Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 18

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Undirbúningur Kínverja er ekki aðeins líkamlegur — þeir auoga andann líka Kínverjar undirbúa sig undir Ólympíuleikana í Los Angeles ÞAÐ VAR EKKI fjölmennt lið sem Kínverjar sendu á fyrstu Ólympíu- leikana sem þeir tóku þátt í árið 1932 í Los Angeles, aöeins einn spretthlaupara og þjálfara hans. Nú, 52 árum síöar, munu Kínverjar hins vegar senda á Ólympíuleik- ana 200 keppendur, 100 þjálfara, lækna og fylgdarmenn. Þannig hafa fulltrúar Kínverja 150-faldast á fimmtíu árum, eins og Wu Zhongyuan, talsmaður kínversku ólympíunefndarinnar, sagöi nýlega. Kínverjar vonast eftir þokkalegum árangri sinna manna á leikunum nú í sumar og gera sér jafnvel vonir um gullverðlaun. Ljóst er aö þátttaka þeirra á Ólympíuleikum ársins 1984 er stórt skref í þá átt að ná yfirlýstu marki sínu sem er að veröa í röð fremsta íþróttafólks í heimi á þessari öld. Þeir játa að enn eiga þeir langt í land með að ná því marki í vetrar-ólympíugreinum og leggja því allt kapp sitt á aö ná viðunandi árangri í Los Angeles í sumar. Zhu Jianhua, heimsmethafi í hástökki utanhúss, er ein af stærstu vonum Kínverja á Ólympíu- leikunum í Los Angeles í sumar. Jianhua æfir af kappi og ætlar sér að eigin sögn að bæta heimsmet sitt á árinu en þaö er 2,38 metrar. Þar munu Kínverjar taka þátt í 15 greinum íþrótta, frjálsíþrótta- greinum, lyftingum, leikfimi og körfubolta kvenna, og blaki. Er þetta í fyrsta skipti sem þeir munu tefla fram svo fjölmennu liöi á Ólympíuleikum. Saga þeirra á þeim vettvangi er ekki löng. Til leikanna í Helsinki áriö 1952 komu nokkrir kínverskir keppendur í sundi þegar nokkuö var liöið á leikana. Áriö 1979 fengu þeir endurnýjaöa þátttökuheimild sína á Ólympíuleikana og áriö 1980 sendu þeir fáeina keppendur á vetrar-ólympiuleikana í Lake Placid, en í mótmælaskyni viö inn- rás Sovétmanna í Afghanistan sendu þeir enga keppendur á leik- ana í Moskvu sama ár. í ár ætla Kínverjar sér stærri hlut á íþróttasviöinu eöa eins og þeir segja sjálfir: „Brjótumst út úr Asíu, komum okkur í raöir fremstu íþróttamanna heimsins." Nú þegar eru þeir komnir vel á veg meö aö ná settu marki, og hafa óneitanlega náö skjótum framförum. Lengi vel höföu þeir engan metnaö á sviöi íþrótta, enda beindust kraftar þeirra aö öörum Árvakur til UM páskana mun hið unga og efnilega knattspyrnufélag Arvak- ur frá Reykjavík taka þátt í al- þjóðlegu knattspyrnumóti í Lake Placid í New York-fylki í Banda- ríkjunum. Á mótinu sem nú er haldiö ööru sinni, er búist viö þátttöku fjöl- margra liöa frá ýmsum sterkustu knattspyrnuþjóöum heims. Leikir Árvakurs munu allir fara fram á Ólympíuleikvanginum í Lake Placid, en þar hefur nú veriö unniö aö lagningu fullkomins gervigras- vallar vegna þessa merka móts. Allir leikir Árvakurs munu veröa kvikmyndaöir, og er þaö einlæg von forráöamanna liösins aö ís- lenska þjóöin fái aö njóta þeirra mynda sem allra fyrst, þar sem leikur liósins er hiö mesta augna- yndi. Auk veglegra sigurverðlauna málum; hungri, stríói og byltingu langt fram á 20. öldina. Þegar kommúnistar náöu völd- um áriö 1949 hófu Kínverjar að byggja upp skipulagt íþróttastarf, en sú uppbygging lá nióri á árun- um 1966—1976 þegar róttækari öfl fóru meö völdin i landinu. „Fyrir menningarbyltinguna (1966) gekk okkur vel,“ segir Li Pingta, talsmaöur kínversku íþróttahreyfingarinnar. „Viö stóö- um okkur bærilega í lyftingum, hlaupum og sundi. Vegna menn- ingarbyltingarinnar var þessum íþróttagreinum ekki sinnt sem skyldi.“ Undir stjórn kínverska leiötog- ans Deng Xiaoping hafa íþrótta- greinar eflst aö nýju. Ríkisstjórnin heldur því fram aö 300 milljónir Kínverja eöa nálægt þriðjungur allrar þjóöarinnar iöki íþróttir í ein- hverjum mæli. Börn eru ung aö aldri þegar þau eru tekin til iökunar íþróttagreinar sem þykir henta þeim og daglega þegar þau hafa lokiö skólaskyldu eru þau send í íþróttatíma í sér- stökum íþróttaskólum sem eru i þúsundatali þar í landi. Segja má New York veröa eftir mótiö veittar ýmsar viö- urkenningar svo sem til besta þjálfara, leikmanns, vegna góörar framkomu og síöast en ekki síst fyrir fegursta mark leikanna. Leikmenn Árvakurs hafa aö und- anförnu æft samviskusamlega meö þaö fyrir augum aö hreppa aö minnsta kosti verölaunin fyrir feg- ursta markið. Auk þátttöku i áöurnefndu móti, mun Árvakur leika nokkra vináttu- leiki þar ytra og þá aðallega viö vinafélög í New York og nágrenni. Eins og nærri má geta er ferð sem þessi afar kostnaöarsamt fyrirtæki, og hafa því liðsmenn lagt afar hart aö sér til aó gera ferðina mögulega. Lokaátakiö í fjármögn- uninni er útgáfa auglýsingablaös, sem líta mun dagsins Ijós um næstu mánaöamót. aó þetta sé vasaútgáfa af „fram- leiösluvér íþróttamanna í Sovét- ríkjunum. Uppskriftina að góöum íþrótta- manni fengu þeir hjá Rússum áriö 1956, lögöu þá aöferð niður 10 ár- um síöar, en beita henni nú í 37 íþróttagreinum. Li Menghua, framkvæmdastjóri heilbrigöis- og íþróttaráös rikisins, lét þau orö falla fyrir ári aö mark- miö þeirra væri aó eiga íþróttafólk sem myndi skipa sér í raöir þeirra fremstu í heiminum áriö 2000, og aö því markmiöi stefna þeir markvisst. Þær greinar sem Kínverjar hafa sýnt hvaö besta leikni í svo sem borötennis, badminton og „kung fu“ eru ekki enn viöurkenndar íþróttagreinar á Ólympíuleikum. Wu, sem vitnaö er í hér aö framan, sagöi aö Kínverjar ættu íþrótta- menn á heimsmælikvaröa í aöeins þremur greinum af 40 vinsælum íþróttagreinum. Kínverjar hafa ekki hikaö viö aö ráöa til sín erlenda sérfræöinga til eflingar íþróttinni í heimalandi sínu. Sem dæmi má nefna Banda- ríkjamann sem þjálfaöi skíöafólk, Búlgariumann sem kenndi Kínverj- um leikfimi og loks fengu þeir til liös viö sig Brasilíumann til aö kenna þeim knattspyrnu. Kínverjar hafa verið þátttakendur í ýmsum landakeppnum. Áriö 1982 unnu þeir til 61 gullverölauna í Asíu- landakeppni í Nýju Delhí. Kínverjar hafa sótt um aö halda Asíuleikana í Peking árið 1990 og hyggjast reisa mannvirki á sviöi íþrótta- greina ef þeir veröa fyrir valinu. Áöur fyrr kepptu Kínverjar undir merki Maos: „Vináttan númer eitt, keppnin númer tvö.“ í dag er jþróttafólkinu kennt aö sigurinn sé nauösynlegur til aó auka hróöur Kína í heiminum. „Okkar íþrótta- fólk er uppálagt aö ná eins góöum árangri og mögulegt er til heiöurs föðurlandi þeirra," sagöi Li Pingta þegar hann ræddi um viöhorf þeirra gagnvart sumar-ólympíu- leikunum. Hvaö gullverölaunin varöar binda þeir mestar vonir viö Zhu Jianhua, stúdentinn frá Shanghai sem setti tvívegis heimsmet í há- stökki áriö 1983. Hinn tuttugu ára gamli Zhu stökk 2,38 metra í keppninni í Shanghai sl. septem- ber. Kínverjar litu á þá keppni sem æfingu fyrir Ólympíuleikana. Þó aö Zhu sé heimsmeistari í hástökki er alls óvíst hvernig honum tekst upp undir því álagi sem fylgir alheims- keppni, enda vann hann einungis bronsverðlaun í Helsinki í ágúst á sl. ári. Annar efnilegur verðlaunahafi er Wu Shude, 24 ára gamall lyftinga- maður í 56 kg flokki sem setti heimsmet þegar hann lyfti 128 kg í Shanghai. Þá ber aö nefna tvo frækna kappa, þá Li Ning og Tong Fei, sem unnu heimsmeistaratitil í leik- fimi í Budapest í október sl. Körfuknattleiksliö kvenna er einnig eftirtektarvert enda hefur þaö tvívegis unniö til heimsmeist- aratitils í þeirri grein. Besti leik- maður þeirra er Lang Ping og hef- ur veriö kölluö „hamarinn“ vegna þess hve hávaxin hún er. Kínverska ólympíunefndin gerir lítið úr vinningsmöguleikum sínum: „Viö spáum því aö viö náum ekki góöum árangri. Okkur mun ganga betur í spjótkasti, körfubolta kvenna, frjálsum íþróttum, lyfting- um, blaki, skylmingum og leikfimi og e.t.v. í bogfimi. Hvaö aðrar greinar áhrærir, eigum viö enn nokkuö í land meö aö ná í röö þeirra fremstu.” Kínverjar áætla aö eyða 1,5 milljónum dollara í þátttöku þeirra í Ólympíuleikum þetta áriö, þ.e. bæöi sumar- og vetrarleikana. Þá er innifalinn þjálfunar-, hótel- og feröakostnaöur íþróttafólksins. Til samanburöar má geta þess aö áætlaöur kostnaöur Bandaríkja- manna vegna leikanna er 80,1 milljón dollára. En undirbúningur Kínverja er ekki einungis líkamlegur; þeir auöga einnig andann. Þaö kom fram í dagblaöi í Peking nýlega aö sundliö þeirra væri aö lesa fræöi Dengs sem væri einn þáttur í und- irbúningi liösins fyrir Ólympíuleik- ana. Wu bætti viö: „Daglega eyöir sundfólkiö 30—60 mín. í bóklegt nám. Þaö er ekki allur dagurinn.“ Hann sagöi einnig aö ólympíuför- unum væri kennd menningarsaga og þeim væri innrætt þjóörækn- iskennd fyrir leikana í Los Angeles. Zhu valdi sér til dæmis nám í stjórnmálum. Þetta er gert til aö koma í veg fyrir viökvæm og hvimleiö atvik. Eftir aö tennisleikarinn Hu Na fékk pólitískt hæli í Bandaríkjunum áriö 1982 hættu Kínverjar í bræöi sinni öllum samskiptum viö aörar þjóöir á sviöi íþrótta i eitt ár. Wu sagöi aö Kínverjar væru óhræddir því þeir telja aö Banda- ríkjamenn beri ábyrgö á aö slíkir atburöir eigi sér ekki staö; telja þaö einn þátt í öryggismálum fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles nk. sumar. Námskeið hjá FSÍ Dómaranámskeiö í alþjóða- reglum í fimleikum karla veröur haldið í Ármannshúsi dagana 30.—31. mars og 1. apríl. Verður þá tekið próf á æfingamóti. Kennarar veröa Þórir Kjartansson og Bao Maijang. Iþróttakennarar, þjálfarar og aörir áhugasamir eru hvattir til aö nýta þetta námskeiö og tilkynna þátttöku til Þóris Kjartanssonar í síma 75051. Tilfinnanlega vantar dómara í al- þjóöareglum í fimleikum. (Fréttatilkynning trá atjórn FSf) Leikmenn Árvakurs á leiö til New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.