Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 10
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 LEIKLIST Hart í bak og For- setaheimsóknin í síöasta sinn Leikfelag Reykjavíkur sýnir í kvöld leikritiö Gísl ettir Brendan Behan og er uppselt á sýninguna. Á morgun, laugardagskvöld, verö- ur sýning á bandaríska leikritinu Guö gaf mér eyra, eftir Mark Med- off. í aöalhlutverkum eru þau Berglind Stefánsdóttir og Siguröur Skúlason. Á laugardagskvöld veröur einn- ig enn ein aukasýning á gaman- leiknum Forsetaheimsókninni, sem sýndur er á miönætursýningu í Austurbæjarbíói. Leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, veröur síðan sýnt í lönó á sunnudags- kvöld og er þaö 50. og síöasta sýn- ing. I stærstu hlutverkum þar eru Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Kristján Franklín Magn- ús og Edda Heiörún Bachman. Borgarnes: Dúffnaveislan Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi hefur að undanförnu sýnt leikrit Halldórs Laxness, Dúfnaveisluna, í leikstjórn Kára Halldórs. Leikritiö veröur sýnt síöasta sinn á laugardagskvöld og er sýningin / Samkomuhúsinu Borgarnesi. Boöiö er upp á svo- kallaöa „Nýlagaöa borgfirska blöndu", ferö frá Reykjavik þar sem gist og dansaö er á hótelinu og farið á leikritiö. Þjóðleikhúsið: Tómasarkvöld í Þjóöleikhúsinu verða tvær sýn- ingar, í kvöld og á laugardags- kvöld, á leikriti Bertold Brechts, Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni, meö söngvum eftir Hans Eisler. Meö hlutverk Sveyk fer Bessi Bjarnason, en leikstjóri er Þórhild- ur Þorleifsdóttir og hljómsveitar- stjóri Jón Hlööver Áskelsson. Amma þó!, barnaleikrit Olgu Guðrúnar Árnadóttur, veröur á sunnudag kl. 15.00. Gamanleikur- inn Skvaldur, eftir Michael Frayn, veröur sýndur í 50. og allra síðasta sinn á sunnudagskvöld kl. 20.00. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason, en níu leikarar koma fram í leikn- um. Tómasarkvöld nefnist dagskrá sem frumsýnd verður á Litla sviö- inu á sunnudagskvöld. Dagskráin byggir á Ijóöum og æviatriöum Tómasar Guömundssonar skálds og hefur Herdís Þorvaldsdóttir um- sjón með henni. Auk Herdísar koma sex leikarar fram í dag- ií 11 I! 1 ¦K- -i t 'A fjj Verk eftir fjórmenningana. Talið aö ofan f.v. Þór Vigfússon, Rúrí, Rúna Þorkelsdóttir og ivar Valgarosson. Kjarvalsstaðir: Samsýning fjögurra listamanna LISTAMENNIRNIR ívar Valgarösson, Rúna Þorkels- dóttir, Þór Vigfússon og Rúrí sýna nú verk sín á Kjarvalsstöðum, bæöi í Vestursal hússins og í Kjar- valssal. Eru á sýningunni verk unnin meö blandaöri tækni, málverk, teikningar, skúlptúr og lágmyndir. Fjórmenningarnir hafa allir stundaö nám í Mynd- lista- og handíöaskóla Islands og síöar viö Lista- akademíur erlendis. Þá eiga þau öll aö baki einka- sýningar og samsýningar, innan lands sem utan, á síöastlíðnum 10 árum. Sýningin veröur opin um helgina frá kl. 14.00- 22.00, en henni lýkur nk. sunnudag. skránni, auk hljóöfæraleikara. Létt máltíð er innifalin í dagskránni. LA: Súkkulaðið í síðasta sinn Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit- iö Súkkulaöi handa Silju, eftir Nínu Björk Arnadóttur, í síðasta sinn um helgina. Sýnt verður aö vanda í Sjallanum og veröa sýningarnar í kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Haukur J.Gunnarsson. TONLIST MYNDLIST Nýlistasafnið: Verk Helmut Federles í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg stendur nú yfir sýning svissneska listamannsins Helmut Federles. Á sýningunni eru teikningar frá sl. fimm árum, auk bókverka. Helmut Federle hefur sýnt verk sín víða erlendis og á hann myndir á helstu söfnum í heimalandi sínu. Undanfarin ár hefur hann búið í New York og unniö aö stórri myndaröö fyrir borgina þar. Fed- erle er nú gestakennari viö Mynd- lista- og handíöaskóla íslands. Norræna húsið: Akranes: Spænsk gítar- tónlist Gítarleikarinn Símon H. ívars- son heldur tónleika í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi nk. sunnu- dag kl. 15.00. Á efnisskránni eru spænsk klassísk verk og flam- enco-tónlist, en sú tónlist hefur ekki verið skrifuö á nótur, heldur borist frá manni til manns í gegn- um tíöina. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við áhugafólk um lif- andi tónlist. íslenska óperan: Nóaflóöið og Rakarinn íslenska óperan sýnir í kvöld óperu Rossinis, „Rakarinn í Sev- illa", gamanóperu í tveimur þátt- um, kl. 20.00 og verður hún einnig sýnd á sama tíma á sunnudags- kvöld. Barna- og fjölskylduóperan „Örkin hans Nóa" eftir Benjamin Britten veröur síðan sýnd á sunnu- dagkl.15.00. Keramik í anddyri Norræna hússins sýnir nú dansk-íslenski listamaöurinn Snorre Stephensen nytjalist. Eru það ýmiskonar keramikmunir til daglegra nota, tesett, vasar, skálar og fleira. Sýningin stendur til 8. apríl. Hafnarborg: Málverk Gunnars Á. Hjaltasonar I Hafnarborg, menningar- og listastofnuninni í Hafnarfirði, stendur nú yfir sýning á málverk- um listmálarans Gunnars Á. Hjaltasonar. Sýningin er 24. einkasýning Gunnars, en hann á auk þess fjölda samsýninga að baki frá því að verk hans voru sýnd í fyrsta sinn, árið 1964. Gunnar stundaði gullsmíöanám hjá Guömundi Guönasyni og Leifi Kaldal. Teikni- nám stundaði hann hjá Birni Björnssyni og Marteini Guö- mundssyni og í Handíöaskólanum. Sýningin í Hafnarborg veröur opin til 8. apríl. Listasafn íslands: Edvard Munch j Listasafni islands stendur yfir sýning á grafíkverkum norska mál- arans Edvard Munch, sem eru í eigu safnsins. Eru þar sýndar 17 myndir, unnar meö margskonar grafíktækni s.s. steinprenti, ætingi, þurrnál og tréristu. 14 myndanna voru gefnar af Christian Gierlöff, rithöfundi og nánum vini málarans, auk þess sem Ragnar Moltzau, út- geröarmaöur, gaf safninu þrjár myndir 1951. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma safnsins, laugardaga, sunnudaga, þriöjudaga og fimmtu- dagafrákl. 13.30—16.00. Akureyri: Listkynning I Alþýöubankanum á Akureyri stendur nú yfir listkynning á verk- um Sigurðar Kristjánssonar. Aö kynningunni standa Alþýöuþank- inn og Menningarsamtök Norð- lendinga. Gallerí glugginn: Verk Kristjáns E. Karlssonar Verk Kristjáns E. Karlssonar eru nú til sýnis í Gallerí glugganum, nýju galleríi á horni Vesturgötu og Garöastrætis. Sýningin er nokkuö sérstæð þar sem galleríiö er þann- ig gert að sýningargestir skoða verkin inn um glugga á húsinu Garöastræti 2. Sólheimar: Myndír Guðmund- ar Ófeigssonar, síðasta sýningarhelgi í Sólheimum í Grímsnesi stend- ur yfir sýning á myndum og teikn- ingum Guömundar Ófeigssonar. Eru þar sýndar um 100 vatnslita- myndir og 40 teikningar. Sýning- unni lýkur eftir helgina. Guömundur, sem nú dvelur á elliheimili, var mörg sumur í Sól- heimum og er hluti myndanna á sýningunni frá þeim tíma, m.a. eru margar myndir af Heklu. Listasafn ASÍ: Sjónarhorn í Listasafni ASÍ viö Grensásveg stendur nú yfir sýning á pastel- og vatnslitamyndum Vilhjálms G. Vilhjálmssonar, sem ber heitiö „Sjónarhorn". Vilhjálmur G., sem er formaöur Félags heyrnarlausra, stundaöi nám i Myndlista- og handíöaskóla Islands og útskrifaöist þaöan úr auglýsingadeild áriö 1977. Hann hefur einnig stundaö myndlistar- nám hjá Ragnari Kjartanssyni, Hring Jóhannessyni, Hannesi Flosasyni og í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Sýningin / Listasafni ASÍ er opin frá kl. 14.00—22.00 um helgar og frá kl. 16.00—22.00 alla virka daga. Mosfellssveit: Myndir Bjargar Atladóttur, síðustu sýningardagar í Héraösbókasafni Kjósarsýslu, Markholti 2, Mosfellssveit, hefur undanfarnar vikur staöiö yfir kynn- ing á verkum Bjargar Atladóttur, myndlistarmanns, og lýkur kynn- ingunni á morgun, laugardag. Á kynningunni eru myndir, aöallega geröar meö blandaöri tækni, sáld- og skapalónsþrykki. Kynningin veröur opin í dag, föstudag, frá kl. 13.00—20.00 og á morgun, laugardag, frá kl. 14.00—18.00, þegar henni lýkur. Gallerí íslensk list: Verk Gunnars Arnar I Gallerí íslensk list á Vesturgötu 17 stendur nú yfir sýning á verkum Gunnars Arnar Gunnarssonar. Á sýningunní, sem er 15. eínkasýning Gunnars Arnar, eru vatnslita- og monotypumyndir. Syningin er opin um helgina frá kl. 14.00—17.00 og frá kl. 9.00—17.00, en henni lýkur á sunnudag. Kjarvalsstaðir: Höggmyndir Sæmundar Valdimarssonar Á Kjarvalsstööum stendur nú yf- ir sýning á verkum Sæmundar Valdimarssonar og lýkur henni nú um helgina. Á sýningunni eru 18 verk sem Sæmundur hefur unniö úr rekaviö og steinum. Verkin á sýningunni eru unnin á undanförnum árum, en Sæmundur hefur áöur sýnt verk sín í Gallerí SÚM, á Kjarvalsstöðum og í mat- sal Áburðarverksmiöjunnar í Gufu- nesi, þar sem hann starfar. ísafjörður: Textíll í bókasafninu í bókasafninu á ísafiröi stendur nú yfir sýning á textílverkum Sigur- laugar Jóhannesdóttur, en hún er kennari við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Eru á sýningunni, sem er sölusýning, 12 verk unnin úr hrosshári. Sýningin verður opin á venju- legum afgreiöslutíma safnsíns fram til 3. apríl. Lístmunahúsið: Afmælissýning Valtýs Péturssonar I Listmunahúsinu viö Lækjar- götu er nú sýning á verkum Valtýs Péturssonar, sem haldin er í tilefni 65 ára afmælis listmálarans. Á sýningunni eru 66 gouache-myndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.