Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 77 Mbl./Sigurgeir. • Vestmanneyingar eignuöust í vetur tvö 1. deildarliö í handboltan- um. Svo skemmtilega vill til aö þrír leikmenn Þórs eiga eiginkonu eöa unnustu í liði ÍBV og því ánægjan tvöföld hjá þessum pörum á mynd- inni. Til vinstri eru hjónin Karl Jónsson og Guörún Aöalsteinsdóttir, þá Sigmar Þröstur Óskarsson og unnusta hans, Vilborg Friðriksdóttir og Ragnar Hilmarsson og unnusta hans, Margrét Kristjánsdóttir. Tvö lið úr Vestmannaeyjum leika í 1. deild „í r )i ái n< Sl i 9' ði r ai i vera CD k kí i iy fi ia| pró faðir" „ÞAD RÍKIR mikil óánægja meöal íslenzku frjálsíþróttamannanna hér í Kaliforníu að sendimaöur lyfjanefndar ÍSÍ skyldi ekki koma einnig hingað og taka af okkur lyfjapróf, heldur aöeins fara til Texas og Alabama," sagöi Þor- valdur Þórsson grindahlaupari úr ÍR í samtali viö Mbl. „Eitt blaöanna heima hefur reynt aö brennimerkja okkur sem lyfjaneytendur, sem stangast á viö reglur íþróttahreyfingarinnar. Vegna þessara skrifa var rokið hingað vestur og tekin þvagprufa af nokkrum íslenzkum frjáls- íþróttamönnum, sem eru viö bandaríska háskóla, hluta þeirra sem eru í Texas og Alabama, en engum hér, og erum viö óánægöir meö aö fá ekki tækifæri til aö fá hreinsun af þeim grun, sem lætt hefur verið inn hjá fólki. Þaö getur ekki veriö af fjárhags- ástæöum, sem viö vorum látnir af- skiptir. Maöurinn var kominn hingaö vestur á annað borö og aukakostnaöur viö aö koma hingaö þaö litill aö hlægilegt er ef það er notaö sem ástæöa fyrir aö koma ekki hingaö til Kaliforníu," sagöi Þorvaldur. Þorvaldur sagði þaö úr algjör- lega lausu lofti gripiö, sem haldiö heföi verið fram í skrifum um lyfja- mál viö bandaríska háskóla, aö íþróttamenn þar fengju kennslu í meöferö hormónalyfja. „Fyrrverandi félagi minn hér í San José, Norömaðurinn Bo Breigan, var borinn fyrir þessu, en mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig hann hefur látiö ummæli af þessu tagi sér um munn fara. Þjálf- ararnir hér hafa aldrei minnst á hormónalyf eöa önnur lyf viö okkur í þessi ár, enda yröu þeir reknir samstundis ef upp kæmist. Þeir myndu ekki einu sinni lána okkur fimm dollara seðil ef okkur vant- aöi, því þaö mega þeir ekki, yröu látnir taka poka sinn ef spyrðist, og þaö get ég sagt þér aö í skólun- um eru sérstakir menn, njósnarar, sem fylgjast meö því aö ínenn hegöi sér innan þess ramma sem þeim er settur. Það er nóg af fínum þjálfurum um hverja stööu viö há- skólana, og því láta menn ekki hanka sig á smámunum. Þetta tal um aö þjálfararnir skammti íþróttamönnum hormónalyf er út í hött, a.m.k. á þaö ekki viö um skóla minn,“ sagöi Þorvaldur. Að lokum sagði Þorvaldur aö gremja ríkti meðal allra frjáls- íþróttamanna vestra vegna þess meö hvaöa hætti reynt heföi verið aö læöa því inn hjá fólki aö þeir misnotuöu lyf sér til framdráttar viö íþróttaiökun sína. Þeim heföi ekki verið gefiö tækifæri til aö tjá sig í viökomandi fjölmiðli. jþrótta- mennirnir heföu þó ekki stórar áhyggjur, en þætti verst hvernig þetta heföi komiö viö vini og vandamenn. ágás Vestmannauyjum, 2. maí. í FYRSTA skipti munu Vestmann- eyingar eiga liö í 1. deild í hand- boltanum þá keppni hefst á ís- landsmótinu í haust og það frek- ar tvö liö en eitt, Þór í 1. deild karla og ÍBV í 1. deild kvenna. Þetta varö árangurinn af ánægju- legri handknattleiksvertíö og sýnir þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað í handboltanum í Eyjum á þeim fáu árum síðan Eyjamenn eignuöust fullkomna aöstöðu fyrir inniíþróttir. Þórarar voru sem kunnugt er með yfirburöaliö í 2. deildinni í vet- ur. Þorbergur Aöalsteinsson, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, tók viö liöinu um mitt síöasta ár og undir hans stjórn hófust strax strangar æfingar og stefnan sett á aö vinna sæti í 1. deild þar sem lið frá Eyjum hefur ekki áður leikiö. Þorbergur náöi frábærum árangri meö liðið í vetur, leikmenn æföu meira og betur en dæmi eru um áöur hjá íþróttamönnum hér í Eyj- um, góöur andi var í liðinu og bar- áttuþrekiö ómælt. Af öllu þessu mikla álagi og vinnu uppskáru Þórarar ríkulega, leika í 1. deild næsta keppnistíma- bil. Áhorfendur studdu dyggilega viö bakiö á liösmönnum Þórs í vet- ur og ekki er aö efa aö þeir munu ekki láta sitt eftir liggja næsta vet- ur. Þorbergur Aðalsteinsson hefur nú yfirgefiö lærisveina sína og haidiö aftur til Reykjavíkur eftir eina fengsæla vertíö í Eyjum. Eru Þórarar nú þessa dagana aö leita Mbl./Sigurgeir. • Fyrirliöi Þór*. Þór Valtýsson, og þjálfari liösins, Þorbergur Aö- alsteinsson. sér aö þjálfara og hafa mikinn hug á því aö fá til sín fyrrum landsliös- þjálfara, Januz Cherwynsky, sem nú hefur til athugunar tilboö Þórs og mun gefa Eyjamönnum ákveðið svar síöar i þessum mánuöi. Ekki er á þessari stundu annaö vitaö en allir leikmenn liösins aörir en Þor- bergur veröi meö í 1. deildarslagn- um. Þá hefur Þórsliöinu þegar bæst nýr liösmaöur, Steinar Tóm- asson, einn af lykilmönnum Aftur- eldingar í Mosfellssveit, hefur ákveöiö aö leika meö Þór næsta vetur. Vitaö er að Þórarar hafa hug á því aö fá til'sín góöa skyttu til þess aö taka við hlutverki Þor- bergs. Hafa netin víöa verið lögö en ekki dregin enn. Stúlkurnar í mfl. ÍBV komu skemmtilega á óvart í vetur og unnu sér sæti í 1. deild næsta keppnistímabil ásamt Þórsstúlkun- um frá Akureyri. Þjálfari liösins var Ingibergur Einarsson og er reiknað meö aö hann veröi áfram meö liöiö í 1. deildinni í vetur. Kvennahand- boltinn hefur hér sem víðar átt nokkuö erfitt uppdráttar og athygli forystumanna og annarra fremur beinst aö karlaliðunum. Sem dæmi má geta þess aö stúlkurnar sjálfar uröu aö fjármagna rekstur liösins aö mestum hluta og þaö geröu þær með sóma. Ofan á æfingar, leiki og feröalög þurftu dömurnar aö standa í allslags fjáröflunar- starfi en þær komu frá vetrinum meö glans og tryggt sæti í 1. deild. Veröur aö ætlast til þess aö íþróttaforystan i Eyjum standi bet- ur viö bakið á liöinu næsta vetur i hinn höröu baráttu í 1. deild svo stúlkurnar geti ótruflaöar af fjár- málaáhyggjum einbeitt sér að því aö tryggja sæti sitt í deildinni. Hvaö um það. Handboltaáhuga- fólk í Vestmannaeyjum er þegar fariö aö hlakka til vetrarins og átakanna í 1. deild karla og kvenna. Takist knattspyrnuliöi (BV svo ætlunarhlutverk sitt í sumar, aö vinna aftur sæti sitt í 1. deild, koma Vestmanneyingar til meö að eiga þrjú iiö í bestu deildum þess- ara tveggja vinsælustu íþrótta- greina á islandi og ekki eru margir bæirnir á landinu sem geta státaö af slíku. En það kemur í Ijós meö tíö og tíma. Mbl./Sigurgeir • Mfl. kvenna ÍBV. Liðið leikur í 1. deild næsta vetur. F.v. Eygló Kristinsdóttir, Ólöf Heiða Elíasdóttir, Dóra Brynjarsdóttir, Hafdís Hannesdóttir, Vilborg Friöriksdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Hafdís Siguröardóttir, Ragna Birgisdóttir, Eyrún Sigþórsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Sóley Stefánsdóttir, Lilja Tómasdóttir. Á myndina vantar Guörúnu Aðalsteinsdóttur, Unni Sigmarsdóttur og önnu Dóru Jóhannsdóttur. • Þórarar voru með yfirburðalið í 2. deildini í handknattleik í vetur. Liðiö leikur i 1. deild næsta keppnis tímabil og er þaó í fyrsta skipti sem liö úr Vestmannaeyjum keppir í 1. deild karla í handknattleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.