Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 20

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Fimmmenningarnir í hljómsveitinni Lizard teknir tali: „Sumt fólk veit ekki hvað báru- járnsrokk er en dæmir það samt“ „Það er til fullt af fólki, sem veit ekki hvað bárujárnsrokk er, þaö bara skilur ekki þetta orð. Lætur sig hins vegar ekki muna um að dæma þessa tónlist ómögulega jafnvel þótt það hafi aldrei heyrt hana. Svo er annað. Ef fólk er komið yfir einhvern ókveöinn ald- ur er eins og ekki mega hlusta á þessa tónlist. Svona hugsunar- háttur er fáránlegur.“ Þeir, sem eiga ofangreind um- mæli eru fimm ungir sveinar. Und- anfarnar vikur hafa þeir æft af kappi í Fischersundinu undir heitinu Lizard. Stóra stundin rennur upp á morgun, fimmtudag, er þeir koma i fyrsta sinn fram á tónleikum. Þeir tónleikar veröa í Safari. Sem fyrr segir eru meðlimir Liz- ard fimm talsins. Ársæll Stein- móösson syngur, ívar Árnason leik- ur á gítar, Siguröur jvarsson á bassa, Valdimar Sigfússon á gítar og Brynjar Björnsson á trommur. Enginn fimmmenninganna hefur lagt tónlistarnám fyrir sig, en Brynj- ar hefur notiö leiösagnar Magnúsar Stefánssonar. Þaö voru þeir Valdimar og Brynj- ar, sem settu sveitina á laggirnar. Þeir byrjuðu sjálfir aö spila saman fyrr í vetur, síöan bættist Siguröur viö. Ársæll varö næstur til aö ganga til liðs viö Lizard og ívar Árnason fyllti svo töluna fyrir nokkrum vik- um. Sveitin er reyndar ekki nema Lizard-flokkurinn rýnir í linsu Ijósmyndarans. Eiríkur Hauksson, söngvari Drýsils. Bárujárnstón- leikar í Safari Þriðju og væntanlega síöustu rokkinu, sem viröist óðum vera að tónleikarnir í tónleikaröö SATT undir heitinu „1984“ fara fram í Saf- ari á morgun, fimmtudag. Þessir tónleikar verða helgaðir bárujárns- vaxa fiskur um hrygg. Þaö verður hljómsveitin Lizard, sem ríöur á vaöiö. Eins og sjá má í viötali við hljómsveitina annars stað- ar á Járnsíöunni, er þetta ung sveit og efnileg. Centaur stígur því næst á svið, en sá flokkur er í örri framför. Drýsill rekur síöan smiöshöggiö á verkiö. Skemmst er aö minr.ast magnaörar frammistööu þeirrar sveitar í Safari í byrjun mánaöar. Miöar á tónleikana munu kosta kr. 200 og rennur hagnaöurinn til SATT. mánaðargömul í núverandi mynd. Ég spuröi strákana aö því hvort þaö heföi alltaf veriö takmarkiö aö stofna bárujárnssveit. „Já, þaö var alltaf markmiöiö hjá okkur. Auðvitað viljum viö svo leika sem mest eigin tónlist og eigum núna 7 fullkláruö lög, en síöan verö- um viö kannski meö eitthvaö af „kópíeruöum" lögum. Viö semjum þetta hver í sínu lagi, en berum svo saman bækur okkar þegar lögin eru útsett. Ársæll semur textana." — Hversu oft æfiö þiö í viku? „Viö reynum aö æfa a.m.k. fjór- um sinnum. Stundum æfum viö oftar og notum helgarnar alltaf sér- lega vel.“ Aö sögn strákanna mætast í raun fimm ólíkir bárujárnspólar inn- an Lizard. Einn heldur mest upp á Judas Priest, annar upp á Iron Maiden o.s.frv. Lizard er fyrsta hljómsveitin, sem strákarnir gista. Brynjar lók reyndar í einhverjum dansiballasveitum fyrir austan en telur þaö ekki meö til afreka. Þótt ólikir pólar mætist inn- an sveitarinnar segja strákarnir andann vera sérlega góöan og al- varlegan ágreining aöeins einu sinni komið upp. Þá sló í brýnu vegna einhvers tiltekins lags, en allt féll í Ijúfa löö aö nýju. „Viö stefnum núna aö því aö spila eins mikiö og viö getum. Ætl- um kannski aö reyna aö komast eitthvaö inn í skólana og kýla síöan á sveitaböllin í sumar. Þaö er allt annar „fílingur" rikjandi gagnvart rokkinu úti á landi. Hann þarf bara aö ná hingaö inn í Reykjavík líka." — SSv. Síöustu forvöö EINS OG Járnsíðan hefur skýrt frá hefur SATT aö undanförnu veriö aö vinna aö undirbúningi útgáfu safn- plötu. Undirbúningurinn hefur gengiö vel og hafa margar hljómsveitir sent inn efni. Jóhann G. Jóhannsson, ein helsta sprauta SATT-samtakanna, hefur beöið Járnsíöuna aö koma því á framfæri viö allar þær hljómsveitir, sem eiga upptekiö efni í fórum sínum og hefðu e.t.v. áhuga á aö koma því á þessa plötu, aö síöustu forvöð séu nú aö skila efni. Dá vakti alla úr rot- inu meö frábærum leik Dá var tvímælalaust aú hljómsveit, sem kom meat á óvart á tónlistarkvöldi SATT, sem haldið var I Saf- ari sl. fimmtudag. Auk þeirrar sveitar komu Dúkku- Ksurnar og Jelly Systur fram. Dá er sex manna flokkur, skipaöur tveimur bassa- leikurum, gitarleikara, hljómborös- og trommuleikara auk stórskemmtilegrar söngkonu. Söngkonan, sem heitir Hanna Steina, á ekki langt aö sækja hæfileikana — er nefnilega systir Diddúar, sem um árabil heillaöi landsmenn upp úr skónum meö söng sínum og fram- komu. Auk hennar er Eyjólfur Jóhannsson, fyrrum Tappi, í sveitinni, svo og þeir Heimir og Helgi úr Haugn- um. Nöfn hinna þekki ég ekki. Tónlistin hjá Dá er um margt ákaflega sérstök. Undir yfirborðinu ólgar drungalegur en í senn seióandi bassa- og trommuleikur. Dá teflir fram tveimur bassa- leikurum, sem spila afar skemmtilega saman og af miklu öryggi, og trymbillinn notast viö tvær bassa- trommur. Gítarleikurinn er eiginlega ekki síöur spurn- ing um „effecta" en heföbundinn gítarleik, sömuleiöis hljómborósleikurinn. Söngkonan hefur allt til aö bera, sterka rödd og góöa sviðsframkonu, en samt heyröist lítið hvað hún var aö segja. Tek hér meö undir ummæli SigA í DV varöandi söngvarana. Dá er sveit, sem á framtíöina fyrir sér, en um vinsældirnar held ég gegni ööru máli. Dá er bara ekki þannig sveit. Dúkkulísurnar riöu á vaöiö þetta kvöld i Safari og ekki bar á öóru en þeir rúmlega 100 gestir, sem greiddu sig inn, tækju þeim vel. Mörg laganna hjá Dúkkulísunum haföi ég ekki heyrt, en þau bera þvi vitni aö þetta er hljómsveit, sem er í örri framför. Bassaleik- urinn ákaflega öruggur og án efa sterkasti hlekkurinn í keöjunni. Söngurinn var ekki eins sterkur og ég hef áöur heyrt, sömuleiöis gítarleikurinn. Hljómborösleik- urinn er hins vegar nokkuö góöur sem og trommuleik- urinn. Þó átti Guöbjörg á trommunum þaö til aö „hlaupa upp" eins og stundum er sagt um hestana, þ.e. missa vald á því sem hún var aö gera. Sem fyrr voru Dúkkufisurnar hin besta skemmtun. Tvímælalaust hljómsveit, sem vert er aö fylgjast meö. Jelly Systur tóku viö af Dúkkulísunum. Ánægjulegt aö í höfuöborginni skuli vera aö finna tvær hljómsveitir, sem alfariö eru skipaöar „veikara kyninu". Þaö er mikill munur á þessum tveimur sveitum og Jelly Systur eiga mikiö ólært. Inn á milli örlaöi þó á góóum töktum og sviösframkoman var ágæt. Bætti vafalítiö upp máttlit- inn hljóöfærleik á köflum. Þaö er engin.ástæða til aö vera meö nein hnútuköst, Jelly Systur voru samt lang- samlega slakasta sveitin þetta kvöld, en eiga örugg- lega eftir aö þroskast verulega. POPP- Bergþóra Árnadóttir. Ný plata Bergþóru í vinnslu Bergþóra Árnadóttir hefur lítiö látiö í sér heyra aö undanförnu enda hvíldinni vafalítiö fegin eftir hamaganginn allt síðasta ár. Hún er þó ekki aldeilis sest í helgan stein og er meö nýja breiöskífu í smíðum. Þaö er Tryggvi Hubner, sem ber hitann og þungann af þessu verki. Ekki aöeins sér hann um alla upptökustjórn og „pródúsj- ón“ (vel á minnst, fyrsta verkefni hans á þessu sviöi) heldur sjá hann og Þórir Baldursson aó mestu um allan hljóófæraleik á plötunni. Ekki hefur veriö ákveöió hve- nær þessi plata Bergþóru kemur út. Hún verður unnin í rólegheit- unum og allt eins gæti svo fariö aö safnsnældan Á felgunni, sem hefur að geyma lög af plötum Bergþóru, Hálft í hvoru og Guö- mundar Árnasonar, yröi fyrri til á götuna. Síöast en ekki síst má svo geta þess, aó Bergþóra var fyrir skemmstu beöin aö semja lag á sérstaka snældu, sem gefin verö- ur út af Menningar- og fræðslu- sambandi alþýöu eöa sambæri- legum félögum á öllum Norður- löndunum. Snældan er væntan- leg meö vorinu. Bobby og Stefán S. taka upp Vafalítió kannast lesendur Járnsíöunnar við Bobby nokkurn Harrison. Hann geröi garðinn frœgan hár á árum áöur moö hinni heims- þekktu hljómsveit Procol Harum, en hefur undanfarin ár dvaliö hér á islandi og skemmt veitingahúsagest- um, aöallega þó í Þórscafé, meö blúsuöum söng. Járnsíöan hefur nú fregn- aö, aö Bobby og Stefán Stef- ánsson, stórsaxófónleikari, hafi að undanförnu veriö aö vinna við upptökur og hyggist gefa út plötu saman áður en langt um líöur. Hafa þeir fé- lagar þreifað fyrir sér í Bret- landi meö útgáfu og fengiö jákvæðar undirtektir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.