Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 69 arins/borgarinnar/þjóðfélagsins. Hér hafa verið tekin dæmi af ensku námsefni til að gefa hug- mynd um það hvernig mætti framkvæma friðarfræðslu í fram- haldsskólum. Auðvitað myndu kennarar og aðrir þeir sem að námsefnisgerð standa hérlendis, sjá um að útbúa það námsefni, sem best þætti henta íslenskum aðstæðum í samræmi við viður- kennd markmið fræðslunnar. Er- lendis hefur þessi fræðsla oft ver- ið í nánum tengslum við kirkjur, enda á siðfræði og friðarboðskap- ur kristinnar trúar samleið með markmiðum og viðleitni friðar- fræðslu. Foreldrar hafa einnig tengst þessari fræðslu og er þarna vettvangur þar sem kjörið væri að auka tengsl fjölskyldu og skóla. Friðarfræðsla og pólitík Orðið friðarfræðsla er gildis- hlaðið og e.t.v. óheppilegt, þar sem það býður upp á vissa möguleika til misskilnings. Sumir hafa látið í ljósi ótta um, að friðarfræðsla verði vettvangur einhliða áróðurs. Nokkrir hafa látið sér detta í hug að nú ætti að fara að kenna Stóra- sannleik um alþjóðastjórnmál í dagvistarstofnunum, eða þá að spilla ætti saklausri bernsku m.þ.a. fylla börn af ótta. Enn aðrir hafa haldið því fram, að skólarnir geti alls ekki kennt um slík mál, til þess séu þau of pólitísk. Nú ætla ég að vona, lesandi góð- ur, að ljóst sé af skrifum mínum, að ekki er ætlunin að kenna um alþjóðastjórnmál á dagvistar- stofnunum, né heldur að vekja ótta með litlum börnum gagnvart einhverju sem þau skilja ekki og ráða ekki við. En því má ekki gleyma, að hversu vel sem við vild- um geta verndað börnin okkar, þá kemur óttinn til þeirra úr um- hverfinu fyrr en síðar. Sjónvarp, myndbönd og kvikmyndir flytja ofbeldi í auknum mæli að augum og gljúpum hugum barna og ungl- inga. Er það bæði í fréttum af át- ökum og styrjóldum sem lýst er á sífellt óvægnari hátt og einnig í leiknum myndum þar sem' ein- staklingar beita hvor annan grófu ofbeldi í návígi. Vitneskjan um tortímingargetu kjarnorkuvopna skilar sér líka fyrr en síðar og henni fylgir ótti, vonleysi, van- máttur og reiði gagnvart foreldr- unum og hinum fullorðnu, sem búa barninu svo brothættan og ótryggan heim. Besta vörnin gegn óttanum er þekkingin og það er hún sem þarf að miðla í samræmi við þroska og getu barna til að skilja. Hvað varðar hættu á einhliða áróðri vil ég benda á, að áðurnefnd markmið friðarfræðslu ættu ein- mitt að koma í veg fyrir að ein- staklingar verði einhliða áróðri að bráð. Friðarfræðsla miðar að því að auka víðsýni, umburðarlyndi, skilning og þekkingu. Það er miklu fremur þegar skilningur og þekk- ing á málefni er fyrir hendi að hægt er að draga sjálfstæðar ályktanir og mynda sér skoðanir óháð áróðri. Sú fullyrðing að skól- inn geti ekki kennt þetta efni vegna þess að það sé of pólitískt finnst mér lýsa ósanngjörnu mati á kennurum. Að þessari kennslu hlýtur að verða staðið eins og ann- arri, sem við treystum kennurum fyrir að miðla til barna okkar og unglinga. Ég sé ekki meiri ástæðu til að vantreysta þeim í þessum efnum en öðrum. Hvað með þá kennslu í mann- kynssögu, hagfræði, stjórnmála- sögu, heimspeki og trúarbrögðum, sem þegar er stunduð í fram- haldsskólum landsins? Þar hlýtur að vera óhjákvæmilegt að.fjalla um ágreiningsmál, mál, sem eru í eðli sínu pólitísk. Munur er þó talsverður á því hvort slíkt er gert af flokkspólitískri þröngsýni eða hvort gætt er víðsýnis og hlutleys- is til að tryggja það, að nemendur fái yfirvegaða mynd af hverju máli. Ég er þess fullviss, að við getum treyst kennurum til þess síðara og furða mig á því, að nokk- ur skuli efast um hæfni þeirra til að tryggja slíkt. Hitt er annað, að það er stórpólitískt mál fyrir nú- tímamanninn að takast á við sjálfan sig í því einvígi við eðli sitt, sem tæknihyggja hans hefur þvingað hann til. Hið sama verða börn framtíðarinnar að gera og það hlýtur að vera öllum foreldr- um og uppalendum sameiginlegt að vilja búa börnum sínum sem best veganesti. til lífsgöngunnar. Þess vegna getum við ekki stungið höfðinu í sandinn í þeirri von að sá ógnarvandi, sem hlýst af óbreyttri stefnu okkar, fari sjálfkrafa hjá. Skólinn hlýtur ásamt foreldrum og öðrum uppal- endum að þurfa að mæta því hlut- verki að búa einstaklingana undir lífið, undir það að takast á við þau vandamál, sem blasa við og bíða þeirra. Af þessum skrifum má sjá, að friðarfræðsla er nánast tvíþætt í framkvæmd sinni. Jafnframt því, sem hún stundar mannrækt, stuðiar hún að umhverfisvernd. Hjá ungum börnum miðar hún fyrst og fremst að því að vernda, efla og rækta frið í hinu innra um- hverfi barnsins. Hjá þeim sem eldri eru leitast hún við að styrkja einstaklinginn til þess að varð- veita frið í ytra umhverfi sínu. „Friðarhugsunin og friðurinn gerist ekki án fyrirhafnar," sagði einn þingmanna í umræðum um þetta mál á Alþingi. Þó að oft hafi verið þörf er nú meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að efla frið milli manna og þjóða. Þess vegna verð- um við að halda áfram á hinni fyrirhafnarsömu leið okkar til friðsamlegra samskipta með öll- um tiltækum ráðum. Friðarfræðsla er að mínu mati eitt af vænlegum ráðum til að ná þessu marki. 11 „Mannkyn, sem kann að smiða kjarn- orkuvopn þarfnast friðarfræöslu", Guðrún Agnarsdóttir, Mbl. 12/4 1984, bls. 26 og 27. "' A Manual on Nonviolence and Children, editor Stephanie Judson Nonviolence and Children Program. Friends Peace Committee 1501 Cherry Street, Philadelphia, PA 19102, USA. '"' Report of a Working Party on Peace Education Education Department County Hall, West Bridfrford Nottingham NG2 7QP England. Guðrún Agnarsdóttir er alþingis- maður Kvennalistans. Hinn nýi Unimog Hjilparsveitarinnar. Aðalfundur Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík Kölluð 14 sinnum út á síðasta ári NÝLEGA var haldinn aöalfundur Hjálparsveitar skita Reykjavík. Á fundinum var lögð fram skýrsla sijórnar, en þar kom meðal annars fram að sveitin var kölluð út 14 sinn- um á síðasta ári, og þar af þrisvar til aðstoðar vegna ófærðar á götum borgarinnar. Eins og undanfarin 17 ár hélt sveitin námskeið í rötun og ferða- mennsku fyrir almenning, en námskeið þessi eru haldin á haust- in áður en rjúpnaveiðitímabilið hefst. Á síðasta ári náðist sá merki áfangi að sveitin gat flutt alla sína starfsemi í Skátaheimilið að Snorrabraut 60 úr Ármúlaskól- anum þar sem hún hafði verið með fundaaðstöðu og birgðageymslur en bílar sveitarinnar höfðu verið á hrakhólum hingað og þangað síð- ustu ár. Nú á næstunni er ætlunin að taka formlega í notkun nýjan Mercedes-Benz Unimog 1300L, sem nýlokið er við að byggja yfir og klæða. Mun bíllinn vera út- búinn til sjúkra- og mannaflutn- inga og taka 15 farþega í sæti eða 2 farþega og 4 sjúkrabörur, í stjórn voru kjörnir: Jón Baldurs- son, sveitarforingi, Eiríkur Karls- son 1. aðstoðarsveitarforingi, Kristinn Ólafsson 2. aðstoðar- sveitarforingi, Magnús Pétursson, gjaldkeri, Halldór Hreinsson, rit- ari. Varastjórn: Benedikt Þ. Grön- dal, Árni Árnason. Frá Skólabrú til Gullinbrú vu Undirbúningur hafin að sögu- og skipulagssyningu borgarinnar Sögu-og skipulagssýning verður haldin i Kjarvalsstöðum 12—21. maí næstkomandi. Er markmið hennar að sýna borgarbúum og öðrum landsmönnum ýmsa þætti úr skipulagi Reykjavíkur og verður henni skipt niöur í sex aðalhluta: Söguleg þróun byggðar, nýleg skipulagsverkefni, féíagsmál og frítímaiðja, íbúar og athafnalíf, umferðarmál, framtíðarsýn. Bjarna Reynarssyni skipu- lagsfræðingi á Borgarskipulagi Reykjavikur hefur verið falið að sjá um framkvæmd og uppsetn- ingu sýningarinnar og átti blm. Mbl. viðtal við hann í síðustu viku af þessu tilefni. „Borgin hefur breyst og þanist svo út á fáum árum að fólk nær Bjarni Reynarsson skipulagsfræð ingur sér um uppsetningu og fram- kvæmd sýningarinnar. ekki að fylgjast með og eldri borgarar hafa margir hverjir ekki komið í úthverfin," sagði Bjarni. „Það er vilji borgaryfir- valda að borgarbúar geti kynnt sér sem best nýjustu skipulags- verkefni og áætlanir í skipulagi því áhugi og afskipti þeirra af umhverfismálum fer ört vax- andi. Framundir þennan tíma hefur skipulagsvinna aðalega falist í því að skipuleggja ný hverfi en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að endurskipulagningu eldri hverfa borgarinnar. Mikil þörf er því fyrir sýningu sem þessa, þar sem dregin er fram heildarmynd af þróun borgar- innar svo menn skilji betur það umhverfi sem einkenndi eldri hverfi og kynnist því hvernig staðið var að skipulagi þeirra. Því að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Sýningin mun rekja í grófum dráttum þróun borgarinnar úr litlu sjávarþorpi í nútíma borg, með kortum, ljósmyndum og loftmyndum. Þá verða sýndir helstu þættir í þróun nokkurra þjónustustofnana borgarinnar svo sem SVR, Æskulýðsráðs, Reykjavíkurhafnar, Félagsmála- stofnunnar, veitustofnana og fleiri. Einnig er stefnt að því að kynna stuttlega breytingar á mannfjölda, athafnalífi og fr(- tímaiðju borgarbúa seinustu áratugina. Sem dæmi um nýleg skipu- Byggingarframkvæmdir í Nýja miðbænum. lagsverkefni sem kynnt verða er Grafarvogsskipulagið, nýtt skipulag á nýja miðbænum, til- lögu að nýju skipulagi í vestur- hluta Kvosarinnar og nýtt skipulag í Sogamýri þar sem blandað er saman útivistar- og miðbæjarstarfsemi. Umferðar- málum verða gerð ítarleg skil og tillogur um nýtt leiðakerfi SVR verða kynntar og líklega umferð- arspá fyrir höfuðborgarsvæðið árið 1990 svo dæmi séu nefnd. Einnig verður skyggnst til fram- tíðarinnar og þá sérstaklega kynnt áætluð uppbygging í borg- inni næstu fimm til tíu árin. Til álita hefur komið að kalla sýninguna „Frá Skólabrú til Gullinbrúvu". En Gullinbrúva heitir brúin sem áætlað er að tengja við Grafarvog. Kristján Ragnarsson arkitekt verður mér til aðstoðar við uppsetningu sýn- ingarinnar en hún verður opnuð á laugardaginn 12. maí klukkan tvö, og Guðni Pálsson hefur með höndum umsjón veglegs kynn- ingarbæklings sem gefa á út i tengslum við hana."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.