ára ... Vér hljótum að sporna við ellinni, og andæfa slíku böli með ráðum og dáð, ellihrumleik á sama hátt og sjúkdómum, gsta heilsu vorrar af kostgsfni, iðka hsfilega þjálfun, neyta ekki meiri matar né drykkj- ar en svo að kraftarnir haldist en dofni ekki. En ekki nsgir að hlúa að líkamanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þsr dvína einnig með aldrinum eins og Ijós á lampa ef honum er eldsneytisvant. Hugur og hönd þroskast við hsfdega þjálfun. Sá er þó munur á að líkaminn þreytist við áreynslu, en andinn fjörgast og hressist þegar honum er beitt.“ (Cicero: „Um ellina**.) Eygló Huld Jónsdóttir, 9 ára, vann utanlandsferð í bingói. Egilsstaðir: „Eg ætla að gefa mömmu viiniinginn“ — segir Eygló Huld, 9 ára stúlka, sem vann utanlandsferð í bingó-spili Egilsstöðum, 15. mars. Ferðaskrifstofan Útsýn gekkst fyrir sérstakri ferðakynningu í V’alaskjálf hér á Egilsstöðum nú fyrir skemmstu. Þar komu fram ýmsir þekktir skemmtikraftar auk þess sem spilað var bingó og voru vinningarnir ekki af verri endanum: Tvær utanlands- ferðir og helgarferð til Reykjavíkur. Við náðum tali sem snöggvast af einum vinningshafanum, Eygló Huld Jónsdóttur, 9 ára stúlku úr Fellabæ, sem vann aðrs utanlands- ferðina. „Ég hef aldrei komið til útlanda," sagði Eygló Huld, „og varla fer ég að fara ein núna. Ætli ég gefi mömmu bara ekki vinninginn." Heldurðu að hún þori að fara ein til útlanda? „Ætli pabbi fari nú ekki með henni. Svo fer ég bara einhvern tíma seinna sjálf þegar ég er orðin stór. Kannski vinn ég þá aftur utanlands- ferð í bingói,“ sagði Eygló Huld að lokum. _ ()|afur LAUNAIM Með reg/ubundnum viðskiptum fara hiutirnirað rúlla Launalánakerfíð er traustur bakhjarl sem getur rúllað fjármálunum yfir erfiðleikatíma - það er bæði hagkvæmt og öruggt fyrirkomulag. Með því að láta greiða (eða gera það sjálf(ur)) laun þín, tryggingabætur eða aðrar reglubundnar greiðslur inn á reikning í Verzlunarbankanum, geturðu sjálfkrafa gengið að öruggu láni þegar þér best hentar. Hærri Launalán. Upphæðir Launaláns hafa nú verið hækkaðar: eftir 3ja mánaða viðskipti kr. 20.000.- eftir 6 mánaða viðskipti kr. 30.000.- eftir 12 mánaða viðskipti kr. 40.000.- eftir 18 mánaða viðskipti kr. 50.000.- Leitaðu upplýsinga og fáðu bækling í næsta Verzlunarbanka V/€RZLUNRRBRNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vamsnesvegi 13, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laueavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miðbænum AUK hf. Auglysingastofa Kristínar 43.61

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.