Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1984, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984 ttCGAAIin (| pe-tta. \Jar hörkupartý , Halli " Ég vil fá að heyra hann tala, iður en ég fer fram á móti honum. HÖGNI HREKKVISI . \ ^ — N \ 'O <30TT/... SJÁLF0ORAUPI ." Um innheimtu orkureikninganna Sveinn Ólafsson skrifar: Um síðustu mánaðamót fékk ég reikning frá Rafveit- unni fyrir ársuppgjör á hita- veitureikningum að upphæð 10.212,- mínus fyrirfram- greiðslu ársins kr. 4.259,-, mis- munur kr. 5.953,-. Dagsetning var 29/3 og eindagi 13/4. Þann 7/4 fæ ég svo rukkun frá sama aðila fyrir áætlaða notkun raforku og heits vatns samtals kr. 5.096,-. Eindagi er þann 20/4. Fyrri reikninginn borgaði ég um mánaðamót, þótt óþægilegt væri að vita ekki af rukkuninni fyrr en ég var bú- inn að skipuleggja allar mán- aðargreiðslurnar um mánaða- mótin. Að fá svo nýja reikninga í ofanálag, sem eiga að greiðast áður en næsta útborgun kem- ur um mánaðamótin, er nán- ast kaffæring peningalega fyrir mig. — Ég skil þörf orkufyrirtækjanna fyrir greiðslur, en spurningin er, þarf að haga þessu svona? Vita starfsmenn hjá inn- heimtu (og tölvudeild) Raf- veitunnar ekki að mikill meiri- hluti fólks fær laun sín um mánaðamót? — Og þurfa menn þannig endilega að miða eindaga reikninga við ein- Gullkorn Allir eru dæmdir eftir því sem þeir sýnast vera, en enginn eins og hann er. — F. von Schiller (1709-1805) var þýskt akild - hverja annarlega daga í mán- uðinum, án tillits til greiðslu- byrgðar gjaldenda og annarra mannlegra sjónarmiða? Ég hefi hitt marga sem eru í sömu stöðu og ég hvað þetta snertir og skilja ekkert í hver orsök svona hugsunarleysis er. — Eða er yfirmönnum Raf- veitunnar gjörsamlega sama hvort þeir beinlínis „hakka menn í spað“ fjárhagslega eða ekki? Full ástæða virðist til að einhver hugi alvarlega að þessum atriðum og skoði hvort ekki megi miða eindaga reikn- inga orkufyrirtækja við mán- aðamót — því það ætti ekki að breyta miklu — þau ráða hvort eð er sjálf hvenær þau skrifa sína reikninga út, en þetta er hagkvæmnisatriði, sem snertir svo marga og veld- ur svo miklum óþægindum með þessari tilhögun að þessu * verður að breyta með hag greiðenda í huga líka. í von um að viðkomandi taki málið til vinsamlegrar athug- unar. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fðstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að hðfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. „Auralítil þjóð í þröng“ „Gleðilegt sumar Velvakandi minn. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma fer nú að líða að því að bjórkrá verði komin á flest götu- horn borgarinnar. En það er að mínu viti stórum alvarlegra mál en allir hundar hennar saman- lagðir. Á þessum stöðum mun verða hægt að fá íslenskt öl með einhverju sterkara í bland. Af þessu tilefni datt mér í hug eftir- farandi: Vill nú fólkið hér sem hjarir heilsu mikla eignast lind. Svo allir verði Islandsbarir enskra pöbba líkust mynd. Fýsir menn að fara á Stöng og fmna gaukinn reifa. Auralítil þjóð í þröng, þar vill mjöðinn kneyfa. Or því lýðir elska bland enginn held ég voli. Við næsta horn, þó nemi land Njáll á Bergþórshvoli. Með þökk fyrir birtinguna. Ein öldruð kvinna 0880 -4648.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.