Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 11

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 59 ins keppast við að bera lof á af- mælisbarnið. Nokkuð er það sér- kennilegt hversu eintóna sú um- ræða öll er, en það er í fullu sam- ræmi við hina gagnrýnislausu dýrkun á Lúther innan íslensku þjóðkirkjunnar. I þeirri glansmynd, sem brugðið er upp af Lúther og í allri helgi- slepjunni kringum hann eru nokkrir falskir tónar. Lúther virðist hafa verið rudda- menni og ákaflega afturhalds- samur í þjóðfélagsmálum. Eitt skýrasta dæmið um það er rit nokkurt, sem hann skrifaði og lét prenta, þegar hungraðir bændur gerðu uppreisn gegn kúgurum sín- um. í ritinu hvetur hann aðals- menn og fursta til þess að berja eftirminnilega á bændaskrílnum og segir jafnvel til um hvernig eigi að limlesta fólkið og pína til dauðs. Þessum ráðleggingum og hvatningarorðum Lúthers var dyggilega fylgt eftir með ægilegu blóðbaði. Segja má að þar hafi sú stefna verið mótuð, sem alla tíð síðan hefur einkennt Lúthersku kirkj- una, þ.e. undirlægjuháttur og þjónkun við yfirvöld hvers konar, oft á kostnað baráttu alþýðunnar fyrir mannsæmandi lífi en aftur á móti hefur Kaþólska kirkjan oft á tíðum tekið virkan þátt í frelsis- baráttu kúgaðs fólks, nú síðast i og í Suður-Ameríkuríkj unum Póllandi. í þrjátíu ára stríðinu börðust fylgismenn Lúthers við hina rang- trúuðu og unnu stóra sigra. í þessu stríði týndu um 30 milljónir manna lífi, sem er ótrúlega há tala, miðað við tæki þess tíma til hernaðar. Hetjur eins og Gústaf II Adolf Svíakóngur eru alla tíð síð- an rómaðar fyrir þessa baráttu sína til framgangs kenningum Lúthers. í raun var þessi hernaður endalaus martröð myrkraverka, rána, nauðgana og morða, þar sem fórnarlömbin voru, sem endranær, saklaust fólk, menn, konur og börn, sem áttu ekkert sökótt við neinn, allra síst Martein Lúther. Á árunum 1542—’43 skrifaði Lúther nokkur áróðursrit gegn gyðingum, m.a. ritið ,Um Júðana og lygar þeirra". Þessi rit blésu undir og efldu stórlega það gyð- ingahatur, sem frá gamalli tíð hafði fundist með almenningi í Evrópu. Gyðingahatrið náði svo hámarki með skipulögðum morð- um á milljónum manna, kvenna og barna á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Vert er að minnast allra fram- laga Marteins Lúthers til ofsókna á minnihlutahópum um leið og við minnumst þeirra miklu áhrifa, sem skoðanir hans hafa haft á móral, hugsunarhátt og daglegt líf fólks á Vesturlöndum síðustu ald- irnar, ekki síst hér á íslandi. Um afstöðu íslendinga og tengsl við það efni, sem hér er rakið að framan, eru eflaust skiptar skoð- anir, en það er sem endranær, að sínum augum lítur hver á silfrið. /»orraldur Fríðriksson er jarðfræð- ingur að mennt og starfar í Cauta- borg. ÞU HEFUR AKVEEHÐ AD TÖLVUVÆÐA? Ef svo er, hefur þú þá hugleitt alla nauösynlega þætti til að hún komi þér aö fullum notum? Já við eigum við alla! Spurningar eins og: Hver er þörfin? Hvað borgar sig að tölvuvæða ? Hvað ætla ég að fá út úr tölvunni? Hvað gæti ég fengið út úr hcnni? Hvernig get ég hagnv tt mér það? Hefur tölvan áhrif á fjölda stafsmanna? Hefur hún áhrit' á stærð húsnæðisins?Er hreyfingin á vörulagernum eðlileg? Hvað get ég sparað með tölvunni? Hver gæti aukningin orðið í tramleiðslunni?... Við getum haldið áfram með þér. í framhaldi af þessu kemur val á réttum forritum, á þeim byggist útkoman. Við hjá Rekstrartækni höfum starfað á annan áratug við rekstrarráðgjöf og tölvuþjónustu. í tölvudeildinni er hópur sérmenntaðra starfsmanna sem ein- göngu vinnur við gerð, þróun og viðhald forrita, því er líklegt að við gjör- þekkjum hliðstæður í þínum rekstri og getum ráðlagt þér um forrit. Hafðu samband, við förum í gegn um alla þættina með þér... - EFTIR ÞAÐ GETUR ÞU ÁKVEÐIÐ HVAÐA FORRIT OG TÖLVU ÞÚ KAUPIR ] rekstrartækni sf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Síðumúrli 37, 105 Reykjavík, sími 85311 Rekstrartækni sf. er aðili að FÉLAGIÍSLENSKRA REKSTRARRÁÐGJ AFA, FÍRRogveitir ráðgjöf óháð tölvuseljendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.