Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAl 1984
Vorum rólegir
allan tímann
segir Jón Hálfdánarson, skipverji á GuÖrúnu Olafs-
dóttur, sem leitað var undan Látrabjargi á sunnudag
„ÞAÐ VAR aldrei nein ástæða til að óttast. Við vissum að verið var að
leita að okkur og hjálpin myndi berast fyrr eða síðar,“ sagði Jón Málfdán-
arson, annar skipverja á mótorbátnum (íuðrúnu Olafsdóttur ÍS 208, sem
lcitað var út af Látrabjargi á sunnudaginn. Báturinn, sem er sjö tonna
trilla, var á leið frá Keflavík til Bolungarvíkur er vélin bilaði, en um borð
í bátnum voru feðgarnir Ilálfdán Örnólfsson og Jón llálfdánarson, báðir
þaulvanir sjómenn.
Laust eftir klukkan fimm á
sunnudagsmorguninn höfðu þeir
feðgar samband við Reykjavík-
urradíó og tilkynntu um vélarbil-
un, en nokkru síðar rofnaði sam-
band við bátinn. Var þá þegar
skipulögð leit og tóku þátt í henni
varðskipið Óðinn og tíu skip á
Breiðafirði, ásamt vél Landhelg-
isgæslunnar. Stóð leitin til klukk-
an fjögur á sunnudag er flugvél
Landhelgisgæslunnar fann bátinn
á reki vestur af Látrabjargi.
Varðskipið Óðinn hélt á staðinn og
kom að bátnum um sexleytið. Ekki
tókst að koma vél bátsins í gang
og var hann dreginn til Patreks-
fjarðar.
Jón Hálfdánarson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að ferðin
hefði gengið vel framan af. „Er við
fórum að nálgast Bjargið gerði él,
þreifandi svartabyl og við keyrð-
um því út til að vera öruggir á að
lenda ekki upp í landi. Skömmu
eftir miðnætti bilaði vélin tvíveg-
is, en við komum henni í lag aftur.
Vélin bilaði svo í þriðja skiptið
um hálf fjögur og þá tókst okkur
ekki að koma henni í gang aftur.
Þá vorum við staddir út af Bjarg-
inu. Þá heyrði ég eitthvað auka-
hljóð og í ljós kom að startarinn
snerist með og gerði það að verk-
um að allt rafmagn fór út af
geyminum þannig að sambandið
rofnaði. Það gerðist eitthvað um
hálf tíuleytið og við vorum sam-
bandslausir þangað til varðskipið
Ljósmynd Helgi Hallvarösson.
Varðskipsmenn af Oðni komnir um bord í Guðrúnu Olafs.
Óðinn kom að okkur. Við vorum þó junum," sagði Jón og kvaðst vilja
rólegir allan tímann, enda gat koma á framfæri kæru þakklæti
ekkert komið fyrir. Það var blíð- til Landhelgisgæslunnar og skip-
skaparveður, nema í verstu hryð- verja á Óðni fyrir aðstoðina.
Tekjur ríkissjóðs 200
millj. kr. umfram fjárlög
ÞjóÖartekjur nær 66 milljarðar í stað 63,6 milljarða kr.
RÍKISSTJORNIN gekk frá tillögum
sínum um ráðstafanir í ríkisfjármál-
um í gærmorgun. Tillögurnar voru
kynntar á samráðsfundi forsætis-
ráðherra og fulltrúa atvinnulífsins í
gærmorgun og síðdegis í gær sam-
þykktu þingflokkar stjórnarliða
heimildir til handa ráðherrum sínum
að ganga frá frumvarpi til laga um
breytingarnar, en það verður lagt
fram á Alþingi á morgun eða
fimmtudag. Að sögn forsætisráð-
herra byggjast tillögurnar á drögum
að nýrri þjóðhagsspá, sem að hans
sögn reikna með 200 millj. kr. meiri
tekjum ríkissjóðs en gert var ráð
fyrir. Heildarvandinn er því nú tal-
inn 1,9 milljarðar kr. í stað 2,1 millj-
arðs kr. Þá gera drögin einnig ráð
fyrir, að sögn forsætisráðherra, að
þjóðartekjur verði nær 66 milljörð-
um kr. í stað þeirra 63,6 milljarða,
sem frágangur fjárlaga og lánsfjár
laga á Alþingi byggðist á.
Forsætisráðherra sagði í viðtali
við Mbl. í gær, að ríkisstjórnin kæmi
til fundar árdegis og gengi frá frum-
varpinu, scm lagt yrði fram á Alþingi
á morgun eða fimmtudag, en það
færi eftir því hvenær unnt yrði að
ganga frá því í prentun. Hann sagði
ennfremur að hin nýja þjóðhagsspá
lægi ekki fyrir í endanlegri gerð, en
ráðstafanirnar væru byggðar á drög-
um að henni, sem ríkisstjórnin hefði
fengið í hendur.
Eins og tillögurnar voru kynnt-
ar á samráðsfundinum í gærmorg-
un er reiknað með lækkun ríkis-
útgjalda að fjárhæð 930 millj. kr.,
þar af 745 vegna sérstakra verk-
efna og 185 millj. kr. vegna al-
mennra lækkana. Stærstu liðirnir
í sérstökum lækkunum eru á sviði
heilbrigðis- og tryggingamála,
eins og Mbl. hefur skýrt frá, eða
300 millj. kr., auk þess lækkun
niðurgreiðslna landbúnaðarvara
og lækkun fjárveitinga til náms-
lána. Þar að auki eru almennar
lækkanir útgjalda ráðuneytanna
frá 2 milljónum kr. í utanríkis-
ráðuneyti og viðskiptaráðuneyti
upp í 45 millj. kr. í fjármálaráðu-
neyti.
Þá er gert ráð fyrir nýjum lán-
tökum og tilfærslum fyrir eftir-
stöðvum vandans eða samtals 970
millj. kr. Forsætisráðherra sagði í
viðtali við Mbl. í gær, að ekki væri
um aðrar leiðir að ræða en erlend-
ar lántökur þar sem innlent lánsfé
væri á þrotum. Eins og Mbl. hefur
skýrt frá stendur ríkisstjórnin
auk þessa frammi fyrir óbrúuðu
bili í lánsfjárlögum, sem getur
numið allt að einum milljarði kr.,
þannig að viðbótarþörf erlendrar
lántöku mun nema allt að 1,9
milljörðum kr. Þannig munu
heildarskuldir ríkissjóðs við út-
lönd nema 38,9 milljörðum í árs-
lok, en það er að sögn forsætis-
ráðherra þó undir 60% markinu,
miðað við nýja þjóðhagsspá. Sam-
kvæmt útreikningum Mbl. munu
þær samkvæmt þeim tölum sem
forsætisráðherra nefndi nema
58,9% að óbreyttu.
Þingflokkur Framsóknarflokks-
ins afgreiddi heimildir til handa
ráðherrum sínum eftir nokkra
umræðu um tilhögun á fóðurbæt-
isskatti, þ.e. hvernig innheimta
ætti skattinn. Þá höfðu framsókn-
arþingmenn á orði, vegna endan-
legrar afgreiðslu sjálfstæðis-
þingmanna á hugmyndum stjórn-
arliða um nýjar skattaálögur, að
búið væri að berjast lengi fyrir
lítið og eyða miklum tíma til
einskis til að finna skynsamlegar
leiðir. í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins var umboð til ráðherra
veitt með fyrirvara fulltrúa úr
bændastétt. Fyrirvarinn hljóðaði
upp á að ríkisstjórnin tæki sér-
staklega til athugunar áburðar-
verð til bænda við frágang frum-
varpsins og þótti talsmanni
bænda, sem loforð sem hann taldi
að gefin hefðu verið á þingflokks-
fundi sl. laugardag hefðu verið
svikin í tillögum ríkisstjórnarinn-
ar.
Til lesenda
A UNDANFÖRNUM fjórum til
fimm árum hafa staðið yfir um-
fangsmiklar skipulagsbreytingar á
ritstjórn Morgunhlaðsins. Með
þeim ráðningum, sem skýrt er frá
á baksíðu Morgunblaðsins í dag,
eru þær komnar vel á veg.
Fram til ársins 1980 voru
starfshættir ritstjórnarinnar
með þeim hætti, að allir blaða-
menn komu saman til sameigin-
legs fundar upp úr hádegi dag
hvern, þar sem verkefni dagsinS
voru skipulögð undir forystu rit-
stjóra og fréttastjóra. Fyrir fjór-
um til fimm árum var orðið
ljóst, að ritstjórn Morgunblaðs-
ins var orðin svo fjölmenn, að
þetta vinnufyrirkomulag hentaði
ekki lengur, en um þessar mund-
ir starfa nálægt 60 manns á rit-
stjórn blaðsins, þegar allir
starfsmenn eru taldir. Síðan hef-
ur verið unnið að því að skipta
ritstjórninni upp í nokkrar
deildir, sem starfa nú á ábyrgð
sérstakra yfirmanna, fulltrúa
ritstjóra og fréttastjóra, en þeir
ræða við ritstjóra blaðsins á
daglegum morgunfundum, þar
sem verkefni dagsins eru ákveð-
in. Ritstjórar blaðsins eiga einn-
ig daglega fundi með þeim, sem
annast skrif um stjórnmál og er
stefna blaðsins mörkuð á þeim
fundum.
Stærsta deild ritstjórnarinnar
er innlenda fréttadeildin, sem
starfar undir stjórn fjögurra
fréttastjóra, sem skipta með sér
vöktum á þann veg, að frétta-
stjóri er alltaf á vakt á Morgun-
blaðinu frá því snemma að
morgni til miðnættis. Frétta-
stjórarnir eru Freysteinn Jó-
hannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson og
Ágúst Ingi Jónsson.
Önnur stærsta deild ritstjórn-
arinnar er erlenda fréttadeildin,
sem starfar undir stjórn Björns
Jóhannssonar, fulltrúa ritstjóra,
og hann hefur einnig umsjón
með sunnudagsritstjórninni.
Þorbjörn Guðmundsson, full-
trúi ritstjóra, sér um daglegt
efni blaðsins og annast móttöku
margvíslegs aðsends efnis, eins
og hann hefur gert um langt ára-
bil.
Gísli Sigurðsson ritstjórnar-
fulltrúi hefur umsjón með Les-
bók Morgunblaðsins, svo sem
verið hefur, en Lesbókin tók
miklum breytingum um síðustu
áramót, eins og lesendum er
kunnugt.
Árni Jörgensen, nýráðinn full-
trúi ritstjóra, sem hefur verið
verkstjóri hönnunardeildar
blaðsins og hefur mótað útlit
Morgunblaðsins og fylgiblaða
þess meir en nokkur annar mað-
ur hin síðari ár, mun nú einbeita
sér að því verki að fylgja eftir
þeirri þróun blaðsins sem verð-
ur, þegar ný prentvél Morgun-
blaðsins verður tekin í notkun á
miðju sumri, jafnframt því sem
hann verður tengiliður milli rit-
stjórnar og framleiðsludeilda
blaðsins og ber ritstjórnarlega
ábyrgð á fylgiblaði Morgun-
blaðsins á föstudögum.
Björn Bjarnason, sem nú hef-
ur verið ráðinn aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins, mun, ásamt
öðrum verkefnum, hafa umsjón
með stjórnmálaskrifum blaðsins
og fréttum af stjórnmálavett-
vangi.
KiLstj.
Atvinnu-
flugmenn
boða
verkfall
FLUGMENN hjá Flugleiðum hafa
boðað til tveggja daga verkfalls 11.
og 12. maí næstkomandi til að leggja
áherslu á kröfur sínar í yfirstand-
andi samningaviðræðum Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og
Fluglciða. Þrír fundir hafa verið
haldnir í deilunni og hefur sá fjórði
verið boðaður á fimmtudagsmorgun-
inn kl. 9:30.
„Vonandi skýrast málin á þeim
fundi, svo ekki þurfi að koma til
verkfalls en hingað til hefur ekk-
ert gengið í viðræðunum," sagði
Jóhannes Ásgeirsson, starfsmaður
FÍ A, er blaðamaður Mbl. hafði tai
af honum í gær. Jóhannes sagði að
kröfur flugmanna væru helstar
þær að grunnkaupshækkanir yrðu
þær sömu og almennt hefði verið
samið um. „Við gerum einnig
kröfu um smávægilegar flokkatil-
færslur og breytingar á orðalagi í
gildandi samningi," sagði hann.
„Hér er ég einkum að tala um leið-
réttingar fyrir þá, sem hafa
skemmstan starfsaldur. Það vilj-
um við að gert verði með því að
bilið milli lægstu flokkanna verði
minnkað."
Hann sagði að flokkatilfærsl-
urnar hefðu ekki verið reiknaðar
til verðs af samninganefnd flug-
manna.
Stjórn og trúnaðarráð FÍ A fékk
verkfallsheimildina á félagsfundi
17. apríl sl., og ákvað að beita
henni sl. föstudag. Verði af verk-
fallinu stöðvast allt flug á vegum
Flugleiða, bæði innan lands og
utan. í Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna eru um 160 félagar.
Helgi á
Hrafnkels-
stöðum látinn
SyAra-Langholti, :ill. apríl.
HELGI Haraldsson, fyrrum bóndi á
Hrafnkelsstöðum, lést þann 27. apríl
á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sclfossi,
92 ára að aldri. Hann var fæddur á
Hrafnkelsstöðum 12. júní 1891, son-
ur hjónanna Guðrúnar Helgadóttur
frá Birtingaholti og Haraldar Sig-
urðssonar frá Kópsvatni.
Helgi var búfræðingur frá
Hvanneyri og gerðist bóndi á föð-
urleifð sinni og bjó þar í nær fimm
áratugi. Hann rak m.a. sauðfjár-
kynbótabú og var kjörinn heiðurs-
félagi Búnaðarfélags íslands fyrir
búfjárrækt. Helgi gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína
og hérað, var m.a. formaður
Ungmennafélags Hrunamanna
um langt árabil, átti lengi sæti í
hreppsnefnd og var oddviti um
skeið. Hann var í stjórn Sláturfé-
lags Suðurlands um áraraðir og
stjórnarformaður um tíma. Helgi
var gæddur fágætri minnisgáfu og
var víðlesinn í íslenskum bók-
menntum. Einkum dáði hann ís-
lendingasögurnar mikið og var
Njála þar í öndvegi.
Helgi kvæntist ekki og var
barnlaus.
— Fréttaritari.