Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 HC£/nA«n » IM3 Unlv.ml f Klú máttu eJcki bcrja. fót)r\n <x afa1' ást er ... ... að sleppa DALLAS svo að þú getir telcið á móti honum á flugvellin- um. TM Reg U.S. Pat Off.—aM rights reserved •1984 Los Angetes Times Syndteale Með morgunkaffínu vegna slökkva Ijósið, Dúdda mín! HÖGNI HREKKVÍSI ÁRAMÓTALJÓÐ 1983—84 Tileinkað Alþýðubandalaginu (Lag: „Þú vorgyftja svífur") Þá árið var gengið í aldanna sveit stóð Alþýðubandalag hokið Svavar í Þjóðviljann sorgmæddur reit sýndist í afdrepin fokið. Gekk þar að venju á gaspur og þref en Guðmundur Jaki með pólitískt kvef. Verkalýðsaðallinn volaður grét vankaður kúrði í sárum. Áhyggjur snauðra í umræðu lét og úthellti krókódílstárum. Þó Bjarnfríður angurvær blási í kaun úr býtur fær Ásmundur ráðherralaun. E.E. Menningarvitar hér mötuðu þjóð á marxisku hugmyndaglundri. Samfélagsviska á súðunum óð sýndist þar verða að undri en grunnskólaæskan á glapstigum þekk gengur um ólæs í níunda bekk. Templarar hafa hér tórað í öld teygðir í nátttröllahöndum. Ofstækisvandamenn eiga þar völd elta þeir fordóma á rðndum. En ginntur mun Seljan í galsa og þjór við Guðrúnu skálar í áfengum bjór. Veilráður horfinn er vandanum frá vonsvikinn Hjörleifur rótar. Makalaust umræðumálróf hans á mannlausir hlusta nú stólar, rausið og armæðan renna í graut en ráðherradómurinn svifinn á braut. „Seltjarnarnesið er lítið og lágt“ landið er óslétt og brotið. Ólafur Ragnar þar á heldur bágt því atkvæðavægið er þrotið, en launa má ósvifið langræðuhjal með lífstiðarábúð í Þegjandadal. Ogleymanlegt kvöld í Broadway „Til Velvakanda. Hér skulu færðar þakkir til þeirra er stóðu að skemmti- og gleðistund í „Broadway“ fimmtu- daginn 22. mars fyrir nálægt 500 sálir, sem komnar eru á hvíldar- skeiðsaldurinn. Þar buðu brosandi og fagrar yngismeyjar gestum sín- um guðaveigar og suðræna aldin- drykki um leið og vísað var til sætis. Þá tók við stjórninni Her- mann Ragnar Stefánsson með sinni meðfæddu snilligáfu, og lét grínið og gleðina hljóma svo um sali að fyllti huga og hjörtu hvers manns. Milli skemmtiatriða veitti þjónalið hússins vel fram bornar veitingar í mat og drykk. Síðan var dansað af lífi og sál og miklu fjöri undir hinni tónfögru hljóm- sveit hússins og var ánægjulegt og lifandi gleðibros á hverju andliti. Tíminn leið fljótar en venja er og best að hætta hverjum leik þá hæst hann fer. Allir fóru vel mett- ir með gleði í sál og sól í hjarta til síns heima þar sem umhverfið verður bjartara og mannlífið feg- urra og við byggjum okkur upp, með bjartar endurminningar í brjostum, út í einveruna, hvers- dagsleikann og kyrrðina, þar til aftur bíðst gleðistund. Að síðustu hugheilar og heitar þakklætis- kveðjur til allra, sem stóðu að því að gera þessa gleðistund ógleym- anlega og lýsandi ljós í sál og sinni. KÞK.“ Þessir hringdu . . . Nýyrði: „TosaM og „kálína“ Herdís hringdi: — Ég sá I ein- hverju blaði um daginn auglýst eftir orði yfir tæki sem kafarar nota til að toga sig áfram, og datt piér í hug orðið „tosa“. Svo var verið að auglýsa svonefndar kál- garðsdúkkur og fyndist mér upp- lagt að kalla þær „kálínur". Afram með Dallas Þrír 12 ára strákar komu með eft- irfarandi bréf til Velvakanda og kváðust hafa skrifað það í samein- ingu: „Við erum á móti því að Dall- as, einn af langbestu þáttum sem sjónvarpið hefur sýnt, hætti. Dall- as er einn af fáum þáttum sjón- varpsins, sem hægt er að horfa á, og án efa einn vinsælasti þáttur- inn sem sjónvarpið hefur sýnt.“ Hver er réttur landeigenda gagnvart fjáreigendum? Sigríður Árnadóttir hringdi: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn um rétt land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.