Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 6
Fjárveitingavaldið hefur ekki sýnt mengunarmálum nægilega athygli — segir Ólafur Pétursson forstöðumaður mengun- arvarna Hollustuverndar ríkisins „Þaó er álitamál, hversu hollt það er ffyrir þig að trimma, góða mín, í allri menguninni hér í Reykjavík." „Hvað segiróu, ferðu með hundinn þinn í gönguferð niður í fjöru? Hann sem er með nefið ofan í öllum hlutum. ., þetta er stórhættulegt, því það er svo mikil mengunarhatta frá skolpi, sem leitt er út í sjéinn." „Aumingja þú, býrðu inn á Kleppsvegi, er ekki gífurleg lyktarmengun þar frá fiskimjölsverksmiójunni?“ Mengun, mengun, mengun. Þetta orö var eitt sinn á allra vörum og enginn þótti maöur meö mönnum nema hann talaöi fjálglega um hvers konar hættu af völdum mengunar. En þaö hefur verið mun hljóöara um þetta orö ugg á síökastiö, hvernig svo sem á því stendur. En ýmislegt er í gangi á umhverfis- málasviöinu, sem eflaust á eftir aö glæöa umræöuna aftur nýju lífi. Nú liggur fyrir alþingi frumvarþ til laga um umhverfismál þar sem meöal annars er gert ráö fyrir sérstöku umhverfismálaráöuneyti eins og eru víöa starfandi í nágrannalönd- um okkar. Og á vegum Félags- málaráöuneytisins er starfandi nefnd, sem vinnur aö tillögum um skipan umhverfismála. Gætu til- lögurnar, ef samþykktar veröa, breytt stööu mengunarvarna í landinu. Hvaöa hugmynd höfum viö um þaö umhverfi, sem viö lifum í? Vit- um viö til dæmis hve mikil mengun hefur mælst í andrúmsloftinu hór í Reykjavík? Er hún mikil eöa er hún viöunandi miöaö viö aöstæöur? Viö lögöum þessa spurningu og fleiri varöandi mengunarvarnir fyrir Ólaf Pétursson, forstööumann mengunarvarna Hollustuverndar ríksins. „Því miöur verö ég að segja aö þaö er heidur lítiö vitaö um meng- un andrúmsloftsins í Reykjavík og viö óhagstæö skilyrði getur meng- unarstyrkurinn oröiö hár, til dæmis þegar kalt er og dreifing á and- rúmsloftinu er lítil. Þyrfti aö mæla ákveöna þætti betur svo aö hægt sé aö fylgjast með þróuninni. En viö höfum hvorki haft fjármagn né starfsliö til aö sinna því verkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.