Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 23
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1984 71 „Svar Stóra-Bretlands við Marilyn Monroe“ — var sagt um Diönu Dors, sem er látin úr krabbameini • „Svar Stóra-Bretlands við Mar- ilyn Monroe“, „Fyrsta kynbomba Englendinga". Þannig voru lýs- ingarnar á Diönu Dors á sjötta áratugnum þegar hún sló fyrst í gegn í kvikmyndunum. Nú er hún látin úr krabbameini aðeins 52 ára gömul. 94-56-89 Diana Dors var aðeins 15 ára gömul þegar einn af útsendurum kvikmyndafélaganna kom auga á hana í skólaleikriti i bænum Swindon fyrir vestan London. Áð- ur en áratugur var liðinn var Di- ana orðin hæstlaunaði leikari í Bretlandi með samning upp á 90 milljónir ísl. kr. á ári. Þá peninga fékk hún þó ekki fyrir leikhæfi- leikana heldur fyrir ótal baðkars- senur og önnur álíka listræn til- þrif þar sem áhorfendur gátu virt fyrir sér málin, sem á þessum tíma voru 94-56-89. Diana Dors var fræg og kannski að endemum því að um hana gengu allsvakalegar sögur, um drykkjuskap og hrikalegt kynlífs- svall. Fyrsta kynbomba Breta »Ég var fyrsta kynbomban í Bretlandi og á þeim tíma var kyn- lif ljótt orð í breskum kvikmynd- um,“ sagði Diana einu sinni. „En svo kom allt í einu þessi ljóshærða valkyrja, sem lék sér að stórum, amerískum bilum, teygði úr sér á tígurskinni og vaggaði sér létt- klædd í lendunum. Auðvitað var þetta allt einn allsherjar leikara- skapur en fólkið gleypti við því.“ Diana Dors var þrígift. Fyrsti maður hennar var Denis Hamil- ton, sem í sex ár sá um að auglýsa hana, og maður númer tvö var kanadíski leikarinn Dicki Dawson, sem gaf henni hús í Beverly Hills og tvo syni. Þriðji maður hennar var fyrrverandi leikari og nætur- klúbbseigandi, Alan Lake, sem var dæmdur í 18 mánaða fang'elsi skömmu eftir að þau giftu sig, árið 1969. Hann varð gjaldþrota og var Diönu fjárhagslega þungur í skauti. Hann var henni þó alltaf trúr og sat við rúmið þegar hún lést. Erfíðir tímar Eftir að kymbombudagarnir voru liðnir hallaði mjög undan fæti fyrir Diönu og tilraunir henn- ar til að koma aftur inn í kvik- myndirnar sem raunveruleg leik- kona mistókust að mestu. Hún gerði t.d. þá reginskyssu að neita aðalhlutverkinu í myndinni „Laugardagskvöld, sunnudags- morgunn" af því að aðalkarlleik- arinn, Albert Finney, var óþekkt- ur. Þessi mynd varð einhver vin- sælasta myndin í Bretlandi á sjöunda áratjignum. Diana Dors átti oft erfitt vegna sjúkleika. Tvisvar sinnum virtist hún vera búin að yfirvinna krabbamein og einu sinni var hún hætt komin vegna heilahimnu- bólgu. Diana Dors lét þó aldrei bugast og kímnigáfuna hafði hún alveg í lagi. Hún kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi og var þá ekkert að draga undan þegar hún sagði frá sjálfri sér. Um alla megrunarkúrana og um þá góðu og gömlu daga þegar kynlíf var ennþá skemmtilega ljótt orð og myndir af Diönu Dors skreyttu annan hvern skáp í breskum verk- smiðjum. Með árunum breyttust málin og megrunarkúrarnir hennar Diönu enduðu yfírleitt með algerum ósigri hennar. Myndin var tekin árið 1961 þegar Diana Dors kom til Rómar til að leika f sinni fyrstu ítölsku mynd. Morgunblaðið/ Ól.K.M. Af dimmisjónum NEMAR í framhaldsskólum hafa undanfarna daga sett skemmti- legan svip á bæjarlífíð þegar þeir hafa haldið dimmisjónir sínar. Á föstudag dimmiteruðu nemendur Kvennaskólans í Reykjavík og Samvinnuskólans. Að sjálfsögðu báru nemendur Samvinnuskólans merki SÍS og sögðu ekki „cheese" við Ijósmyndara Mbl. þegar hann smellti, heldur „SÍS, og brostu sínu fegursta. Kvennaskólanemar, sem ekki lengur eru bara föngulegar stúlkur, heldur einnig piltar á þessum síðustu tímum jafnréttis, voru skrautlegri — þeir gengu um götur bæjarins í líki kölska og nunna og er ekki annað að sjá, en vel hafi farið á með þeim. Morjfunbiaöið/ Júlíus. Fyrir skömmu héldu fjórir krakkar hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálpar stofnun kirkjunnar. Þau söfnuðu 700 krónum og heita, talið frá vinstri: Þórunn Bjarkadóttir, Sigurður Unnar Einvarðsson, Anna Rósa Pálm- arsdóitir og Sara Unnsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.