Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 25

Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 73 David Bowie fer með aðalhlut- verkið í „Rottufangaranum“ + Söngvarinn David Bowie er fleira til lista lagt en að syngja eins og flestum mun kunnugt. Hann er líka dágóður leikari og er stöðugt að færa sig upp á skaftið í kvikmyndunum. Þær eru orðnar nokkuð margar myndirnar, sem hann hefur leik- ið í, og yfirleitt hefur hann fengð ágæta dóma fyrir frammistöð- una. Bowie hefur nú verið valinn til að fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd, nokkurs konar ævintýramynd, sem heitir „Rottufangarinn", og munu upp- tökur á henni hefjast í Kanada í sumar. Leikstjóri myndarinnar verður Nick Meyer, sá sem gerði „Daginn eftir“ og Bowie þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar þegar honum var boðið hlutverk- ið. A1 Pacino: „Kraftaverk að ég skuli vera á lífí“ + Um þessar mundir er víða verið að frumsýna myndina „Scarface" en þar fer með aðalhlutverk leik- arinn A1 Pacino. Raunar hafði leikstjórinn, Brian De Palma, fyrst boðið John Travolta hlut- verkið, en honum leist ekkert á það. „Allt of mikið blóð,“ sagði hann og hafnaði því. „Það á best við mig að vera í stöðugu uppnámi,“ segir Pacino, „og Brian sá líka til þess. Ég hafði hann alltaf grunaðan um að ætla að kála mér einhvern daginn og þótt hann hefði þar með misst að- alleikarann í mynd, sem kostaði 21 milljón dollara, þá hefði hann sjálfur fengið sitt út úr því. Hann er með blóðbað á heilanum og vildi helst af öllu hafa raunverulegar kúlur í byssunum. Það má því heita kraftaverk að ég skuli vera á lífi.“ A1 Pacino, sem er 44 ára gamall, er annars ekkert ginnkeyptur fyrir kvikmyndaleiknum. Hann er miklu hrifnari af leikhúsinu og hefur nú í nærri sex mánuði leikið 'fyrir fullu húsi á Broadway í leik- ritinu „American Buffalo“. Hann býr í New York og skiptir um heimilisfang fimmta hvern mánuð til að geta frekar verið í friði með sitt einkalíf. „Mér alveg sama um veraldleg verðmæti og kem öllu mínu í tvær ferðatöskur," segir Pacino. + Leikarar og annað frægt fólk eru yfirleitt heldur stórtækir í kröfugerðinni fyrir sjálfs sín hönd og í Bandaríkjunum a.m.k. leika allar tölur á millj- ónum þegar þeir eru annars vegar. Það getur hins vegar líka verið dýrt fyrir þá sjálfa að verða á í messunni eins og leikarinn Peter O’Toole hefur nú fengið að reyna. Hann var við kvikmyndaupptökur í Kali- forníu nú fyrir nokkru þegar maður nokkur nálgaðist hann og bað um að fá að taka af honum ljósmynd. Peter svaraði manninum engu heldur sló manninn til jarðar. Nú hefur ljósmyndarinn höfðað mál á hendur honum og vill fá 60 milljónir ísl. kr. í bætur fyrir kjaftshöggið. Al Pacino í myndinni „Scarface". Hér er hann með leikkonunni Michelle Pfeiffer. COSPER Rým- ingarsala á skíðum, skíðaskóm og skíðafatn- aði. Allt að 40% afsl. D»mi: Áöur Nú Red Star skíði 160—165 cm 3.150 1.890 Cup Star Mid og RS 170—190 3.150 2.485 Racer Junior 90—130 cm 1.795 1.595 Racer Junior 140—165 2.387 1.990 Blue Star Mid og GT 175—190 cm 4.514 3.490 Formel V Compact 190 cm 3.100 1.490 Racing Star 140—175 cm 3.608 3.190 White Star keppnisskíði 185—200 cm 8.000 4.000 Touring gönguskíöi 180—215 2.247 1.790 Touring HC gönguskíði 180—215 2.397 1.950 Super Star VM gönguskíði 4.000 1.990 Fatnaöur Stretsb. 116—128 1.850 1.395 140—152 1.950 1.595 164—176 2.150 1.695 38—44 2.325 1.990 46—56 2.425 1.990 Thermo stretsbuxur 46—56 3.995 3.100 Skíðaskór Maya 26—30 1.250 750 Wicke Flex 26—30 1.340 690 Junior 32—40 1.595 990 Flash 41—46 2.285 1.965 Contessa 4—7 2.419 1.965 Serena 4—7 2.950 2.400 Junior Racer 36—40 2.307 1.595 Turpo 42—46 3.900 2.900 Quatro 42—46 5.640 4.300 Strator 42—46 4.451 3.650 Samfestingar 38—44 3.630 2.890 Skíöaúlpur Lisch 36—54 2.562 1.995 Skíöaúlpur Kneissl 36—52 2.050 1.399 Ath.: Takmarkaö magn Póstsendum — Visa — Eurocard — Greiðsluskilmálar — Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.