Morgunblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1984
15
a..
Stuttlréttir
FLEIRI GYÐINGAR
HANDTEKNIR
Tcl Avn, 30. apríl. Al*.
SEX MANNS til viðbótar við
þrjátíu fyrir, hafa verið hand-
teknir á vesturbakka Jórdan,
grunaðir um að vera félagar i
hryðjuverkasamtökum öfga-
sinnaðra gyðinga. Lögreglan
hindraði þessi sömu samtök í
því að sprengja í loft upp ara-
bíska strætisvagna fyrir
nokkrum dögum.
Einhverjum hinna 33 grun-
uðu hefur verið sleppt lausum,
en opinberlega hefur ekki verið
frá því greint hversu mörgum,
né heldur hvort að hendur hafi
verið hafðar í hári forsprakka
samtakanna. Stjórnmálamenn
í ísrael hafa yfirleitt fordæmt
hryðjuverkamennina, sagt þá
beinlínis vinna gegn hagsmun-
um ríkisins með atferli sínu.
HERSKÁIR SHIKAR
AmriLsar, Indiandi. 30. apríl. AP.
ENN DRÓ til tiðinda í
Punjab-héraði í Indlandi, þar
sem öfgasinnaðir shikar hafa
látið ófriðlega síðustu mánuð-
ina. f dag myrtu þeir fyrrum
lögregluforingja á eftirlaun-
um, konu hans og lífvörð, auk
þess sem dóttur þeirra hjóna
er vart hugað líf eftir aðförina.
Síðustu 2 árin hafði hinn myrti
sloppið fjórum sinnum frá
fyrirsátum trúbræðra sinna
sem álitu hann „svikara". Að
ódæðinu frömdu, leituðu morð-
ingjarnir hælis í hofi Jarnail
Singh Bhindranwale, eins
herskáasta leiðtoga shika. Síð-
ast er fréttist, umkringdu
hundruð indverskra hermanna
hofið, en ekki hafði dregið til
tíðinda.
Síamstvíburar
AP.
Þessir síamstvíburar, Verone og Ruth Cudy, fæddust vestur í
Bandaríkjunum fyrir skömmu og eru þeir fastir saman frá bjósti og
niður að nafla. Segja iæknar, að mjög erfitt muni verða að skilja þá
að.
Skoðanakönnun í Bretlandi:
íhaldsflokkurinn
tekur forystuna
London, 30. apríl. AP.
SKOÐANAKÖNNUN sem MORI-stofnunin í London hefur gert fyrir blaðið
The Sundar Times bendir til þess að íhaldsflokkur Margrétar Thatchers
forsætisráðherra njóti nú meira fylgis en Verkamannaflokkurinn, sem í
svipuðum könnunum að undanfórnu hefur verið í fararbroddi.
Könnunin náði til tæplega eitt fjárlagahalli gert Breta öfunds-
þúsund manns. 42% kváðust verða víða um heim.
Chernenko, leiðtogi Sovétrfkjanna:
manns.
styðja íhaldsflokkinn en 36%
Verkamannaflokkinn.
Frú Thatcher hefur fagnað
þessum niðurstöðum, en nú er ár
liðið frá því að flokkur hennar
vann mikinn sigur í þingkosning-
um í Bretlandi. Hún sagði í yfir-
lýsingu í gær að stjórn sinni hefði
tekist að fá hjól bresks efnahags-
lífs til að snúast á nýjan leik eftir
stöðnun um árabil. Verðbólga
hefði ekki verið minni í Bretlandi í
rúman hálfan annan áratug, vext-
ir ekki lægri í sex ár og hinn litli
biðja
Moskvu, 30. apríl. AP.
KONSTANTIN ('hernenko leiðtogi
Sovétríkjanna þakkaði á sunnudag
„þúsundum sovéskra föðurlands-
vina“ fyrir að skrifa forystu komm-
únistaflokl.sins bréf og bjóðast til
þess að lengja vinnuviku sína og
greiða gjaid til sérstaks landvarna-
sjóðs, „nú þegar viðsjár eru í al-
þjóðamálum".
Chernenko lét þessi ummæli
falla í óvanalegri heimsókn í stál-
iðjuver í Moskvu á sunnudaginn. í
ræðu sem hann flutti þar yfir
verkamönnum hvatti hann þá til
að auka afköst sín og bæta jafn-
framt framleiðsluna.
Sovéska sjónvarpið fjallaði ýt-
arlega um heimsókn leiðtogans í
stáliðjuverið, og hafði eftir leið-
toganum að fyrirrennari hans,
Juri Andropov, hefði talið sig læra
mikið af þvi að fara í slíkar vinnu-
staðaheimsóknir og skiptast á
skoðunum við verkafólk.
Forsætisráðherrann kvaðst
einnig hafa unnið sigra í baráttu
fyrir því að koma á lögum og reglu
og ná hagstæðari samningum á
vettvangi Efnahagsbandalagsins.
Föðurlandsvinir
um lengingu vinnuviku
Ítalía
titrar
enn
Pcrugia, .'10. apríl. AP.
FJÖLDI fremur vægra jarð.skjálfta-
kippa mældist í Mið-Ítalíu í dag, á
sama svatði og öflugur kippur slas-
aði 100 manns og eyðilagði híbýli
3.000 annarra á sunnudaginn.
Kippirnir voru mun vægari en
sá stóri á sunnudaginn, þeir
fundust þó vel, en ekkert bættist
við það tjón sem þegar var orðið.
Staðfest hefur verið, að engin
dauðsföll urðu af völdum jarð-
skjálftanna. Hinir heimilislausu
hafa búið í skyndibyrgjum við
fremur kuldalegt hlutskipti síðan
hús.þeirra skemmdust, enda hef-
ur veður verið slæmt, mikil rign-
ing. Unnið er á fullri ferð við
bráðabirgðahúsnæði fyrir hina
heimilislausu og búist við því að
úr rætist á næstu vikum.
Kynnir
Þorgeir
Astvaldsson
Frí-klúbbsfjör
og stemmning
Borðapantanir og miðasala í Broadway
SkemmtÍSkrá: kl- 10-19 daglega, símar 77500 og 687370
Dans.
Glæsilegir vinningar samtals aö verð-
mæti kr. 80.00.
v oroiot
Lokahóf Útsýnar og FRÍ-klúbbsins í
BECACWAy
föstudaginn 4. maí
Kl. 20.00 Húsid npnað. Frí-klúbbsfordrykkur. Afhending happdrættismiða handa matargestum til
kl. 20.45. Sala bingóspjalda. Videósýning í gangi.
Kl. 20.45 Þríréttaður hátíðarkvöldverður á gjafverði — aðeins kr. 450.-
Fjölbreytt og glæsileg
Tízkusýning — Danssýning — Hár-
greiðslu- og snyrtisýning — Einsöng-
ur — Verðlaunagetraun — Bingó —
Ungfrú og Herra Útsýn 1984 krýnd —
Kjötseyði „Celestine" meö ostakexi.
★
Gljáður grísahamborgarhryggur meö ristuðum ananas,
sykurbrúnuöum jaröeplum, blómkáli, guliótum, hrásalati
og sherrylagaöri rjómasveppasósu.
★
Marengstoppar meö mokkafyllingu, perum og rjóma.