Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 57 Freddie Laker hóf að bjóða sín 135 dollara-fargjöld (3.980 ísl. kr.), hin ótrúleKa lágu fargjöld milli Bretlands og Bandaríkj- anna, og varð á svipstundu nokk- urskonar þjóðhetja í báðum iönd- unum. Og það er enn styttra síð- an, eða í ársbyrjun 1982, að hann neyddist til að hætta rekstri og viðurkenna að það væri meira en að segja það að reka flugfélag á Atlantshafsleiðinni þar sem hagnaðarvonin er takmörkuð og gróðinn ekki auðunninn. 1 júní sl. virtist mörgum sem sama sagan ætlaði að endurtaka sig þegar PE byrjaði að fljúga á leiðinni New York-London fyrir aðeins 149 dollara (4.400 ísl. kr.). Félagið leigði B-747/200-breið- þotu af Braniff-þrotabúinu og flaug fimm ferðir í viku sl. sumar og hefur flogið fjórar í viku nú í vetur. Strax datt fólki í hug vandræði Lakers, en það er rétt að geta þess að þau stöfuðu ekki af þeirri hugmynd að bjóða ódýr fargjöld heldur fyrst og fremst af gífur- legri fjárfestingu í nýjum flugvéi- um þegar erfiðir tímar voru í efnahagsiífinu og ljóst að hagnað- urinn var ekki nægur til að standa undir þessum fjárfesting- um. Möguleikar PE til að ná fót- festu á þessum grimma markaði eru að öllum líkindum meiri. Fé- lagið ieigir vélar í stað þess að kaupa, viðskiptaiögmál eru látin ráða en ekki draumar, og ioks hef- ur það blómlegt innanlandsflug í Bandaríkjunum sem bakhjarl. Talsmenn PE sögðu þegar Atl- antshafsflugið hófst að það þurfti 70% sætanýtingu til að standa undir öllum kostnaði. Því miður er flugsíðunni ekki kunnugt hvernig sætanýtingin hefur verið í vetur, en sá árstími er venjulega mjög erfiður á þessari flugleið. Sagan sýnir að á sumrin, frá miðjum maí og næstu fjóra mán- uðina eru allar flugvélar svo gott sem fuliar, en hina átta mánuðina dragast flutningarnir mjög mikið saman. Samkv. leigusamningnum við Braniff hefur verið gert ráð fyrir þessu: Braniff-flugvélin er leigð fyrir 50 þús. dollara (tæpl. 1,5 millj. ísl. kr.) á mánuði eftir að háannatímanum lýkur í septem- ber, en með hækkandi sól og fjölg- un farþega fimmfaldast leigan og verður 250 þús. dollarar á mánuði (tæpl. 7,4 millj. ísl. kr.). Líklega hefur veturinn þá ekki verið þungur í skauti því eins og fram hefur komið hyggst PE færa út kvíarnar og bæta við þremur breiðþotum á N-Atlantshafsleið- ina. Almennur efna- hagsbati hættu- legur fyrir PE Það kann að virðast fjarstæða, en ein aðalhættan sem PE kann að standa frammi fyrir er áfram- haldandi efnahagsbati í Banda- ríkjunum og Evrópu sem aftur mundi leiða til betri fjárhags- stöðu samkeppnisflugfélaganna. Svo framarlega sem þau eru rekin með tapi munu þau hika við að heyja blóðugt fargjaldastríð við PE nema á flugleiðum sem eru þeim lífsnauðsynlegar. En við- horfin kynnu að breytast þegar og ef sjóðirnir taka að gildna. Blómaskeið Lakers og uppgang- ur PE hefur kennt flugfélögunum að farseðlasala er í raun eins og hver önnur smásöiuverslun. I matvöruversluninni er t.d. rúm fyrir dýru sérverslanirnar, stór- makaðina og kaupmanninn á horninu. Það sama gildir um flugfélögin. Tímarnir hafa breyst mikið frá því að atvinnuflugið var ævintýri bæði fyrir farþegana og flug- mennina og stóru flugfélögin uxu sem hraðast. Núna hafa ný flugfé- lög eins og PE gert flugið að jafn einföldum hlut eins og að stíga upp í strætisvagn. (Heimildir: Kconomist, Airline Exe- cutive, Flight ok New York Times.) Vinningshafar á Skákþingi Fljótsdalshérads. F.v.: Björn Jónsson, Stefán Guðjónsson og Sverrir Unnarsson. Sw 1 Frá Skákþingi Fljótsdalshéraðs. Björn Jónsson varð skák- meistari Fljótsdalshéraðs etjilsstöðum, 15. mars. í GÆR lauk í Valaskjálf Skákþingi Fljótsdalshéraðs er Taflfélag Egils- staða gekkst fyrir. Björn Jónsson frá Egilsstöðum, nemandi í Alþýðuskól- anum á Eiðum, varð efstur kepp- enda með 4 vinninga og hlaut sæmd- arheitið skákmeistari Fljotsdalshér- aðs 1984 auk verðlaunapenings úr gulli. Alls voru þátttakendur á skákmóti þessu 10 talsins og voru 5 umferðir tefldar eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartími á skák voru 30 mínútur. Eins og fyrr segir varð Björn Jónsson efstur, en hann varð skólaskákmeistari Austurlands 1983, næstir honum komu svo tveir skólafélagar hans frá Eiðum, Stefán Guðjónsson og Sverrir Unnarsson. Þeir voru báðir með 3Vfe vinning — en Stefán hreppti 2. sætið á stigum. Yngsti þátttakandi á skákmót- inu, Oli Grétar Sveinsson, 12 ára, hlaut sérstaka viðurkenningu. Að sögn forvígismanna Taflfélags Eg- ilsstaða er ætlunin að efna til slíks skákþings árlega. Taflfélag Egilsstaða hefur starfað ötullega að undanförnu. Vikuleg tafikvöld félagsins hafa að jafnaði sótt um 10—12 manns. Formaður Taflfélags Egilsstaða er Guðmundur Ingvi Jóhannsson. — Ólafur W* peningar fl*ða ekk, um oll I' CKS&rsrMI t vi n***1 •siSimMmk Staðgreiðsluverð kr.488.-pr.m2af rúllu. VESTURGÖTU 2 ff S:22090 ÁLAFOSSBÚÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.