Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 10

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Um íslendinga, útlend- ingahatur og ofeóknir — eftir Þorvald Friðriksson Sinna verka nýtur seggja hverr sæll er sá, er gott gerir. (úr Sólarljóðum) Af misþyrmingum, pyntingum og fjöldamorðum berast fregnir annað veifið utan úr heimi. Ódæð- in eru framin víðsvegar um heim, hvort heldur það er í flóttamanna- búðum Palestínumanna í Líbanon, í E1 Salvador eða Afganistan. Fórnarlömbin eru yfirleitt varn- arlaust fólk, menn, konur og börn. Litlu máli skiptir hvort hlut eiga að máli svokallaðar sið- menntaðar þjóðir á vestrænan mælikvarða, eða ekki. Gleggsta daémið um það er að einhver al- ræmdustu voðaverk þessarar teg- undar voru framin af Þjóðverjum á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Þó hafa Þjóðverjar verið í fararbroddi á flestum sviðum menningar og mennta, hvað varð- ar raunvisindi, bókmenntir, heim- speki og guðfræði. Það hefur löngum ríkt nokkur skinhelgi yfir okkur Islendingum, í augum okkar sjálfra, í þessu sambandi. Við höfum engan her, við heyjum ekki stríð, við ölum ekki á kynþáttafordómum, ofsækjum ekki minnihlutahópa og fremjum engin fjöldamorð. Ein- faldar skýringar eru á þessu. ís- lendingar eru með fámennustu þjóðum heims, íslenskur her væri gagnslaus og í landinu eru engir minnihlutahópar, sem hægt er að ofsækja. Nafnakúgun Óvíða ríkir meiri þjóðarremba og afturhaldssemi en hjá okkur ís- lendingum, nægir þar að nefna ís- lensku nafnalöggjöfina. Með þeirri löggjöf er erlent fólk, sem flyst til íslands, rænt sinu eiginnafni, það fær ekki að heita því nafni, sem það er skírt og/eða hefur heitið alla æfi, nafninu, sem það hefur lifað með og sem bundist hefur persónu hvers og eins. Nei, það verður að taka upp nýtt nafn, sem geðjast löggjafanum. Slíkar aðfar- ir þekkjast ekki í öðrum löndum og eru eflaust skýrt brot á mann- réttindum. Væri Islendingum, sem fara til annarra landa, boðið slíkt, þætti það eflaust beiskur biti að kyngja. Að ræna mann nafni er mjög alvarlegur hlutur, þar em nafn hvers og eins er hluti af sjálfs- ímynd hans. Þetta vissu þræla- haldarar Norður-Ameríku forð- um. Þvf fengu hinir afrísku þrælar þeirra ekki að halda nöfnum sfn- um, heldur fengu þeir ýmis ný nöfn, allt eftir duttlungum eigend- anna, eins og við gefum búpeningi nöfn að geðþótta, Huppa, Skjalda o.s.frv. Þetta var gert til þess að niðurlægja og brjóta niður sjálfs- virðingu þessa fólks. Fangar hafa oft verið rændir sjálfsvirðingu á sama hátt og fá þá númer í stað nafna. Þessi lög hafa ekkert að gera með varðveislu íslensks máls eða menningar. Þvert á móti gæti það orðið vítamínsprauta fyrir staðn- aða og hugmyndasnauða nafna- hefð okkar, að fá einhver ný falleg nöfn, því fleiri nöfn eru sæmandi :óðu fólki en Guðmundur, Jón, lafur og Sigurður. Hver og einn getur sannfærst um hugmynda- deyfð íslenskra mannanafna með því að líta í simaskránna. Hin þröngsýna nafnalöggjöf gengur út á það, að enginn má heita öðru nafni en því, sem lætur gamalkunnugt og helst norrænt í mosavöxnum eyrum löggjafans. „Fjöldamorð á saklausu fólki vekja óhug í hug- um flestra, en fáum dettur í hug að slíkt geti gerst við okkar eigin bæjardyr hér heima á íslandi, en það hefur nú reyndar gerst.“ Hefðu þessi nafnalög verið við lýði á fyrstu öldum byggðar í landinu, þá hefðu mörg manna- nöfn af keltneskum uppruna ekki fengið að þrífast á íslandi, t.d. Njáll, Kjartan og Brjánn. Hvers vegna er víetnömsku bátaflótta- mönnunum ekki leyft að halda nöfnum sínum?, þau eru ekki ljót- ari en hver önnur, en í þeim liggur menningarsaga, sem ástæðulaust er að þurrka út. íslenskur þjóðstofn Upp af hinu slétta yfirborði sjálfumgleði og þjóðrembu skýtur einstöku sinnum upp ómenguðu kynþáttahatri. í hittifyrra, nánar tiltekið 21. ágúst 1982, birtist hér f Morgunblaðinu fréttatilkynning um stofnun félags til varðveislu íslensks þjóðstofns, eins og það er orðað. Tilgangur félagsins er m.a. „að beita sér fyrir að hafið verði skipulegt viðnám gegn lítt tak- mörkuðum innflutningi fólks af óskyldum kynstofnum til landins". Að þessari fréttatilkynningu stóðu nafngreindir menn úr Ár- nessýslu og Kópavogi. Auðvitað er svona uppákoma þess eðlis, að hún er vart svara verð, því kannski stofna þessir menn félag bara út úr leiðindum eða ónógri hollri frí- stundaiðju? En þó er líklegra að stofnun þessa félags endurspegli lífsskoðanir einhverra íslendinga og er auk þess í fullu samræmi við þá þróun, sem orðið hefur í flest- um löndum Vestur-Evrópu, að kynþáttahatur hefur í æ grófari myndum komið upp á yfirborðið í kjölfar versnandi efnahags- ástands og atvinnuleysis. En hvað er þá íslenskur þjóð- stofn? Gaman væri að fá að vita það. Eru það þeir menn, sem tala íslensku? íslensku geta nú reynd- ar flestir lært á sama hátt og við lærum ensku, dönsku og önnur mál. Svo erfitt er líklega að tak- marka þjóðstofninn við mála- kunnáttu. Eða er átt við fólk, sem hefur viss ytri einkenni t.d. ljós- hærðir, bláeygir og hávaxnir? Hvað yrði þá um þá, sem eru dökkhærðir og bláeygir og/ eða brúneygir, og/ eða lágvaxnir? Það yrði líklega að taka öll þessi ein- kenni með svo að allir íslendingar fengju að vera með í þjóðstofnin- um og um leið geta flestir jarð- arbúar fallið undir þessa þjóð- stofnsskilgreiningu. Eða er hér kannski átt við hör- undslit? Getur íslendingur ekki verið svartur? Flestir íslendingar fara til sólarlanda til þess að verða brúnir og sumir verða dökkbrúnir. Þá vakna spurningar, hversu brún má manneskja vera til þess að fá að koma inn í landið? Er Ijósbrúnn Islendingur betri en dökkbrúnn? Eru viss ytri einkenni æskilegri á þjóðarstofninum en önnur? Ég held að hverjum heilvita manni sé ljóst, að svona bull er ekki svara vert. Annað mál er það, að nasistar Þýskalands gerðu sér miklar vonir um að finna á íslandi ómengaðan hinn svokallaða „ar- iska rasa“, en þeir urðu fyrir vonbrigðum og sendiherra þeirra á íslandi, Gerlach, varð að til- kynna yfirmönnum sínum, að hann fvndi ekki þetta guðsútvalda fólk á Islandi. Það er alkunna að íslenska þjóð- in er til orðin við samruna fólks frá ýmsum löndum, eins og verður við fólksflutninga til lfttnumdra landa. Bandaríkjamenn eru t.d. þjóð, sem er uppsprottin úr slíkri deiglu þjóðarbrota og er augljóst að ríkt menningarlíf bókmennta og lista í Bandaríkjunum býr að þeim fjölbreytta menningararfi, sem þjóðin á. Á sama hátt nýtur íslensk menning þess, að vera ekki ein- göngu sprottin úr norskri afdala- menningu, heldur einnig úr menn- ingu frá öðrum löndum t.d. Sví- þjóð, Danmörk og Bretlandseyjum og ekki síst úr hinni ríku bók- mennta- og listhefð Kelta. Þetta telja margir skýringuna á þvf, að svo blómleg bókmenntamenning þróaðist hér á miðöldum, en hvergi annars staðar á Norður- löndum. Islendingar eru fáir og voru um aldir einangraðir frá öðrum þjóð- um, en blessunarlega hafa menn- ingarstraumar frá öðrum löndum náð til landsins. Oft í seinni tfð hafa þessir straumar borist með erlendu fólki, sem hefur sest hér að og göfgað íslenska menningu á mörgum sviðum. Mýmörg dæmi mætti nefna um þetta t.d. úr myndlistar- og tónlistarlífi lands- manna. Það er augljóst mál að þetta fólk er ekki verri Islend- ingar en þeir menn úr Árnessýslu og Kópavogi, sem vilja blása f glæður útlendingahaturs. Fólk á flótta Dæmi um kynþáttafordóma ís- lendinga eru sem betur fer ekki mörg, en þó þarf ekki að blaða lengi í blöðum sögunnar til þess að finn þau. Einhver ákvæði munu hafa ver- ið í samningi íslendinga við Bandaríkjamenn, á þá lund að á Keflavíkurflugvelli skyldu aldrei vera hörundsdökkir hermenn. Er gyðingaofsóknirnar stóðu yf- ir á valdatímum nasista í Þýska- landi var Helgi P. Briem sendi- ráðsritari í Berlín. Margir gyð- ingar leituðu til sendiráðs Islands undan morðingjum sfnum og báð- ust hjálpar, en þeir fóru í geitar- hús að leita ullar. Helgi P. Briem segir svo frá að hann hafi haft skýr fyrirmæli frá rfkisstjórn ís- lands um að veita engum gyðing- um vegabréfsáritun hingað. Ein- um nauðstöddum manni og fjöl- skyldu hans gat Helgi P. Briem þrátt fyrir þetta hjálpað, en allir hinir voru lokaðir úti til að deyja drottni sínum í einum hroða- legustu fólksmorðum sögunnar. Þessi tengsl Islendinga við útrým- ingar nasista eru kannski ekki mikil, en þau eru dæmi um hvern- ig menn bregðast við á örlaga- stundu. Fjöldamorð á saklausu fólki vekja óhug í hugum flestra, en fáum dettur f hug að slíkt geti gerst við okkar eigin bæjardyr hér heima á íslandi, en það hefur nú reyndar gerst. Myrtir skip brotsmenn Það var aðfaranótt 21. septem- ber 1615 að þrjú spænsk hvalveiði- skip fórust úti fyrir Strandasýslu, í aftakaveðri, stórhríð og haffs- reki. Skipstjórar á þessum skipum voru Stephan de Tellaria, Pedro de Argvirre og ungur maður að nafni Martein de Billa Franca. Flestir skipbrotsmanna komust lífs af til lands, alls voru það 88 menn. Tvær skipshafnir héldu til Pat- reksfjarðar. En það átti ekki fyrir Martein de Billa Franca og skip- verjum hans að liggja að ná aftur til heimkynna sinna og ástvina. Þeir héldu til ísafjarðardjúps og Dýrafjarðar, alls um 30 skip- brotsmenn, þar voru þeir myrtir af fslendingum, þar var fremstur í flokki Ari sýslumaður Magnússon í Ögri. Margir skipbrotsmenn voru drepnir að næturþeli í sjóbúð einni í Dýrafirði. Fimm skipbrots- menn voru myrtir í Æðey, flestir voru stungnir sofandi f rúmum sínum og líkum þeirra síðan fleygt í sjóinn. Liðsmenn Ara í ögri náðu Marteini skipstjóra og 13 skip- verjum hans á Sandeyri á Snæ- Myndin er af nokkrum fórnarlömbum stjórnar kommúnista í Kampútseu. Þeir settu alla þjóðina í þrælabúðir og myrtu milljónir manna, m.a. var það dauðasök, að kunna að lesa. Fjöldamorð í heiminum hafa í gegnum tíðina oftast verið unnin í nafni hugmyndafræði ýmiss konar, trúarbragða eða guðlausra heimspeki- og/eða hagkerfa, Ld. fasisma, marxisma, eða þá í nafni ættjarðarástar. fjallaströnd. Marteinn komst und- an á sundi, eftir að böðlar hans höfðu svikið gefin grið, en var elt- ur á báti og grýttur, síðan fluttur til lands og kviðristur. Svipaða meðferð fengu félagar hans. Líkin voru sfðan afklædd og sökkt í sjó- inn, en morðingjarnir skiptu blóðidrifnum fötum þeirra á milli sfn. I liði Ara, sem framdi þetta ódæði, voru 3 prestar, m.a. þeir séra Jón Grímsson í Árnesi og séra Jón Þorleifsson prestur á Stað á Snæfjallaströnd. Eftir því sem komist verður næst voru ástæður þessara ofbeld- isverka einkum þær, að spænsku hvalveiðimennirnir höfðu átt vin- samleg viðskipti við íslendinga í óþökk Danakonungs, sem þá hafði komið hér á verslunareinokun. Ari sýslumaður í Ögri virðist hafa verið sérlega þægt verkfæri í höndum danskra yfirvalda og þvf framið morðin til þess að geðjast húsbændum sínum, en þeim bændum á Vestfjörðum, sem neit- uðu að taka þátt í morðunum, hót- aði hann þungum refsingum. Ara Magnússyni f ögri er hampað í sögubókum og til hans eru raktar ættartölur. Engum kæmi því á óvart, að þeir ís- raelsmenn, sem stóðu á bak við fjöldamorðin í Líbanon í fyrra, verði heiðraðir á svipaðan hátt af sínum landsmönnum. „Um júðana og lygar þeirra", eitt af þeim áróðursritum gegn gyðingum, sem Marteinn Lúther gaf út á árunum 1542—43. Þessi rit blésu í glæður gyðinga- haturs og leiddu til ofsókna og morða. Myrtir bændur Nú eru 500 ár liðin frá fæðingu Marteins Lúther og prestar lands-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.