Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 30. MARZ 1984 71 VELVAKANDI SVARAfl í SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS ll i'lf iufrhi A lf Eykur aðeins vandann að leyfa bjórinn Til Velvakanda. R.K. skrifar: „Mikið er rætt og ritað um bjórinn um þessar mundir og leggja margir orð í belg. Hefur Jón óttar, sem tekið hefur upp hanskann fyrir bjórmenn og þá er girnast hin léttu vín, verið harðlega gagnrýndur — kallaður brennivíns-prestur og trúboði og mörgum illum nöfnum. Ekki ætla ég að hafa nein fúkyrði um þennan mæta mann eða aðra, sem vilja koma á bjórþambi hér. Að hinu verðum við þó að hyggja að ef við flytjum inn bjórþambið flytjum við einnig inn ýmis vandamál, sem aðrar þjóðir hafa lengi glímt við. Við innleiðum með öðrum orðum nýja tegund af sídrykkju, sem mörgu heimili myndi verða örlagarík. Eitt þykir mér á skorta í rök- semdafærslum bjórpredikar- anna, en það er hvaða vandamál á bjórdrykkjan hér að leysa. Ég sé það alveg fyrir mér þegar menn fara að drekka úr einni bjórkollunni eftir aðra fyrir framan sjónvarpið. Heldur því einhver fram að bjór — eða léttvínsneysla dragi úr neyslu sterkra vína? Ég held að hún leiði til neyslu sterkra vína ef eitthvað er. Eða hefur einhver fært rök fyrir öðru? Við höfum komist vel af án bjórsins hingað til og bætum að- eins við vandamálum með því að leyfa hann.“ Æ' Oréttmæt skattheimta Henrik Jóhannesson skrifar: „Velvakandi góður. Ég er hreint agndofa yfir því hve íslensk stjórnvöld ganga langt í að skattpína verkamanninn með alls konar aukasköttum. Óar manni við slíkri skattpfningu. Á sama tíma og verið er að hækka lægstu laun upp í 15 þúsund krón- ur á mánuði, hikar skattstjóri Reykjanesumdæmis ekki við að bæta aukasköttum á okkur Suður- nesjamenn, sem vinnum hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli, en ég er einn þeirra. Áður fyrr var það rúta frá varn- arliðinu sem keyrði okkur ti! og frá vinnu, en síðan var hætt við þann lúxus. Við neyðumst þá flest- ir til að fá okkur bíl svo við gætum stundað vinnuna og auðvitað kost- ar peninga að komast yfir slíkt farartæki. Nú eru 32 km frá Sand- gerði, þar sem ég bý, til Keflavík- urflugvallar og til baka. Þegar þetta er skrifað kostar bensínlítr- inn 22,30 kr. sem svarar 120 krón- um í beinsínkostnað á dag fyrir mig. Varnarliðið greiðir 65 krónur í ferðastyrk á dag, en mismuninn, 55 krónur, verð ég að greiða sjálf- ur. Ég er vanur að gefa þessar krónur upp sem tekjur en síðan aftur sem frádrátt — vegna þess að þetta er útlagður kostnaður. En fyrir þetta bætir skattstjórinn 7.926 krónum ofan á skatta okkar hjóna og finnst mér það ganga glæpi næst. Þó okkur Suðurnesja- mönnum sé með þessum hætti refsað fyrir að vinna hjá varnar- liðinu gildir það ekki um íbúa Reykjavíkursvæðisins. Þeir fá sína rútupeninga dregna frá skatti þrátt fyrir að þeir vinni í okkar sveitarfélögum. Nú skora ég á þingmenn okkar í Reykjaneskjördæmi að þeir beiti sér fyrir að afnema þessi ólög hið snarasta og koma í veg fyrir þetta hneikslanlega óréttlæti sem við Suðurnesjamenn erum beittir með slíkri skattheimtu." Nú skal rétta bogna bakið Hagyrðingur sendi okkur þetta vísukorn og fer varla á milli mála hvaðan innblásturinn er fenginn, ef menn hafa fylgst með umræðunum um „fjárlagagatið“ í sjónvarpinu fyrir skömmu. Þeir sem hafa bakið breiða bráðum minni skatta greiða þorskinn meira þarf að veiða þá mun batna mannlífið. Nú vill einhver loksins leiða litla manninn sér við hlið. Eðlið rétta upp skal vakið ástand mála sýnum nakið látum aðeins linast takið litlum mönnum verum góð. Nú skal rétta bogna bakið. Bæta um hjá landi og þjóð. H.A. eigenda þegar fjáreigendur beita á jarðir þeirra eða hvert þeir geti snúið sér með kærur. Ég á land, sem nær hér upp í Vaðlaheiðina og sumarbústað þar. Þarna er nýbýli skammt frá og ganga kindurnar í landið hjá mér nær hvern dag. Öll skógrækt hefur farið út um þúfur því féð bítur toppana af trjáhrísl- unum og eyðileggur þær. Við höf- um fært þetta í tal við fjáreigand- ann, en hann vill ekki við neitt kannast og segir að þetta geti allt eins verið fé af öðrum bæjum. Við höfum reynt að treysta girð- inguna umhverfis landið, en það virðist vera þannig að kindur sem á annað borð hafa vanist á að ganga um tún eru furðu naskar að komast leiðar sinnar þar sem girð- ingar eru ekki því hærri og vand- aðri. Við leggjum varla í að girða landið upp á nýtt enda væri það mjög kostnaðarsamt. Langar mig því til að koma þeirri fyrirspurn á framfæri hvað við getum eiginlega tekið til bragðs til að verja landið okkar. Árshátíð þingmanna - hvers vegna ritskoðun? 2142-0638 hringdi: - Hef ég skilið það rétt að einstakir þing- menn (þingkonur) hafi verið fengnir til að ritskoða skemmti- efni árshátíðar þingmanna og það með stuttum fyrirvara. Er það al- gengt að þingmenn séu fengnir til þessa verkefnis hjá öðrum skemmtikröftum? Og hvert er markmið þessarar ritskoðunar? Er það til að vernda viðkvæmar sálir áhorfenda? Að öðru leyti finnst mér rétt hjá þingkonunni að þingmenn geti sjálfir borið kostnað af sinni árshátíð. Við borgum þeim nóg kaup. Ég, hús- móðir í Breiðholti, varð að neita mér um að fara á árshátíð vegna peningaleysis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.