Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 23

Morgunblaðið - 28.03.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 71 sjúkrahúsinu. En það er síst verra fyrir þá að þurfa koma upp í sjúkrahúsið til þeirrar meðferðar sem þeir þarfnast hverju sinni. Þá er hreint ekki lítið sem lagt er á læknana, sem annast þá starf- semi, sem fram fer á göngudeild- inni og ekki hægt að líkja því sam- an, hvað miklu betra í alla staði það væri ef þessi deild væri stað- sett í sjálfu sjúkrahúsinu. Fyrir því skora ég nú á stjórn sjúkrahússins, að nú þegar verði skrifstofan flutt úr því plássi sem hún nú er í, og göngudeildin fái strax það pláss, sem henni var ætl- að í hinni nýju viðbyggingu við sjúkrahúsið. Þá vil ég taka undir það, sem forstjórinn sagði nýlega í blaða- viðtali, að nauðsynlegt væri að gera við gluggana í gömlu bygg- ingunni. Já, það voru sannarlega orð að sönnu, sem ekki þolir neina bið. En svo að segja öll sjúkra- leguplássin eru í þessari byggingu og verða sjálfsagt á næstu árum, þó ætlunin sé að byggja nýja álmu, og þegar búið að teikna hana. En verði sami seinagangur- inn með að koma henni upp sem að koma hinni þegar byggðu nýju álmu í full not, býst ég við að lang- ur tími líði, jafnvel áratugur eða meira, þar til hún verður komin upp. En gluggarnir í gömlu bygg- ingunni halda hvorki vatni né vindi. Ef svolitil gola er úti og stendur á gluggana, eru það hrein- ustu vandræði, og til að reyna að forða því að stórvandræði hljótist af, hefur það snjallræði verið tek- ið upp, a.m.k. á nokkrum stofum, að þétta þá með því að setja hefti- plástur með rúðunum, svo að kaldur vindgusturinn blási ekki beint á sjúklingana. Þetta hefur gert þó nokkuð gagn, en varla er það til frambúðar, og hreint ekki til fyrirmyndar á einu af stærstu sjúkrahúsum landsins. Þessir gluggar eru líka jafn gamlir og sjúkrahúsið er, eða um 30 ára, og alla tíð verið mesta ólán. En á þeim tíma sem það var byggt, var mjög svo „móðins" að hafa slíka tlugga í öllum stærri byggingum. !g tel ekki útilokað, þar sem nú er nauðsyn á að spara sem allra mest, a.m.k. í öllu því sem tilheyr- ir ríkinu, að hægt væri að taka þessa viðgerð á gluggunum í áföngum, en ekki allt á einu og sama árinu, og byrja að sunnan- og austanverðu. Það skal viðurkennt sem vel hefur verið gert, og á ég þá við að malbikuð hafa verið öll bílastæðin og heimkeyrslan frá Þórunnar- stræti. Þó er það mín skoðun að meira hefði verið aðkallandi að byrja á viðgerð glugganna. En hver hefur sína skoðun á málun- um, og svo er um þetta. Ég hefi heyrt að væntanlegur sé hingað á næstunni forstjóri Ríkis- spítalanna, og væri það hreint ekki fráleitt að sýna honum hvað orðið hefur að gera í sambandi við gluggana til að reyna að forða vandræðum, svo og aðstöðuna með göngudeildina. Að loknum þessum hugleiðing- um, sem að ofan greinir, endurtek ég áskorun mína til stjórnar sjúkrahússins að gera nú þegar ráðstafanir til að flytja göngu- deildina í sjúkrahúsið og í það pláss, sem henni var í upphafi ætl- að, svo og athugun og viðgerð á gluggunum í gömlu byggingunni og þar fyrst þar sem þörfin er mest. Að endingu endurtek ég einlæg- ar þakkir mínar fyrir alla þá góðu þjónustu, sem ég hefi orðið aðnjót- andi í sjúkrahúsinu, þegar heilsa mín hefur krafist þess að vera undir handleiðslu lækna og hjúkr- unarfólks, og notið í fyllsta mæli sérlega góðrar meðferðar. Það er mín einlæga ósk, að þessu ágæta fólki séu sköpuð öll þau bestu skil- yrði sem hugsanleg eru við sín frábæru störf við að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Akureyri, 28. febrúar 1984. Maríus Helgason er íyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma á Ak- ureyri. Egilsstaðaflugvöllur — úr aur í raunverulega flugbraut — eftir Rúnar Pálsson í upphafi áttunda áratugarins lét þáverandi flugmálastjóri kanna hugsanlega byggingu flug- vallar við Snjóholt á Fljótsdals- héraði sem aðalflugvöll fyrir Austurland. Hér var um stórkost- lega mannvirkjagerð að ræða. Flugmálastjóri fékk kunnan flugvallasérfræðing til að kanna aðstæður. Taldi hann Snjóholts- stæðið fullnægja alþjóðlegum kröf- um. Trúlega hefur fyrrverandi flugmálastjóri, sem var stórhuga maður, gert ráð fyrir því að Snjó- holtsflugvöllur yrði alþjóðaflug- völlur vegna veðurfarslegra and- stæðna við Keflavíkurflugvöll. En veðurfarslegar aðstæður á Snjó- holti voru ekki kannaðar til hlítar. Einnig var fjarlægð frá þéttbýli, og þau mannvirki sem þegar voru að rísa við Egilsstaðafíugvöll, til að auka á efasemdir manna um að hér væri um rétta staðsetningu á framtíðarflugvelli fyrir Austur- land að ræða, auk hins mikla kostnaðar sem Snjóholtshug- myndin útheimti. Um miðjan áratuginn og reynd- ar fyrr kom upp sú hugmynd að byggja mætti nýja flugbraut vest- an við núverandi flugbraut á Eg- ilsstöðum. Könnun var gerð af flugmálastjórn á þessu nýja flug- vallarstæði en niðurstöður reynd- ust neikvaæðar, þar sem talið var að geysmikil jarðvegsskipti yrðu að fara fram með miklum til- kostnaði. Út frá þessari rannsókn var tal- ið rétt að endurbyggja núverandi flugbraut, þar sem tilkostnaður við þá framkvæmd yrði mun lægri — en engin ákvörðun um fram- kvæmdir var í sjónmáli. Árið 1977 var stofnuð flugvall- arnefnd Egilsstaðahrepps. Hófst hún þegar handa við að hrista upp í þeirri ládeyðu sem ríkt hafði í flugvallarmálum Austfirðinga og þá ekki síst f ákvörðunartöku um framtíðarstaðsetningu Egils- staðaflugvallar. Augljóst var að núverandi flugbraut þyrfti mikilla endurbóta við ef hún ætti að nálg- ast þær kröfur sem til nútímaflug- valla eru gerðar auk þeirra ann- marka sem lega flugbrautarinnar ákvarðar. Haustið 1978 var þáverandi flugmálastjóra sent bréf þar sem ákvörðunartöku um framtíð Eg- ilsstaðaflugvallar var krafist. í „Vid Austfirðingar teljum það ekki ofrausn þótt einn flugvöllur á Austurlandi sé þannig úr garði gerður að treysta megi fyllsta öryggi í flugsamgöngum til Aust- urlands.“ svarbréfi flugmálastjóra var til- kynnt að flugráð og flugmála- stjórn hefðu fyrir mörgum árum lagt eindregið til að framtíðar- flugvöllur á Austurlandi yrði við Snjóholt. Þegar hér var komið sögu var allur almenningur búinn að af- skrifa Snjóholtsævintýrið vegna fyrri röksemda enda var það búið að vera nægur dragbítur á raun- hæfa ákvörðunartöku um framtíð aðalflugvallar á Austurlandi. Haf- ist var handa við öflun upplýsinga hjá hinum ýmsu aðilum. M.a. var leitað til öryggisnefndar félags ís- lenskra atvinnuflugmanna um þá þrjá valkosti sem fyrir lágu, þ.e.a.s. Snjóholt, uppbygging nú- verandi flugbrautar og nýrrar brautar vestan við núverandi braut (eftirleiðis nefnd vestari braut). Öryggisnefndin mælti ein- dregið með byggingu vestari brautar, því frá öryggislegu sjón- armiði væri sá kostur bestur, M.a. í framhaldi af þessari upplýsinga- öflun var Verkfræðiskrifstofu Austurlands falið að rannsaka væntanlegt nýtt flugvallarstæði á Egilsstöðum. Niðurstöður þessar- ar könnunar urðu mjög jákvæðar. Eftir frekari bréfaskriftir og símhringingar var ákveðið að flugmálastjórn setti á stofn sér- staka verkfræðinganefnd sem gerði endanlega úttekt á væntan- legu flugvallarstæði í samanburði við endurbyggingu núverandi flugbrautar. Niðurstaða verkfræð- inganefndarinnar varð sú að ný flugbraut yrði lítið dýrari en endurbygging hinnar gömlu, en hinir tæknilegu og öryggislegu þættir sem fylgdu hinni nýju flugbraut vægju svo mikið að ekki yrði framhjá þeim komist við ákvörðunartöku. Um sumarið 1983 héldu flugráð og flugmálastjórn almennan fund í Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem fram kom að frá faglegum og tæknilegum sjónarmiðum ætti að hyggja vestari flugbraut þar sem fjárhagslegu þættirnir vægju ekki svo mikið, enda var sú niðurstaða staðfest skömmu síðar á fundi flugráðs. Ýmislegt hefur síðan verið reynt til að knýja á um póli- tíska ákvörðun í þessu máli, m.a. með flutningi tillagna á Alþingi en ekkert gengið enn. Undanfarin ár hafa fjölmargar ferðir verið felldar niður vegna aurbleytu á Egilsstaðaflugvelli auk þess sem ýmis önnur röskun hefur orðið á flugi^f sömu orsökum. Ekki má gleyma því fjárhagslega tjóni sem flugrekendur hafa orðið fyrir vegna „bilana" á hjólabúnaði vél- anna vegna aurbleytunnar, enda skipta þær fjárhæðir hundruðum þúsunda. Egilsstaðaflugvöllur er og verð- ur aðlflugvöllur fyrir Austurland. Við Austfirðingar teljum það ekki ofrausn þótt einn flugvöllur á Austurlandi sé þannig úr garði gerður að treysta megi fyllsta ör- yggi í flugsamgöngum til Austur- lands. Þess vegna er mjög brýnt að þegar verði hafist handa við framkvæmdir. Við þessa hugleiðingu um Eg- ilsstaðaflugvöll koma flugsam- göngur almennt upp i hugann. Ætli landsmenn, yfirleitt, geri sér grein fyrir því að það fram- kvæmdafé sem flugmálastjórn hefur til umráða samsvarar að- eins um einum þriðja af verði skuttogara? Samgöngur í lofti eru einn af meginþáttum samgangna á íslandi drjúgan hluta ársins. Sum byggðarlög verða svo til ein- göngu að treysta á flugsamgöngur á veturna til að hafa eðlilegt sam- band við umheiminn — meira að segja byggðarlög sem teljast ekki afætur á íslensku þjóðfélagi að mati helstu hagfræðivitringa þjóðarinnar. Það er verðugt verk- efni fyrir landsfeður vora að íhuga þróun flugsamgangna sfðustu ára og í næstu framtíð til að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir íslensku þjóðina. Það sinnuleysi' sem ríkt hefur til þessa í flugmál- ■ um er búið að vera landinu dýrt. Töluverður fjöldi fólks hefur reynt að vekja athygli á mikilvægi flugsamgangna en talað fyrir daufum eyrum. Vonandi bera ráðamenn þjóðar- innar gæfu til þess að hlýða á raddir þessa fólks, þvf ef svo færi mega íslendingar vænta stórátaks í flugmálum sínum nú strax á næstu árum. Rúnar Pálsson er umdæmisstjóri FlugleiAa á Kgil.sstöAum. Allt er á hverfanda hveli „Þegar barn nam móðurmál mótuð var þess innsta sál.“ (E. Ben.). Svörin í síðasta þætti voru vissulega uppörvandi fyrir þá sem trúa á bókmenntirnar að því leyti að ekki var efast um uppeldislegt gildi þeirra, og hvaða sess þeim bæri að skipa innan grunnskólans. Vissulega var þar drepið á margt sem vekur til umhugsunar um það hlutverk grunnskólans að standa vörð um menningararf þann er felst í góðum bókmenntum. Hins vegar kom þar Ijóslega fram að bókin á erfltt uppdráttar í grunnskólanum, sem annars staðar. Þá vakna ótal spurningar. Þátturinn leggur nú tvær þeirra fyrir Kristrúnu Eymundsdóttur kennara og Eðvarð Ingólfsson rithöfund. Bokmenntir i grunnskóla Jenna Jensdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir Kristrún Eymundsdóttir 1. Hvað er til ráða, ef bók- menntir eiga í vök að verjast sem kennslugrein innan grunnskólans? Svar Kristrúnar: Eftir því sem ég veit best er kennsla í bókmenntum sem kennslugrein ekki á undanhaldi í grunnskóla, ef marka má þær kennslubækur sem ég hef séð og haft spurnir af. Mér virðist efnið verða fjölbreytt og gefa kennurum tækifæri til að glæða áhuga nem- enda á bókmenntum. En hinu er ekki að neita að kennarar leggja mismikla áherslu á bókmennta- þáttinn í íslenskukennslunni. Svar Eðvarðs: Á öllum tímum starfar ung- mennum mikil ógn af öflum sem vilja fá þau til fylgis við sig og þykjast hafa upp á betri lífsgæði að bjóða en önnur. Síðar kemur í ljós að það er lítið á þessum öflum að byggja og þau eru aðeins tál- vonir einar og skaðvaldar í lífi þeirra sem treysta á þau. Á þessum síðustu og hröðu tím- um eru m.a. á boðstólum alls kon- ar tölvuleiktæki sem sum hver gera meira illt en gott og eru þannig skipulögð með lögmálum námssálarfræðinnar að leikmað- urinn ánetjast þeim, líkt og er með hverja aðra fíkn. Sum þessara tækja einangra unglinginn í leik sínum, ögra honum og í stað út- I rásar er árásarhvötin efld. Það I eru líka fleiri öfl sem vilja grípa inn í líf unglinganna. Tökum næst myndbandaæðið sem dæmi. Um þessar mundir fer það eins og stormsveipur um mörg heimili landsins. Manni virðist að ung- menni eigi afar auðvelt með að komast yfir þær tegundir hryll- ings- og klámmynda, sem eru þess eðlis, að taugasterkum, fulltíða manni verður nóg um. Þetta hvorttveggja sem ég hef nefnt tel ég að ógni persónuþroska ungs fólks og gefi því ranga heims- mynd. Þessi ódýra afþreying dreg- ur úr vilja unglinganna til að tak- ast á við þau hugðarefni sem í senn veita þeim þroska og hvetja til sjálfstæðrar hugsunar og and- svars. Fátt þroskar unglinga meira en lestur góðra bóka. Bókmennta- kennsla í grunnskóla getur auð- Eðvarð Ingólfsson veldað nemandanum að skilja sjáifan sig og samtíð sína, kennir honum að greina bókmennta- verkin og hvetur hann til að mynda sér sjálfstæða skoðun á því efni sem þau fjalla um, ræða það í hópum og skiptast á skoðunum við jafnaldra sína. Að ógleymdu glæða bókmenntir máltilfinningu og auka orðaforða, en fátt er hverri vitsmunaveru mikilvægara en að geta tjáð sig, tilfinningar sínar og skoðanir. Heill einstakl- ingsins og alls mannkyns er undir því komið. Mitt ráð er því að unnendur bókmennta reyni að opna augu sem flestra fyrir mikilvægi bók- menntakennslunnar í grunnskól- um. Hér þarf einfaldlega að koma til skilningur sem flestra; for- eldra, kennara, nemenda og ekki síst skólayfirvalda, sem marka línuna í þessum málum. 2. Hvers er að vænta af foreldr- um við siíkar aðstæður? Svar Kristrúnar: Það er æskilegt að foreldrar fylgist með námi barna sinna eftir því sem tök eru á, örvi þau til lestrar og bendi þeim á skólabóka- söfnin sem eru í flestum grunn- skólum. Svar Eðvarðs: Síðustu ár hafa foreldrafélög verið stofnuð við skóla og mörg hver vinna þau athyglisvert og gott starf. Það er heillavænlegt að foreldrar láti sig skólanám miklu varða og fylgist grannt með því sem þar fer fram. Mér dettur einna helst í hug að foreldrar og foreldrafélög fái mestu áorkað sem þrýstihópur, reyni að opna augu skólayfirvalda fyrir nauðsyn þess að bókmenntir haldi stöðu sinni sem kennslugrein í grunn- skólum. Samvinna foreldrafélags, kennara og yfirmanna skólamála er auðvitað öllu skólastarfi fyrir bestu. Helst þannig væri hægt að koma í veg fyrir að bókmenntir „ættu í vök að verjast" innan skólakerfisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.