Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 14

Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Af Njáli Sagaen om Njal 1. og 2. del Fortalt af Keld Belert Illustreret af Robert Jensen Útg. Tellerup 1983 í þessari bókaröð hafa komið út margar {slendingasagnanna, nefna má Gunnlaugs sögu ormstungu, Egilssögu, Gíslasögu, Heiðarvígasögu og fleiri. Þessi bók er gefin út með fjárstuðningi Nordisk Ministerraad. Og það er sem fyrr Keld Belert sem hefur tekið að sér að koma sögunni yfir á danska tungu, þar er ekki frekar en í hinum sem ég hef lesið af þessari útgáfu um beina þýðingu að ræða, heldur mjög nákvæma endursögn. Við lesturinn er óhjákvæmilegt að manni þyki sem töluverður safi Njálu hafi farið forgörðum, en hér er ákaflega vandað þó til verka og Belert fylg- Ballaðan The Ballad of John and Yoko í útg. Jonathan Cott og Christine Doudna Útg. Rolling Stone Press 1982 Morðið á bítlinum og friðar- sinnanum John Lennon fyrir þremur árum hafði áhrif á fólk eiginlega hvar í heiminum sem það var statt. Þau áhrif sem morð- ið hafði hafa sem betur fer ekki dvínað enn. John Lennon verður í hugum flestra sjálfsagt einkum minnzt sem annars aðalbítilsins í The Beatles, sem allt ærðu á sjötta áratugnum. Sjálfur kaus hann án efa að sín hefði verið minnzt ekki síður fyrir sjálfstæða listsköpun sem hann fékkst við ásamt konu sinni, þeirri margumræddu og umdeildu japönsku listakonu Yoko Ono, en aðdáendur Bítlanna höfðu árum saman horn í síðu hennar og voru þeirrar meiningar, að hún hefði í reynd eyðilagt samveru Bítlanna og haft hin ferlegustu áhrif á John Lennon. Það var Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Sagaen om Njal l.del Gunnar pá Hlidarende ir frásögninni og þræðinum af stakri samvizkusemi. Það er auð- vitað hægara ort en gert að koma naumast fyrr en Mark nokkur Chapman hafði skotið Lennon, að Yoko Ono fékk eins konar uppreist æru. í þessari bók, The Ballad of John and Yoko, hefur verið safnað Njálu yfir á önnur tungumál, kannski er hún vandmeðfarnari en flestar íslendingasögur, kannski stafar þessi tilfinning mín einnig af því að þrátt fyrir skikkanlega þekkingu á danskri tungu er vart að búast við að mað- ur nái stílbrigðum og blæbrigðum, sem kunna að vera í frásögninni. Hvað sem öðru líður er frásögnin ákaflega þægileg aflestrar, mætti segja mér að fyrir danska lesend- ur, sem eru ekki sérlega kunnugir sögunum og hafa þaðan af síður þessa íslenzku sértilfinningu fyrir þeim, sé þetta góð lesning. Aftur á móti má líka velta fyrir sér, hvort það sé ekki dálítið billegt að af- greiða íslendingasögurnar á þenn- an hátt. Þessar perlur — arfleifð- ina og ég veit ekki hvað. Þannig kom bókin mér fyrir sjónir — og skal þó hreint ekki gert lítið úr verki Belert. Myndskreytingar Roberts Jen- sen eru til prýði og gagns. saman í stóra bók miklum fróðleik um Bítlana, John Lennon fyrir og eftir, minningarorð um hann lát- inn, myndir og ég veit eiginlega ekki hvað. Margir hafa lagt hönd á plóg og mikið er endurbirt af eldri viðtölum við Bítlana eða við þau John og Yoko sem voru tekin við þau gegnum tíðina. Þar af leiðir að hér er mikið um endurtekningar og oft mikið um málskrúð og uppsetning bókarinn- ar er ekki sérlega aðgengileg. En hér er svo sem nánast hægt að fá að vita hér um bil allt um John Lennon sem hægt er að hugsa sér, það er auðvitað kostur, svo fremi maður hafi þolinmæði og áhuga til að pæla í gegnum þessa kafla sem eru svo fjarskaplega misjafnir að gæðum. Það er auðvitað kostur hennar mesti, að hún skilar okkur þegar öllu er á botninn hvolft myndinni af John Lennon — bæði eins og okkur finnst hann hafi verið og líklega eins og hann var. Það er út af fyrir sig æði nokk. um John og Yoko Frábær túlkun Kristjáns Jóhannssonar Árni Johnsen Þáttur Kristjáns Jóhannsson ar söngvara er frábær á plötunni sem Veröld gaf út fyrir jól og ber nafn Kristjáns, en veikleiki plöt- unnar byggist á því að jafnvægið milli tónlistarinnar og staðsetn- ingar á rödd söngvarans er ekki í lagi, söngur Kristjáns verður of þröngur í nokkrum laganna og það er til lýta á plötunni. Stór- kostleg náttúrurödd, eins og rödd Kristjáns Jóhannssonar, verður að fá að njóta sín til fulls í stað þess að vera staðsett í fjarska eins og skeður í sumum laganna. Sömu mistök hentu á annars ágætri hljómplötu Garð- ars Cortes fyrir nokkrum árum, jafnvægið á plötunni brást vegna tæknilegra mistaka og misskilnings í staðsetningu raddarinnar í upptökunni. Kostir plötu Kristjáns eru þó miklu fleiri því hann fer á kost- um, en þó er auðheyrt að honum fellur betur að syngja móti áheyrendum á sviði, njóta sín í návist þeirra um leið og þeir njóta listrænna hæfileika hans. „Hann virðist svolítið mikill fyrir sér, en mér líkar vel slíkt frjálslegt fas,“ sagði ég við pabba hans, söngvarann ágæta Jóhann Konráðsson, þegar ég hitti hann eitt sinn á förnum vegi á Akureyri. „Ja, veistu það,“ sagði Jóhann heitinn, „við erum svona öll í þessari ætt, þetta er svona og við því er ekkert að gera, eiginlega." Enda er tign yf- ir þessum ástsæla söngvara sem fyrst og fremst er maður lifandi sviðs. Seinni hluta ágústmánaðar sl. var platan hljoðrituð í CBS stud- io I í Lundúnum. ítalski stjórn- andinn Maurizio Barbachine var fenginn til að stjórna London Symphony Orchestra sem leikur á plötunni. Kristján og Barbach- ine hafa starfað mikið saman úti á Ítalíu og annaðist Barbachine jafnframt æfingar með Krist- jáni þar. Til þess var sérstaklega tekið við upptökurnar hversu alþjóð- legt andrúmsloftið var en segja má að listamenn og tæknilið hafi komið sitt úr hvoru heimshorn- inu. Breska tónskáldið og stjórn- andinn Ed Welch útsetti 11 ít- ölsk lög sem eru á plötunni en Jón Þórarinsson og Jón Sigurðs- son útsettu íslensku lögin þrjú. Allar útsetningarnar voru gerð- ar sérstaklega fyrir þessa hljómplötuupptöku og vöktu þær óskipta athygli, ekki síst ís- lensku útsetningarnar. Hinn þekkti breski upptöku- maður Mike Ross Trevor var fengin'n sérstaklega til að stjórna upptökunni, sem jafn- framt er fyrsta Digital-upptak- an sem íslenskir aðilar standa að. Þrátt fyrir fyrrgreinda hnökra í upptökunni er hér um stór- kostlega plötu að ræða og túlkun Kristjáns frábær í fjölmörgum lögum. Má þar t.d. nefna Mamma, Musica Proibita, Non ti scordar di me, 0 sole mio og ís- lenzku lögin þrjú, Sjá dagar koma, f fjarlægð og Hamraborg- in. Spennandi væri að heyra Kristján Jóhannsson syngja ein- göngu íslensk lög á plötu sem svo er vandað til sem raun ber vitni, en hins ber að geta að plata með söng Kristjáns Jóhannssonar má byggjast nokkuð á flóði og fjöru í takti við efnisval, slíkt er í stíl við Kristján sjálfan sem er til- finningasöngvari og kann að fanga stemmninguna til þess að skapa stórvirki. KLINGER Gæðavara á góðu verði Við eigum nú til á lager 8 stærðir af KLINGER kúlulokum frá W' til 2". Mjög hagstætt verð. Heildsala — Smásala Allt til pípulagna Burstafell Byggingavöruverslun Bíldshöfða 14 Sími 38840 Hljómplata ársins? Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson The Pretenders. Learning to Crawl. Steinar hf. Sögu hljómsveitarinnar Pre- tenders má rekja allt aftur til ársins 1974, en þá vann Chrissie Hynde í London hjá New Music- al Express sem er vikulegt tón- listarblað. Stúlkunni var boðið að koma til Frakklands og syngja þar með ókunnum flokki. Ferðin misheppnaðist gersam- lega og Chrissie flutti til Amer- íku og gekk til liðs við Jack Rabbit. Síðan átti hún eftir að snúa til Frakklands aftur og spila með hljómsveit sem kallaði sig Gallic og var rokksveit af gömlu gerðinni. En allt kom fyrir ekki og stúlkan flutti til Londön og söng bakraddir á hljómleikaferðalagi útgáfufyr- irtækisins Stiff. Það var síðasta tilboð um að stofna hljómsveit fyrir nýstofnað útgáfufyrirtæki sem leiddi fyrst saman fjór- menningana sem tóku sér nafnið The Pretenders. Fyrsta smáskífa flokksins fór inn á „topp 30“ en á henni er lagið „Stop your sobbing", gam- alt Kinks-lag, samið af Ray Dav- ies sem nú er eiginmaður Chrissie. Þar með var hljóm- sveitin farin af stað og síðan hefur hún hægt og rólega verið að vinna sér sess sem ein eftir- tektarverðasta hljómsveitin nú og í framtíðinni. í janúar 1980 kom út fyrsta breiðskífa Pretenders og bar hún einfaldlega nafn hljómsveitar- innar. Lögin eru tólf að tölu en samanlagður spilatími þeirra er næstum klukkutími og telst það óvenju langt. Næsta breiðskífa leit dagsins ljós í júlí 1981 og heitir Pretenders 2. Báðar þess- ar plötur eru mjög góðar og björt framtíð blasti við hljóm- sveitinni. En það átti ekki eftir að verða hlutskipti þessara fjór- menninga að höndla hamingj- una. Á stuttum tíma létust þeir James Honeyman-Scott gítar- leikari og Peter Farndon bassa- leikari. Orsökin var ofneysla eit- urlyfja. En Chrissie gafst ekki upp þó móti blési. Arið 1982 sendi Pretenders frá sér lagið „Back on the Chain Gang“. Lagið er perla og til aðstoðar við sig og Martin Chambers fékk hún gít- arleikarann Billy Bremmer og bassaleikarann Tony Butler, en hann er nú i hljómsveitinni Big Counrty. Síðan gerðist ekkert innan flokksins fyrr en í nóv- ember 1983. Þá kom út ný lítil plata og á henni lagið „2000 mil- es“. Þetta er rólegt og fallegt lag sem minnir lítið eitt á jólin. Sömu sögu er að segja um b-hlið plötunnar. Það lag heitir „Fast or Slow, the Law’s the Law“. Ef til vill ekki eins jólalegt en gefur ekkert eftir í gæðum. Á tólf tommu útgáfunni er aukalag sem heitir „Money", tileinkað hljómsveitunum sem spiluðu á US Festival (þar fékk hljóm- sveitin Clash 5555 dollara á mín- útu). Á nýbyrjuðu ári kom út þriðja breiðskífan. Hún heitir „Learn- ing to crawl“ og inniheldur 10 ný og „gömul" lög. Það sem átt er við með „gömul" er að „Back on the Chain Gang" og b-hlið sömu smáskífu, „My City Was Gone“ eru á plötunni. Þetta kemur frekar undarlega fyrir eyru til að byrja með. Þetta eru ein tvö bestu lögin og þau falla á allan hátt mjög vel inn í annað sem er að gerast á plötunni og því væri í raun óeðlilegt ef þau hljómuðu ekki með. Og þá ætti framhaldið að vera ljóst. Platan er meist- araverk og lögin eru hvert öðru betra. Upp til hópa er platan léttari og aðgengilegri en fyrstu plöturnar en rokkið á sama stað. Hlið 2 er á einhvern hátt skemmtilegri en hlið 1. Fyrsta lagið heitir „Thumbelina" og í einhverskonar kántrý-rokk stíl. Næst er „My City Was Gone" og er bassaleikur Tony Butler stór- kostlegur. „Thin Line Between Love and Hate“ er rólegt og hér er notast við píanó. Einstaklega smekklegt fallegt lag og rödd Chrissie nýtur sín frábærlega. „I Hurt You“ er gott og sýnir að mikil blóðtaka hefur ekki skaðað tónlist Pretenders nema síður sé. Síðasta lagið er síðan „2000 mil- es“, rólegt og hæfir vel sem loka- lag. Af þeim sem eru á hlið 1 ber hæst „Back on the Chain Gang“ og önnur lög fylgja fast á eftir. „Show Me“ og „Watching the Clothes" hafa þegar náð at- hyglinni en hliðin í heild hljóm- ar ekki eins vel og hlið 2, ennþá. En platan í heild virkar stór- kostlega og enginn vafi á að þetta er besta plata Pretenders. Nýju strákarnir í flokknum komast frábærlega frá sínu og falla eins og englar að hópnum. Tónlistin ★ ★ ★ ★ ★ Hljómgæðin ★ ★ ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.