Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 13

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 61 að svefntruflanir er oftast auðvelt að laga með hjálp lyfja og/eða minniháttar breytingum á lífs- háttum. Með rannsóknum á heilalínurit- um sofandi fólks hefur komið í ljós, að svefn fólks með vöðvagigt er verulega skertur — styttur og afbrigðilegur að gerð. Þá hefur komið í ljós að hægt er að fram- kalla vöðvagigt hjá heilbrigðu fólki, sem stundar kyrrsetustörf, með svefntruflunum sem vekja ekki en hindra að djúpur svefn ná- ist. Athyglisvert er að ekki hefur tekist að framkalla vöðvagigt með slíkum tilraunum hjá hermönnum í þjálfun né hjá háskólastúdentum í góðu formi sem hlaupa minnst 3 km á dag. Þessar rannsóknir koma heim við þá almennu reynslu að sjúkl- ingar með vöðvagigt sofa illa. Jafnvel þótt þeir nái heillar nætur svefni vakna þeir samt þreyttir eins og svefn sá, sem þeir ná, gefi ekki eðlilega endurnæringu. Marg- ir segjast aðeins geta sofið í einni stellingu, stellingu sem verndar þá fyrir verk. Þeir vakna eða hálf- vakna við sársauka í hvert skipti sem þeir bylta sér í djúpum svefni. Loks gefast þeir upp við að reyna að sofa þegar komið er undir morgun og eru þá „sem lurkum lamdir". Fólk með vöðvagigt er alltaf þreytt. Þegar gigtin er kom- in á hátt stig er þreytan jafnt and- leg sem líkamleg. Sjúklingarnir líta þreytulega út, hafa bauga undir augum. Þeir kvarta um minnisleysi, framtaksleysi og and- legan sljóleika. Þeir geta ekki ein- beitt sér og eiga því erfitt með að lesa bók eða horfa á sjónvarp og ná varla sambandi við annað fólk. Margir eru lystarlausir, náttúru- lausir, finnst þeir vera gamlir, þjást af svartsýni og vanmáttar- kennd. Hér er um að ræða víðtæka bilun á starfsemi. Ástandið í heild hjá þessu niðurdregna fólki er vissulega þunglyndisástand með öllum helstu einkennum. Þó er e.t.v. heppilegra að lta á þetta ástand sem langvarandi þreytu, svefnskortsfyrirbæri og þar af leiðandi orkukreppu. Til að rjúfa vítahringinn, kvíði — svefntruflun — þreyta — þunglyndi, er frum- skilyrði að koma svefni í lag, gjarnan með kvöldlyfi sem jafn- framt minnkar þunglyndi og kvíða. Svefntruflunin getur verið afleiðing annarra þátta í víta- hringnum en hún er örugglega orsök þeirra um leið. Víst er að seint gengur að lækna geðtruflan- ir, sem og sálvefræna (psykosom- atiska) sjúkdóma, meðan sjúkling skortir svefn. Þótt sjálfsagt sé að nota lyf til að leiðrétta svefn- skortsástand í byrjun, eru þol- þjálfun, líkamleg þreyta og slökun bestu og eðlilegustu svefnlyfin. Þegar árangur fer að nást í með- ferð vöðvagigtar koma þessir þættir í stað allra lyfja og hafa sem' betur fer gagnverkandi áhrif hver á annan svipað og þættir vítahringjanna gerðu til óheilla áður. III. Meðferö Eins og komið hefur fram stafar vöðvagigt af truflun á lífeðlis- fræðilegri starfsemi en ekki af sjúkdómi eða bilun í líffærum í venjulegum skilningi. Meðferð í vöðvagigt þarf að leiðrétta þessa „gangtruflun" í hreyfingarkerfinu og stjórnun þess, helst þannig að varanleg bót sé að. Varanleg bót þýðir að heildarkerfið (einstakl- ingur í umhverfi sínu) þarf að geta leiðrétt sig sjálft þegar eitthvað bjátar á. Venjulegur maður í venjulegu umhverfi á að geta gert þetta. Til að geta náð þessu háieita, eða kannski sjálf- sagða markmiði, vil ég mæla með hugmyndum þeirra sem stunda endurhæfingu. Megin markmiðið er að einstaklingurinn verði fær um að bjarga sér og bera ábyrgð á sjálfum sér. Hægt er að veita sjúklingum með vöðvagigt góða meðferð á venjulegri lækningastofu. Dæmi: Sjúklingur, sem er útivinnandi húsmóðir kvartar um þyngslahöf- uðverk, verk í herðum og baki, hefur stífan háls. Versnandi nokkra daga. Mikið álag og vökur undanfarið vegna veikinda á heimili. Getur varla ekið bíl vegna hálsrígsins. Slæmur svefn síðustu nætur vegna verkja. Hefur ekki tekið róandi lyf því að hún hefur lesið í blöðum að þau séu hættu- leg. Annars hraust. Á óhægt með að taka frí úr vinnu. Þar sem greinilegt er af sögu og skoðun að vöðvagigt er aðalvandamálið er hafin virk meðferð, sem gerir sjúkling ekki óvinnufæran né óökuhæfan vegna mikilla deyfi- lyfja að deginum en rýfur helstu vítahringi sem eru í gangi. Sjúkl- ingur þarf að skilja á hverju með- ferðin byggist enda framkvæmir hann meðferðina sjálfur. Verkefnalisti: 1. Klæða af sér kulda. 2. Taka magnyl við verkjum. 3. Láta vinveittan fjölskyldu- meðlim nudda eymsli í korter á hverju kvöldi, (sýnt hvernig á að nudda). 4. Hátta 2 klst. fyrr en venju- lega. Tryggja góðan, djúpan svefn og vöðvaslökun með virkum skammti af vöðvaslak- andi lyfi. 5. Vel heitt bað fyrir svefninn, taka jafnvel hitapoka með sér í rúmið. Verja nokkrum mín- útum til að finna góða stell- ingu í rúminu og slaka á hverjum líkamshluta. Anda djúpt og rólega. Ef einhvers staðar er spenna eða verkur þegar þessu er lokið má setja hitapokann þar. 6. Liðka sig næsta morgun (t.d. í morgunleikfiminni). 7. Hafa magnylið með sér í vinn- una. 8. Halda þessari meðferð óbreyttri að mestu í 5—7 daga. 9. Koma aftur á stofuna eftir viku. 10. Fara á leikfiminámskeið með slökun. Þessum sjúklingi batnaði mikið á einum sólarhring og varð nær einkennalaus á viku. Þegar sjúkl- ingur hefur lagast á hann að kunna að ná úr sér vöðvagigt með aðferðum sem hann ræður sjálfur yfir. Ætli sjúkingur að forðast vöðvagigt í framtíðinni verður að athuga hvort hann þarf að breyta lífsháttum. Þar þarf að hafa hliðsjón af því hvað olli síðustu gigtarköstum. Sá sem vinnur eitt og hálft til tvö störf hlýtur að taka nokkra áhættu á að byggja upp þreytu- eða spennuástand. Hann þarf að virða og nýta vel þann hvildartíma sem hann hefur. Séu störf hans mestmegnis andlegt 1 álag er nausynlegt að hluti af hvíldinni sé líkamsrækt. Æskilegt er að fara á leikfimisnámskeið þar sem slökun er kennd. Sá sem kann slökun getur slappað af, bæði and- lega og líkamlega, næstum hvar og hvenær sem er. Auk þess hefur hann öðlast næmi fyrir spennu- ástandi vöðva sinna og aukið næmi fyrir líkama sínum yfirleitt. Sé óheppileg líkamsstaða vörn gegn kvíða eða öðrum óþægilegum tilfinningum getur þurft að kanna orsökina nánar, bæði tjáningarað- ferðir og jafnvel „endurmeta" vöðvakerfið (psychotherapy). Áð- ur hefur verið gagnrýnt hvernig vöðvagigt er meðhöndluð á sjúkra- húsum. Gigtarlæknir hefur tjáð mér að hann forðist að leggja vöðvagigtarsjúklinga inn á stofn- anir eða koma þeim í sjúkraþjálf- un vegna þess hve árangur endist skammt. Hægt er að virða þetta sem ábyrgt sjónarmið þar eð fljótgert myndi að fylla allar stofnanir af vöðvagigtarsjúkling- um. Ég er því sammála að vöðva- gigt skuli að jafnaði meðhöndlast utan spítala, jafnvel utan heil- brigðiskerfisins, en það er bæði óframkvæmanlegt og ósanngjarnt að halda fólki, sem hefur slæma vöðvagigt utan nefndra stofnana fyrr en það hefur fengið kennslu í að gæta sín sjálft. Þegar sjúkl- ingarnir kunna svo mikið að kalla má vöðvagigt þeirra sjálfskapar- víti er eðlilegt að gera þær kröfur að þeir sjái um sig sjálfir. Þessu mætti líkja við að fólk hefur þá ábyrgð að ná af sér lús. Til að ná þeirri óværu af sér þarf nokkra þekkingu, lúsameðal úr apóteki til að byrja með, en síðan stöðugt hreinlæti. Þegar þörf er á sjúkrahúsvist er æskilegt að hún sé fyrirfram ákveðin sem námskeið, t.d. 5 vik- ur, og sé sjúklingnum ætlað hlut- verk og hlutdeild í því að vinna að bata sínum. Sé sjúklingur mjög þjáður og niðurdreginn getur hann þurft hvíld og frið og jafnvel meðferð gegn þunglyndi til að byrja með þangað til orkubúskap- ur hefur batnað. Sjúklingurinn þarf að skilja hvert stefnir og að gangast inn á samning um virka þátttöku í meðferðinni. Meðferð- aráætlun þarf að endurskoðast með reglulegu millibili. Sá sem hefur fengið vöðvagigt er líklegur til að fá hana aftur síðar á ævinni, á sama hátt og aðrir hafa tilhneigingu til að fá magasár eða exzem þega ytra eða innra álag eykst. Því meira sem þrek sjúklingsins er annars vegar og því betur sem hann kann að hvílast hins vegar þeim mun meira álag þolir hann. Því betur sem hann þekkir líkama sinn og eðli vöðvaspennu þeim mun minni líkur eru á að hann misbjóði hon- um en lagfæri vandamálin jafnóð- um. Slíkur maður á ekki að þurfa að verða óverkfær né þurfa að leggjast inn á spítala vegna vöðva- gigtar. Sá sem ekki nennir að reyna á sig getur ekki með rökum eða sanngirni krafist þess að hreyfingarkerfi hans sé í lagi. Læknir getur gert sjúklingi sínum mikið gagn með því að benda hon- um á ábyrgð hans gagnvart eigin líkama en mikið ógagn með því að taka af honum þessa ábyrgð og ganga inn í líknarahlutverkið á þann hátt að fullnægja aðeins kröfunni um linun þjáninga og góða líðan. Slík vinnubrögð stuðla aðeins að lélegri heilsu sjúklinga, óheppilegri útþenslu heilbrigðis- ; kerfisins, misnotkun lyfja og fjölgun öryrkja. Ingólfur Sveinsson er starfandi geólæknir vid geðdeildir Kíkisspíl- alanna, ráðgefandi sérfræðingur rið Keykjalund og hefur einnig einkastofu I Reykjavík. Flutningabíll frá Loftorku á athafnasvæði fyrirtækisins að leggja af stað með einingar í Loftorkuhús sem reist verður í Reykjavík. MorKunblaðið/MRj Loftorka sf. í Borgarnesi: Yfir 40 einingahús verða byggð í ár Borgarnesi, 15. mars. LOFTORK A SF. í Borgarnesi byggði 23 forsteypt einingahús á síðastliðnu ári og í ár er reiknað með að þau verði yfir 40 talsins að sögn Konráðs Andréssonar, forstjóra Loftorku. Einingahúsaframleiðslan er í gangi 6 daga vikunnar allt árið um kring og starfa nú um 23 menn beint við framleiðslu, flutninga og uppsetningu húsanna. Loftorka hóf framleiðslu steinsteyptra einingahúsa á árinu 1981 og eru húsin markaðssett undir heitinu Ný-hús, en það er sameiginlegt vörumerki nokkurra einingahúsaframleiðenda. Fyrsta árið voru 7 Loftorkuhús byggð, ár- ið 1982 18 hús, 23 hús árið 1983 og búist er við að þau verði yfir 40 í ár eins og áður sagði, en þar í er stórt elliheimili á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu, sem í eru 11 íbúðir. Konráð sagði að húsin hefðu líkað vel enda væru þau ódýrari en sambærileg hús byggð með hefðbundnum aðferð- um og komast upp mun fyrr. Sagði hann að ekki væri óalgengt að fólkið flytti inn í húsin 2—3 mán- uðum eftir að byrjað væri að reisa þau á byggingarstað. Þá sagði Konráð að í allan vetur hefði verið unnið við að reisa hús víðs vegar um landið og hefði með því sann- ast að mögulegt væri að byggja þau allt árið því fyrst það væri hægt í vetur þá yrði það alltaf hægt. Loftorka er með ýmislegt á prjónunum í sambandi við þessi einingahús. Ásamt hinum Ný- húsaframleiðendunum stendur fyrirtækið að samkeppni meðal húsahönnuða um teikningar að húsum byggðum úr stöðluðum ein- ingum sem hægt verður að fram- leiða á lager og nota síðan í hús byggð eftir mismunandi teikning- um. Kvaðst Konráð binda miklar vonir við þá möguleika sem þarna kynnu að skapast því hagkvæmni yrði að aukast við þetta og verð húsanna þar með lækka. Hingað til hefur fyrirtækið steypt eining- ar í hús eftir pöntunum hvers og eins kaupanda, ýmist eftir teikn- ingum sem kaupandinn hefur komið með eða teikningum sem Ný-hús-fyrirtækin bjóða í samein- ingu. Þá sagði Konráð, að einnig hefði komið til tals að fá lóðir í Grafarvogi í Reykjavík og byggja þar og selja Loftorkuhús en fyrir- tækið hefði bara ekki þurft á því að halda þar sem svo mikil verk- efni hefðu verið fyrir hendi. Aðspurður um reksturinn sagði Konráð að hann væri fremur erf- iður. Annars vegar væri sam- keppnin við fyrirtæki í Reykjavík sem framleiða einingar talsverð og hefðu þau betri aðstöðu vegna nálægðar við markaðinn og hins vegar væri reksturinn erfiður vegna lítillar lánafyrirgreiðslu til rekstrarins. Nauðsynlegt væri að bjóða upp á ákveðna lánafyrir- greiðslu, mest gegn skuldabréfum, en þau væru nánast óseljanleg. En öll aðföng og vinnu við húsin þyrfti aftur á móti að kaupa jafn- óðum gegn staðgreiðslu eða með 1—114 mánaðar víxlum. Konráð sagði að lokum að notkun á hverskonar forsteyptum hlutum væri sífellt að aukast og væri hann alltaf með meira og minna af slíkum verkum jafnhliða hús- einingaframleiðslunni. - HBj. Oskalistinn Nýja filmupökkunarvélin EINSTÖK GÆÐI Stór hitaplata meó teflonhúð (ekki dúkur). Hitastillir. Hitahnifur (ekki vír). HAGSTÆTT VERO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.