Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS l\r iijvui aur ujn/ ~il II Þessir hringdu . . Þakkir til Árna Johnsen fyrir baráttu hans í öryggismálum sjómanna Unnur Benediktsdóttir, Hvera- gerði, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar að þakka Árna Johnsen fyrir hans óeigingjörnu baráttu fyrir bætt- um öryggistækjum í skipum sem stuðla að bættu öryggi á þeim vinnustað. Sem sjómannskona finnst mér við standa í mikilli þakkarskuld við Árna og það er óafsakánlegt hvað við konur erum lítið fyrir að koma þakklæti okkar á fram- færi opinberlega til þeirra manna sem hafa unnið örygg- ismálum sjómanna ómetanlegt gagn. Árni hefur í áraraðir unnið markvisst að því að benda ráða- mönnum þeim er með öryggis- mál sjómanna eiga að fara, á ný og bætt tæki. En því miður hefur verið dembt yfir okkur þvílíkum skrifum og sparðatíningi til að rýra manndóm Árna að furðu vekur. Ég tek heils hugar undir þau orð áhafnarinnar á Bergey VE 544 að í þessum æsiskrifum gleymist kjarni málsins en það eru öryggismál sjómanna. Á meðan við eigum menn eins og Árna Johnsen, sem metur sjó- menn einhvers og ber umhyggju fyrir lífi þeirra og limum, höfum við ekki alveg glatað náunga- kærleikanum. „Skörin er farin að færast upp í bekkinn" Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þætti Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, varðandi landbúnaðarmálin. Hann er fyrsti ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem þorir að taka af skarið gegn Framsóknarflokkn- um og SÍS. Við skattgreiðendur í þéttbýli munum fylgja honum fast að málum og taka vel eftir því hvaða þingmenn veita hon- um lið. Skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar heimtað er að við hendum árlega 500 millj- ónum sama sem í sjóinn í út- flutningsbætur á landbúnaðar- afurðum. Sannleikurinn er sá að bænd- ur hafa haft nægan tíma til að aðlaga sig breyttum aðstæðum en þeir hafa þverskallast við. Það eru áratugir síðan gáfaðir og framsýnir stjórnmálamenn, t.d. Gylfi Þ. Gíslason, margbentu á í hvílíkan vanda stefndi. Al- þýðuflokkurinn hefur ítrekað reynt að sýna fram á að þessi stefna muni enda með ósköpum eins og komið er á daginn og öll- um almenningi er nú ljóst. Fyrir vikið voru þeir kallaðir ljótum nöfnum af bændaforystunni og Tímanum. Skammsýni og fyrirhyggju- leysi í þessum málum hefur orð- ið þjóðinni dýrt spaug. Fyrir 500 milljónir getum við íslendingar t.d. á einu ári byggt þjónustu- íbúðir fyrir aldraða og minni- máttar. Það þurfum við að gera og það viljum við gera í stað þess að leggja peningana í útflutn- ingsuppbætur. Enginn þarf að segja okkur að vá sé fyrir dyrum þó kjöt og smjör nái ekki endum saman árið út. Við erum upplýst fólk og vitum að í öllum ná- grannalöndum okkar, að undan- skildum Færeyjum, hrannast upp offramleiðsla landbúnaðar- vara sem við getum keypt ef okkur liggur á. Er nokkuð verið að vorkenna þéttbýlisfólki þótt röskun og jafnvægisleysi verði í þeirra störfum. Hvað t.d. með rakara- stéttina þegar ungir menn hættu að láta klippa sig og rakarar misstu atvinnuna. Hljóp ríkis- sjóður þá undir bagga með þeim? Og svona mætti lengi telja. Hvað er orðið af stolti bænda að þeir skuli árum saman heimta ölmusu af opinberu fé til að geta gefið útlendingum afurð- ir sínar. Eitt er víst, mælirinn er fullur og við tökum það ekki í mál lengur að ansa ólýðræðis- legum peningakröfum sem þess- um. „Á Friðrik vaða veður hörð“ Indriði G. Þorsteinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það fer ekki hjá því að mér renni þessi umræða til rifja sem orðið hefur um formann Sjálfstæðis- flokksins, eftir fund á Seltjarn- arnesi og það sem síðan misrit- aðist í Morgunblaðinu um stall- inn góða. Og af þessu tilefni varð til þessi vísa: Á Friðrik vaða veður hörð varla að „stallinn” finni en Steini er lagstur lágt með jörð í leit að grasrótinni. Mishermi Athugasemd við greinina: Upphaf verkalýðsbaráttu í Bolungarvík Hjalti Jóhannesson skrifar:„ í Morgunblaðinu 1. maí sl. birtist grein eftir fréttaritara blaðsins um stofnun alþýðusamtaka í Bolunga- vík. Greinin er sögð byggð á saman- tekt hins mæta manns, Finnboga Bernódussonar, á sögu verkalýðs- mála í Bolungavík. Ekki er um stór- vægilegt mishermi að ræða en ná- kvæmninnar vegna tel ég rétt að eftirfarandi komi fram. í fyrrnefndri grein segir: „En ólga var eigi að síður og átti síðar eftir að hitna betur í kolunum, en það var 1932 þegar Hannibal Valdimarsson kom hingað til Bolungavíkur til að ræða ástand og horfur í þessari deilu að hann var tekinn og fluttur til ísafjarðar og er sú saga löngu orð- in öllum vel kunn.“ Á 50 ára afmæli ASÍ 1966, átti Magnús Kjartansson samtal við þá- verandi forseta sambandsins, Hannibal Valdimarsson, og birtist það í Þjóðviljanum. Þetta samtal er einnig birt í bókinni Ár og Dagar (útg. 1967) eftir Gunnar M. Magn- úss. Hannibal rifjar þar upp minn- isverða atburði úr verkalýðsbarátt- unni og segir m.a.: „Ekki var það af neinum ásetningi mínum sem ég blandaðist svo harkalega inn í Bol- ungavíkurdeiluna. Ég skrapp þang- að einn sunnudaginn í friðsömum hugleiðingum ásamt söngkór, sem ætlaði að halda skemmtun í Bol- ungavik og síðar um daginn i Súða- vík. Verkfallið var þá hafið fyrir nokkru, og ég heimsótti einn af stjórnarmönnunum, Ágúst Elías- son, að spyrja tíðinda hjá honum í góðu yfirlæti við kaffidrykkju ...“ Eigi verður þetta samtal rakið nánar. En það er ljóst, að Hannibal fór ekki til að ræða ástand og horfur í þessari deilu ...“ heldur var þetta skemmtiferð. Eins og kemur fram í samtalinu, þá tók Hannibal hús á einum stjórnarmanna og að þjóðleg- um sið boðið í kaffi. I rabbi við stjórnarmanninn hugðist hann ein- ungis spyrja tíðinda af umræddri deilu. En lyktir urðu þær að Hanni- bal var fluttur með valdi til ísa- fjarðar. Lögfræðiskrífstofa Hef opnaö lögfræðiskrifstofu aö Suöurlandsbraut 6, Reykjavík. Viötalstími eftir hádegi. Skúli Bjarnason hdl., sími 68-78-50. 34. leikvika — leikir 5. maí 1984 Vinningsröð: XXX — 112 — X12 — 1 1 X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 23.875,- 1424<2/11) 41259(4/11K 47276<4/11) 86952(6/11K 4141(3/11)+ 41409(4/11) 48380(4/11) 87470(6/11)+ 37966(4/11) 44700(4/11) 50949(4/11) 88659(6/11>+ 39659(4/11)+ 45611(4/11)+ 85148(6/11) 93728(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 708,- 1265 16686 53967+ 86953+ 93576 46995* 1268 17198 55592+ 86956+ 93588 47561* 1280 18704 57908 86957+ 93674+ 54213* 2278 35421 58269+ 87353 93701+ 59437* 3411 36561 58605 87587 93719+ 60472* 4121+ 37368 58815 87774 93729+ Úr 31. viku: 4138+ 37512+ 59485+ 87957 93730+ 61997+ 4220+ 39592+ 59842 88267+ 93731+ Úr 32. viku: 4245+ 39596+ 60070 88305 93734+ 86714+ 4308+ 39655+ 60138 88967+ 93737+ 86718+ 5059 39672+ 85216 89115 181060+ 90512+ 6245 39680+ 85373 90202 36188+* Úr 33. viku: 6296 39692+ 85414 91295 36594* 10234+ 8325 39700+ 85431+ 91297 37167* 10444+ 10242 39711+ 85449+ 91298 37757+* 10489+ 10622+ 39777 85452 91502+ 40890* 10491+ 10767 40196 85695+ 91673+ 40892* 11101+ 11113+ 40318 85849+ 91837 41989+* 11175 51930+ 85919+ 92325 44910* 11292+ 52137 86692+ 93299+ 44929* 11345+ 52386 86919+ 93349+ 44930* 11836 53947+ 86923+ 93502 46499* * = 2/11 Kærufrestur er til 28. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiðstööinni — REYKJAVÍK BROSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur af skellihlátri AUGi.YSINGASTOFA KRfSTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.