Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 TBR opnar nýja tennisvelli Nú er veriö aö taka í notkun þrjá útitennisvelli í Reykjavík. Hagkaups- keppni í golfi OPNA Hagkaups-golfmótiö, glæsilegasta verölaunamót landsins, verður haldiö ó Hólms- velli í Leiru helgina 12.—13. maí. Byrjað verður að ræsa út ó laug- ardaginn kl. 8.00. Skráning hefst miövikudaginn 9. maí kl. 19.00 í golfskólanum Leiru, sími 2908 og mun þá reglugerö mótsins liggja frammi. Æfingadagar veröa ó fimmtudag og föstudag. Leiknar veröa 36 holur eftir Stableford, 18 holur hvorn dag. Veitt verða 15 glæsileg verölaun og í fyrstu verölaun veröur Dunlop Maxfli model ’84 ásamt poka og kerru, aö verðmæti um 40.000 þús. krónur, sem munu vera ein glæsilegustu verölaun sem veitt hafa verið hér á landi. 2.—15. verölaun eru IKEA-vörur og er heildarverðmæti vinninga um 80.000 þús. krónur. Þeir eru í eigu Tennis- og bad- mintonfélagsins og eru vestan megin við TBR-húsiö við Gnoð- arvog. Vellir þessir eru upphitaðir og malbikaðir. Einnig veröa þeir flóölýstir. Tennis hefur ekki verið stundaö- ur í Reykjavík í 35 ár. Hins vegar hafa tennisáhugamenn á höfuð- borgarsvæöinu leikið tennis í Hafnarfirði og í Kópavogi um nokkurra ára skeiö. Tennisvellir TBR marka tímamót hjá félaginu. TBR átti tennisvöll viö Melavöllinn, en hann var tekinn úr notkun fyrir mörgum áratugum. En nú getur félagið aftur fariö aö standa undir nafni og gefa fólki kost á aö stunda þessa hollu og góðu íþrótt sér til heilsubótar og ánægju. Tennisvellir TBR eru aö sjálf- sögöu löglegir keppnisvellir og væntanlega veröa haldin tennis- mót á vegum félagsins síöar í sumar. Flugleiðir í öðru sæti í Evrópukeppni ÍÞRÓTTIR eiga greinilega upp á pallboröiö hjó starfsfólki Flug- leiða. Lið félagsins í badminton og körfuknattleik komust bæöi í úrslit í Evrópukeppni flugfélaga og fóru úrslitaleikirnir fram i Reykjavík fyrir skömmu, en Flugleiöir töpuðu í báöum greinum, uröu því í ööru sæti í Evrópukeppni flugfélaga. Körfuboltaliöiö lék gegn belg- íska flugfélaginu Sabena og tap- aöi 81:97 eftir aö hafa verið yfir um miöjan síöari hálfleik. Bad- mintonliöiö lék hins vegar gegn SAS og tapaði í sjö leikjum. Evrópukeppni starfsmannafé- laga flugfélaga er haldin á vegum ASIA — Airline Staff Inter- national Association. Hér aö ofan má sjá liöin tvö frá Flugleiöum. • Forstjóri Eimskips tii vinstri, Höröur Sigurgestsson, afhendir formanni KSÍ, Ellert B. Schram óvísun aö upphæö 500 þúsund krónur. Vegleg styrkveiting fró Eimskip til knattspyrnumála hér ó landi. Eimskip veitir 500 þúsund krónur til KSÍ FORRÁÐAMENN Eimskips hafa veitt kr. 500.000 til starfsemi Knattspyrnusambands íslands í því skyni aó efla starfsemi KSÍ ó komandi starfsóri. Stjórn KSÍ hefur samhliöa þessu ókveöið aó kynna Eimskip og stuöning þess viö knattspyrnuhreyfinguna meó sama hætti og ó liönu óri. Forráöamenn Eimskips hafa óskað þess aö í ár veröi þessum stuðningi varið sérstaklega til verkefna sem tengjast starfsemi yngri flokka í knattspyrnu. Hefur Eimskip boöist til þess aö gefa bikar sem veitt yröi sem verðlaun í 6. flokksmót sem haldiö yröi í sumar. Einnig býöst Eimskiþ til aö gefa farandbikar sem keppt yröi um á landsmóti fyrir telpur sem einnig yröi efnt til. Þetta er annað áriö í röö sem Eimskip veitir KSÍ svona veglegan styrk til starfsemi sinnar. En fram- lagiö kemur sér sérlega vel þar sem mörg stór verkefni eru fram- undan á keppnistímabilinu sem hafið er. Adidas gengst fyrir vali á þjálfara mánaðarins Knattspyrnusamband íslands og Heildv. Björgvin Schram hf„ umboðsmaður Adidas, hafa endurnýjað samning sinn um Starfsmenn hjá KSI Knattspyrnusamband íslands hefur róöiö eftirtalda menn til starfa: Anton Bjarnason: Til starfa fyrir Tækninefnd KSÍ og vegna samn- ings viö Eimskipafélag islands til að taka saman og sjó um útgófu ó fræðsluefni og umsjón meö nóm- skeiðum ó vegum Tækninefndar KSÍ. Umsjón með mótum 6. flokks og stúlkna ó vegum KSÍ og styrkt sérstaklega af Eimskipafé- lagsi íslands. Guðni Kjartansson: Þjólfari U- 21 árs landsliósins. Lórus Loftsson: Þjólfari drengjalandsliósins. Aðalsteinn Steinþórsson: Starfsmaöur móta-, dómara- og aganefndar. notkun KSÍ ó Adidas-íþrótta- fatnaöí. Munu öll liö KSf leika í Adidas-fatnaöi 1984. Er þetta 8. áriö í röð sem þessir aöilar gera slíkt samkomulag. í sumar munu 8 lið af 10 í fyrstu deild leika í Adidas-búningum. Þau eru: íþróttafélag Akraness, Ungm- ennafélagið Breiöablik, Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur, Valur, Fram, Knattspyrnufélag Akureyrar, Knattspyrnúfélagiö Þór og iþrótta- bandalag Keflavíkur. Adidas mun í sumar gangast fyrir vali á þjálfara mánaöarins í 1., 2. og 3. deild. Gullskór Adidas mun veröa af- hentur markahæsta leikmanni 1. deildar í lok tímabilsins. Nær Jón lágmörkum ólympíunefndar? „VIÐ HLUPUM fyrsta kílómetrann 10 sekúndum of hægt. Þessvegna varö útkoman ekki betri,“ sagöi Jón Diöriksson UMSB um 3000 metra hiaup, sem hann hljóp í V-Þýzkalandi ó 8:11, eða rúmum þremur sekúndum fró íslands- metinu. Jón kvaöst í góöri æfingu og sagöist binda miklar vonir viö þrjú stórhlaup á næstunni, hiö fyrsta í Koblenz um miöjan maí, þar sem hann tekur þátt í prófhlauþum V-Þjóöverja vegna Ólympíuleik- anna í Los Angeles. Hefur Jóni, sem veriö hefur í röö allra fremstu hlaupara í V-Þýzka- landi undanfarin ár, veriö boöin þátttaka í prufukeþþnum vestur- þýzka frjálsíþróttasambandsins vegna Ól. í mótum þessum veröa frjáls- íþróttamennirnir aö sýna þaö góö- an árangur aö þeir teljist veröugir fulltrúar þjóöar sinnar á Ólympíu- leikunum, og fær Jón því gulliö tækifæri á mótum þessum til aö sýna hvaö í sér býr, en hann er í hópi fjölmargra íslenzkra frjáls- íþróttamanna, sem sett hafa stefn- una á leikina í Los Angeles. ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.