Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.1984, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 c 1883 um«.f»l frm S.nniciu fengum snoturt póstkort -firzí. þeísum Litl-u greejnu náungum i K F.H." U* ... að dást að styrkleika hans. TM Rcq U.S. Pat Off.-aD righta rtawvad °1984 Los Angetes Tenes Syndcate Með mor^nkaffinu Mundu að það á að vera ein flaska Hvernig er það, á ekki læknirinn af tómatsósu og önnur með enskri sem kemur að skoða mig? HÖGNI HREKKVÍSI „pEFHONpUR, PUODt£, &OLA&ÍTUK, UA5$ý/ „Laugardagurinn er hinn rétti hvfldardagur Guðs“ Þröstur B. Steinþórsson skrifar: „Maður stendur orðlaus af undrun yfir skrifum presta og guðfræðinema í dálknum „A Drottins degi“. 25.3. Þar rita þeir meðal annars um heilagan hvíld- ardag, og er það gott og vel í sjálfu sér, en lokaorð þeirra eru svo í andstöðu við upphaf greinarinnar og svo augljóslega í mótsögn að maður myndi skammast sín fyrir að skrifa slíkt. Lítum aðeins nánar á þetta. Um 3. boðorðið (sem reyndar er það 4. ef þeir lesa Biblíuna) rita þeir: „Þetta boðorð Guðs er einfalt og skýrt. Sex daga eigum við að vinna en sjöundi dagurinn er hvíldar- dagur helgaður Drottni. Nú stend- ur þetta skýrum stöfum í Biblí- unni ..." Mikið rétt hjá þeim. Heilög Ritning er mjög skýr og afdráttarlaus í ritum sínum um hvíldardaginn. Bibiíulesturinn fyrir vikuna 25.—31. mars (á sömu blaðsíðu) gefur okkur smásýnis- horn af hvíldardagskenningu Ritningarinnar. En hvað gera þeir svo við þetta?! Eftir nokkuð góða hug- vekju um tilgang hvíldardagsins, spyrja þeir: „En hvers vegna held- ur kristin kirkja sunnudaginn sem hvíldardag en ekki laugardaginn eins og Gyðingarnir gerðu? Vegna þess að Jesús reis upp frá dauðum á sunnudegi ..." Biblían kennir svo skýrum stöf- um að laugardagurinn er hinn „Kæri Velvakandi. Ég undirrituð hef verið vistkona hér á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gund, á Minni-Grund, í rúm 3 ár og hef ekkert nema gott um það að segja. Og ég hef talað við marga hér, sem segja það sama. Oft hef ég farið út á Stóru-Grund og ekki séð neitt þar, sem mér hefur ekki líkað, og er ekki sagt: „Glöggt er gests augað"? Ekki kvíði ég því, að eiga eftir að flytja þangað. Hvað fæðið snertir, þá finnst mér óþarfi að finna að því. Matur- inn hér er góður og snyrtilega framborinn og yfirleitt tekið tillit til þess, ef þessi eða hin sortin hentar ekki. Hvað sviðunum á gamlárskvöld viðkemur, sem blaðamaðurinn sá sig knúðan til að skrifa um, þá gat ég ekki séð, að neinn leifði af þeim. Það var svo sannarlega hlýlegt að koma inn í borðstofuna það kvöld, dekkuð borð með snyrtilega brotnum hvít- um sevíettum í tærum glösum og kertaljós. Ég veit, að ein vistkon- an, sem var að heiman, bað um, að Þröstur J. Karlsson skrifar: „Hann er orðinn nokkuð langur vegurinn þaðan sem lagt var af stað og þangað sem nú er komið. Um það ber síðasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, vitni. Þótt Hrafninn minni örlítið á dollaramyndirnar þar sem aðal- sögupersónan er fámált hörkutól, er þetta styrkur Hrafnsins, því höfundi hefur tekist að plokka það bezta úr ýmsum áttum mynd sinni til góða — og listin er jú saman- safn úr ýmsum hausum. Nú er svo komið að ég hlakka til að sjá næstu mynd Hrafns og væri vel ef rétti hvíldardagur Guðs, og prest- arnir bentu svo réttilega á það, en segja svo í raun „en við gerum ekki eins og Guð segir, heldur kjósum að velja annan dag sem okkur finnst þýðingarmikill". Eru þeir búnir að gleyma hvað Guðs orð segir? „Framar ber að hlýða Guði en mönnum!" Post. 5.29. Og það var einmitt þess vegna að postularnir og frum- kirkjan voru ofsótt — þeir voru staðráðnir í að hlýða Guði — hvað sem það kostaði. Sumir freistast til að segja: „Já, geymdur væri handa sér sviða- kjammi. Og að endingu, ef önnur elli- heimili bjóða betur en hér, þá er það vel! Arnfríður Jónsdóttir Meira Skonrokk „Til Velvakanda. Við viljum koma því á framfæri við stjórnendur sjónvarpsins að okkur finnst þátturinn „Skon- rokk" vera alltof sjaldan á dagskrá. Það er alltof lítið að hafa þáttinn bara annan hvern föstu- dag, og finnst okkur að hann ætti að vera að minnsta kosti einu sinni í viku, jafnvel oftar. Þessi þáttur er einn af þeim sem ungl- ingar hafa hvað mest gaman af að horfa á í sjónvarpinu. Þess vegna viljum við að þessu verði breytt og þáttunum fjölgað. Fjórir Akureyringar á 13. ári.“ aðsókn að Hrafninum yrði það góð að höfundur tapaði ekki á henni. Svo er hér að lokum smá uppá- stunga frá mér til Hrafns Gunn- laugssonar um leið og ég óska hon- um til hamingju með frambæri- legt verk á kvikmyndasviðinu: — Hafir þú í hyggju að gera mynd í svipuðum dúr hafðu þá sögusviðið í byrjun tekið úr lofti, helzt úr mikilli hæð, sérstaklega ef ísland á í hlut. Svo má smám saman færa fókusinn á sögustað. Það gefur áhorfendum nokkra hugmynd um stórfenglegt landslag og stað- hætti. — Sé næstu rnynd." en Jesús breytti þessu." Hvar, má ég spyrja? I Guðsorði? Nei! Aftur á móti segir Guðs orð mér að Guð breytist ekki — aldrei! T.d. Mal. 3.6: „Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér.“ Og Heb. 13.8: „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hjá Guði er engin breyting! Mann furðar því meir á þessum skrifum að nýlega átti Martin Lúter 500 ára afmæli og þá var lögð áhersla á líf hans og starf. En hver var undirstaða Lúters? „Sola Scriptura!" Það er Ritningin og aðeins Ritningin. Engu viðbætt, ekkert tekið burt. Hvernig væri að prestar landsins tækju þessi orð alvarlega og kenndu samkvæmt þeim?“ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til lostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lcsenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þessir hringdu . . . Hendingarnar eru úr kvæði Gríms Thomsen Kvæðakona hringdi: „Síðastliðinn sunnudag lýsti Þórunn eftir kvæði í Velvakanda sem í voru þessar hendingar: Svo var mikill satans kraftur/ að salt- aðir gengu þorskar aftur. Kvæðið sem þessar hendingar eru úr er eftir Grím Thomsen og heitir það Stokkseyrarreimleikinn 1892.“ Sýnið Dallas áfram að hausti S.P. skrifar: „Til Velvakanda. Ég er ein af þeim mörgu sem á erfitt með að sætta mig við að eiga ekki eftir að sjá fleiri þætti af Dallas. Ég er fullorðin kona sem fer ekki víða nú orðið og hef alltaf hlakkað mikið til miðvikudags- kvöldanna að fá þessa kunningja í stofuna mína, eiga með þeim stund og fylgjast með þeirra dag- lega lífi. Ég trúi ekki öðru en að sjónvarpið lofi okkur sem þess óskum að sjá Dallas-þættina aftur með haustinu, enda þótt einhverra hluta vegna verði gert hlé á þeim um tíma. Ég lifi í voninni og hlakka til haustsins." Gott að vera á Grund Hrafninn flýgur: „Hlakka til að sjá næstu mynd Hrafns“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.