Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Gísli Rúnar Jónsson snarast inn úr dyrununum. Hann er í síöum gaberdín-frakka og meó baröastóran flókahatt á höfö- inu, sem slúttir yfir andlitiö svo aö- eins sést í mjótt yfirvaraskeggið, sem er eins og mjó, svört lina, sem dregin hefur veriö meö pensli. Þeg- ar hann birtist þarna í dyragættinni minnir hann óneitanlega á snuörara úr leynilögreglumynd. Hann heilsar, fer úr frakkanum, tekur af sér hatt- inn og sest í stól. Á móti mér situr nú hár, frekar grannvaxinn þrifa- legur maöur um þrítugt, með gyö- inglegan boga í nefi, Ijóst litaö hár og vind í vöngum. Ég tek eftir að hann er meö hring á næstum hverj- um fingri hægri handar Glysgjarn maöur — semsé í flestu afar ólíkur þeim Gtsla Rúnari, sem ég man eft- ir, stórum, þrekvöxnum, brúnhærö- um meö kaskeiti og útdregna neóri skúffu. Þó svo þeir, sem fyrir eru þarna inni, auk mtn, eigi aö þekkja Gísla Rúnar, þá viröist þaó eitthvaó vefjast fyrir mönnum hver hann sé. „Nei, ert þetta þú,“ segir loks einn samstarfsmanna minna. „Ég ætlaói ekki aö þekkja þig ... djöfull flott showið þitt á Hótel Sögu, þaö besta, sem ég hef séö í mörg ár,“ bætir hann við. Gísli þakkar hóliö og sjónhverfingarnar halda áfram og nú er það leikarinn, leikstjórinn og skríbentinn m.m. sem talar. „Já, stendur heima. Ég dró mig alfariö út úr hinum svokallaöa skemmtana-.iönaöi" fyrir u.þ.b. átta árum — klippti alveg á. Þaö geröi ég af hreinum og klárum ásetningi og fór m.a. í framhaldi af því í framhaldsnám í minni listgrein til London, þar sem ég dvaldi i eitt ár. Nú ég hef svona heldur látiö minna á mér kræla á sjálfu leiksviö- inu meö heiðarlegum undantekn- ingum aó vísu, þegar girnileg hlut- verk hafa komið upp í hendurnar, en unniö æ meira hinumegin viö „stakketiö“ sem leikstjóri og skríb- ent. Fært upp og skrifaö leikrit, revíur og kabaretta fyrir ýmsa aðila, m.a. fyrir Þjóöleikhúsiö, nú og svo þennan á Sögu,“ segir Gísli Rúnar í framhaldi af hólinu góöa og hann heldur áfram: „Nú, meö þessu hef ég ekki hvaö síst veriö aó reyna aö losa mig viö eða í það minnsta losa um „kómikímyndina“ eöa „klysj- una“ sem ekki hefur verió and- skotalaust og birtist til aö mynda í því aö mér er sýknt og heilagt aö bjóöast allskyns starfi á þessum óskemmtilega vettvangi. Af fram- angreindum orsökum hef ég í mörg ár (gerist reyndar æ sjaldnar, sem betur fer) staöiö í ströngu viö aö sannfæra allskyns fólk, fyrirtæki og stofnanir um aö ég sé hættur og hafi fyrir löngu snúiö mér að ööru." — Er skemmtanabransinn m.ö.o. ekki lengur fyrir þinn smekk? „Nei, og hefur reyndar aldrei ver- iö. Þetta varö nú einu sinni allt sam- an til fyrir hreina tilviljun, sem sner- ist á tímabili upp í illa nauðsyn en var aldrei mín tóbakstegund. Þeir sem kæra sig kollótta geta aö skaölausu skemmt öldurhúsagest- um í tilraunaskyni eöa af annarri glæframennsku einhvern hluta starfsævi sinnar ef þeim liggur óskaplega mikió á hjarta en ef viö- komandi hefur giska fokheldan metnaö til handa sjálfum sér sem leikara þá lýkst þaö uþp fyrir hon- um einn góöan veöurdag að þetta er bara tóm eftirsókn eftir vindi." — Hvers vegna? „Þaö einfaldlega gildir einu hvort þú gerir vel eöa illa. Öldurhúsagest- ir gera engan greinarmun hvort heldur er. Svo einfalt er þaö nú — liggur í augum úti eins og skáldiö sagði.“ — Hvað meö alla þá, sem eru í þessum bransa ár eftir ár? „Þaö ætti aö verölauna þá.“ — En þetta viröist fullnægja þeim? „Fjárhagslega áreiðanlega, lengra nær sú fullnægja ekkil" — Þú viröist ekki sáttur viö grín- ímyndina? „Nei — ekki síst fyrir þær sakir aö í þessu tilfelli sem þú hefur fyrir framan þig er um aö ræöa leikara- grey, sem í upphafi síns ferils lendir í því, fyrir klára tilviljun, aö tiltekin leikpersóna, skopkarakter, nær slíkum vinsældum og um leió grát- legri útbreiöslu aö varla eru dæmi tiltæk um annaö eins. Nú, leikara- vesalingurinn situr uppi meó þetta óviljaverk sitt, sem áhorfendum víöa um land ætlar seint aö líöa úr minni og er hann aö vonum heldur ósáttur með sitt hlutskipti. Til að dramatísera þetta rækilega þá er þetta í rauninni harmsaga tveggja ungra og óharönaöra leikara, sem í upphafi hyggja á „alvöruþrungin og metnaöarfullan „karríer" en sitja svo allt t einu uppi meö „Lepp, Skrepp og Leióindaskjóöu" til fram- búóar. Eins tragt-kómískt og þaö kann aö hljóma, þá ætluðum viö Júlíus Brjánsson, sem lenti í þess- um hrakningum meö mér, ( upphafi fyrst og fremst aö veröa kynngi- magnaöir túlkendur heimsbók- menntanna á leiksvióinu og helst aó draga línurnar, í vandlætingarfullu vali okkar, aldrei neöar en viö höföalagiö hjá Shakespeare og O'Neil, svo dæmi sé tekiö. Gísli brosir. Þaö veröur að teljast ógæfa og í raun martröö hvers leikara að festast í ákveönu hlutverki á leik- sviöinu og í hugum fólks, sem ef til vill tekur langan tíma að losna und- an ef þaö lukkast þá nokkurn tima. Nú, ef draga má lærdóm af framan- greindu getum viö bókaó aö starfs- ævi þó nokkuö margra leikara sé ein samfelld martröö." Gísli glottir. „Síöan er þetta fyrst og fremst spurningin um þaö hvort áhorfend- ur sætta sig viö leikarann í annars konar hlutverkum — hvort þeir gefa honum „séns“ ef hann hefur á annað borö veriö svo stálheppinn aö einhver leikstjórinn hefur gefið honum „séns". Þaö er nú oft þannig meö þá, sem unnið hafa sér ein- hvers konar sess i hugum fólks sem kómíkerar, aö um leiö og sést í snjáldriö á þeim fara áhorfendur aö kíma. Síöan er skuldinni skellt á leikarann og sagt sem svo: Greyiö — hann getur bara leikiö kómik. Þar eru hans takmörk." — Hefur þú aldrei fengiö aö spreyta þig á alvarlegum hlutverk- um? „Tjaa ... alvarlegum ... þau hlutverk, sem óg hef fengist viö, hafa verið misjafnlega alvarleg, nú eöa mismunandi skopleg, alit eftir því hvernig þau eru skoöuö — og býsna margvísleg held ég, ekki síst nú í seinni tíó, þó flestum séu vísast „kómísku" rullurnar ríkari í minni. — En ef þú átt viö há-tragísk hlut- verk, þá verður aö viöurkennast aö þau hafa því miður veriö í minni- hluta, nema þá helst í leikskólanum í gamla daga. Nú og svo náttúru-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.