Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 63 Hvítkál og kjötfars Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hvítkál og kjötfars fara ákaf- lega vel saman. Hér koma þrjár uppskriftir, sem auöveldar eru viðfangs, ekki of dýrar og gætu því hentað vel sem hvers- dagsmatur. Fyllt hvítkálshöfuö 1 meðalstórt hvítkálshöfuö Vi kg hakkad kjöt, nauta-, kálfa- eöa svina- kjöt, salt, pipar, paprika, 1 laukur, 1 egg, 50—60 gr hveiti, 3—4 dl mjólk, 2 msk. smjörliki, 1—2 dl rjómi 1—2 tsk. edik 1—2 tsk. sykur Ystu blöö hvítkálsins eru fjarlægö, stilk- endinn skorinn alveg af og skoriö eins og lok af aö neöanveröu. Síöan er höfuöiö holað aö innan þar til ca. tveir sm eru eftir af kálinu, til þess má nota hníf eöa skeið. Kálið, sem út kemur, er nothæft í salat eöa til suöu. Kjötiö er hrært meö saltinu, rifnum eöa smátt brytjuöum lauknum og egginu. Hveiti og mjólk hrært saman og jafningnum hrært smám saman í farsiö, kryddaö meö pipar, papriku og salti eftir smekk, kælt ca. 'h klst. Farsiö sett í holuna í kálhöfðinu, kál- lokið sett yfir og bundiö fyrir, sett í hæfi- lega stóran pott, sjóðandi vatni hellt yfir svo hylji káliö, soðiö í ca. 1 Vi klst. Stungiö í meö prjóni til aö gæta aö hvort kjötiö sé tilbúiö. Meö er haft brætt smjörlíki eöa sósa búin til úr soðinu. Sósa: Smjörlíkiö brætt i potti, 2—3 msk. hveiti hrært saman við, þynnt með soöi og rjóma, bragöbætt meö salti, pipar, aö lok- um bætt í: sykur og edik til aö fá súr-sætt bragö. Með eru bornar fram kartöflur og soönar gulrætur, nægir fyrir 6 manns. Kálbögglar meö hrísgrjónum 1 hvitkálshöfuö, 300 gr hakkaö kjöt, salt, pipar, hvítlauksduft, ca. 1 dl mjólk, 1 laukur, 1 dós niöursoönir tómatar, V* dl hrisgrjón Hrísgrjónin soöin samkvæmt leiöbein- ingu á pakka. Stilkurinn skorinn af hvítkál- inu og biööin losuð varlega frá, soöin í ca. 10 mín. í saltvatni. Hrísgrjónum, kjöti og kryddi hrært saman, mjólkinni bætt í smám saman. Á hvert kálblaö eru settar ein til tvær matskeiðar af kjötblöndu, vafiö utan um meö bómullargarni eöa fest saman meö tannstöngli, bögglarnir settir í pott, söxuöum lauk stráö yfir, brytjaöir tómat- arnir og vökvinn frá þeim sett yfir og látiö sjóöa viö vægan straum í ca. 30 mín. Bæta má vatni og súputeningi í soöiö ef sósa er ekki nægileg. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Kálbögglar meö tómötum 1 meðalstórt hvitkálshöfuö 250 gr hakkaö kjöt, salt, pipar, 1 laukur, 1 egg. 2—3 msk. hveiti, 2 dl soð, 50 gr smjörliki, 1 dós niðursoðnir tómatar, paprikuduft Heilleg blöö kálsins, 8—10 talsins, losuö af höföinu og soöin í 5 mín. í léttsöltuöu vatni, tekin upp og látiö drjúpa vel af þeim. Kjöt og krydd hrært vel saman, rifinn lauk- ur, egg, hveiti og soö (af kálinu) sett saman viö, vökvinn settur smám saman svo farsið veröi ekki of lint. Á hvert kálblaö eru settar ca. tvær msk. af farsi og vafiö utan um. Sett í ofnfast fat, sem í hefur veriö sett örlitið brætt smjörliki, einnig smurt yfir bögglana. Látiö brúnast í ofni, á neöstu rim, viö 225°C, en síöan er hitinn lækkaöur um leiö og svolitlu kálsoöi og tómatsoöi er hellt yfir, látiö sjóöa í 20 mín, eöa þar til farsið er gegnumsoöiö. Niöursoönu tómatarnir eru settir meö síöustu 10 mín. til aö hita þá. Boriö fram meö soðnum hrísgrjónum, sósan gerö úr soðinu og þeim vökva sem kemur í ofnfasta fatiö. Ætlaö fyrir 4—6 manns. Rauökál. Rauðkál í saiat Það veitir ekki af um háveturinn að nota kálmeti, það sem á boöstólum er, á margvíslegan hátt. Rauðkál hefur verið fáanlegt undanfariö, algengara er að nota það soöið með kjöti, en það er Ijómandi gott í hrásalat. Rauökálssalat með hnetum Fjóröungur úr rauökáishöföi, 2—3 epli, 50 gr valhnetukjarnar, 2 tsk. vinedik, 2 matsk. sitrónu- eöa appelsinusafi, 4—5 matsk. olia, salt, pipar. Stilkurinn er skorinn burt, kálið skoriö i þunnar sneiöar og smátt, eplin skorin í litla bita og hneturnar brytjaöar. Olia, edik, ávaxtasafi og krydd hrist saman, hellt yfir grænmetiö og sett á kaldan staö V4 klst. fyrir notkun. Rauðkálssalat með rjómasósu Fjóröungur úr rauökálshöföi. 2 sæt epli, 1 appelsína, 50 gr heslihnetukjarnar, 50 gr majones, 1 dl rjómi, Ijóst sinnep. Stilkurinn skorinn frá, káliö skorið mjög smátt, eplin skorin í litla bita og appelsín- urnar í mjög þunnar sneiöar, síöan í bita. Allt sett í salatskál, hnetunum stráö yfir. Majonesið hrært meö örlitlum appelsínu- safa, þeyttum rjóma og dálitlu af sinnepi. Hellt yfir grænmeti og ávexti um leið og bera á fram. Þess má geta aö rauökál er vítamín- og trefjaefnaríkt og úr því fáum við einnig steinefni. Form- og skúffukaka Stöku sinnum drífum við okkur til að baka eitthvað með kaffinu, þó ekki sé um stórt tilefni að ræða, bökum „hversdagskökur", ef svo má að orði komast. Venjulega heldur maður sig við eitthvaö fljótlegt og einfalt, þegar þannig stendur á. Norsk formkaka 200 gr smjörliki, 200 gr sykur, 3 egg, 50 gr möndlur, 100 gr rúsinur 175 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft, 1 tsk. kardimommur eða rifinn börkur af appelsinu. Smjörl. og sykur hrært þar til það er létt og Ijóst, eggin eru þeytt örlítið áöur en þau eru sett saman viö, eitt í einu, dál. hveiti hrært saman við á milli eggjanna. Rúsinun- um blandaö saman viö hluta af hveitinu og í það sem eftir er (af hveitinu) er sett lyfti- duft og bragöefni. Öllu blandaö saman og sett í smurt hringform, bakað í um þaö bil klukkustund viö 175°C. Skúffukaka með appelsínubragði Deigiö: 50 gr smjör eöa smjörlíki, 25 gr þurrger, 2’/í dl ylvolg mjólk, 75 gr sykur, 1 tsk. vanillusykur, 350 gr hveiti, 1 egg- Smjörlíkið er brætt, gerið leyst upp í volgri mjólkinni og þurrefnunum blandað saman viö. Deigiö látið hefast i um þaö bil 'h klst. (þaö á ekki aö vera þétt, heldur lauslega hrært eöa hnoðaö saman), hnoð- aö lítillega aftur og síöan breitt út í ofnskúffu eða langt mót. Ofan á er sett þykkt appelsínumarmelaði og efst sett mulningsdeig. Mulningsdeig: 350 gr smjör eöa smjörliki, 250 gr sykur, örlitiö salt (má sleppa), 400 gr hveiti, 50 gr malaðar möndlur. Öllu hrært saman og stráö yfir kökuna, látiö bíöa í 'h klst. á heitum staö áöur en bakað er viö 200°C hita í ca. 25 mín. Kak- an er aðeins kæld áöur en hún er skorin í ferhyrninga, en borin fram volg. Hægt aö frysta og geyma til seinni tíma ef afgangur er. Skúffukaka. Opióídagtilkl.2l TT A f% TT ATTÐ Skeifunni 15 nXiuIiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.