Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 35 Lifandi Van Morrison Hljom- nnrrm Finnbogi Marínósson Van Morrison Live Fálkinn Fyrir okkur sem teljumst til yngri helmings tónlistarunn- enda er Van Morrison sjálfsgat lítið þekkt nafn. Engu að síður er þessi dáði drengur einn af bestu tónlistarmönnum poppsins og hann á að baki langan og merkan feril. Hann var skírður George Ivan og fæddist 31. ágúst 1945 í Bel- fast á N-írlandi. Hann ólst upp umkringdur tónlist því móðir hans hafði verið blues- og jazz- söngkona og faðir hans safnaði hljómplötum af miklum krafti. Þrettán ára gamall spilaði hann jöfnum höndum á gitar, munnhörpu og saxófón og árið 1960 hætti hann í skóla til að verða atvinnutónlistarmaður. Hann ferðaðist um Bretland og Evrópu og stofnaði loks hljóm- sveitina „Them“ árið 1963. Saga þessarar hljómsveitar sem og Morrisons er lengri en svo að henni verði gerð einhver skil hér. Hins vegar má benda á, að plata hans „Astral Weeks" er að mörg- um talin ein besta plata allra tíma. En eins og gengur skín frægð- arsólin ekki endalaust á alla og Morrison féll hægt og rólega í skugga nýrri manna. Engu að síður hefur hann gefið frá sér plötur jafnt og þétt og sumar þeirra eru hreinustu gullkorn. 1982 sendi hann frá sér plöt- una „Beautiful Vision". Hún fékk einróma lof gagniýnenda og þótti afbragðsgóð. I fyrra sendi hann frá sér sína sextándu sólóplötu og heitir hún „Inarti- culate Speech of the Heart". Hún fékk góða umsögn hjá gagnrýn- endum og þótti þeim sem smekkmunur réði hvor af fyrr- nefndum plötum væri betri. í byrjun mars á þessu ári sendi Van Morrison frá sér sautjándu sólóplötuna. Nú er það hljómleikaplata, tekin upp í heimaborg kappans, Belfast. Hann kallar plötuna „Live at the Grand Opera House" og geymir hún 12 lög. (Þau eru öll tekin af síðustu fjórum plötum hans.) Platan byrjar á rólegum spil- uðum inngangi sem rennur beint inn í fyrsta lagið á plötunni, „Dweller on the Threshold". Þetta er annað af tveimur lögum hliðarinnar sem eru mjög rokk- uð. Hitt er „Full Force Gale“. Annars er platan róleg og tón- listin blanda af írskri þjóðlaga- tónlist og „soul“. í heildina kemur platan mjög vel út. Allur hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar og sum tilþrifin óborganleg. Það eina, sem mér finnst skemma fyrir plötunni, er að svo tónlistin fái að njóta sín eins og skyldi, þarf að spila plöt- una frekar hátt. Þetta er ekki þannig á fyrrnefndum stúdíó- plötum og bagalegt þar sem tón- listin nýtur sín oftast best á þægilegum styrk þegar slappa á af eða spjalla saman. P.s. Breskur gagnrýnandi sagði: „Mér er sama hvað þú ert, þú ættir að kaupa þessa plötu." FM e\nn\nn se* Laugardaginn 12. maí næstKom- andi mun bifreiðaíþróttaKlúbbur 5uðurne5ja ásamt RagnarsbaKaríi hf. í KeflavíK standa fyrir svoKölluðu JóJó-rallýi. Þetta rally er það fyrsta á árinu sem gefur stigtil Í5land5mei5tara öKumanna og aðstoðaröKumanna-í rallýi. VEITIIKjAR A meðan á rallKeppninni stendur verða seldir glænýir JóJó hringir, Kaffi og gos. Við baKaríið verður hægt að fylgjast með Keppninni á sjónvarpssKjá jafnhliða því sem Kynnir rallsins, Ragnar Qunnars- son, lýsir rallinu og reglum þess. Rallýiðhefstvið RagnarsbaKarí hf. í KeflavíK (Iðavöllum 8) Kl. 08 og lýKur Kl. 16. DAG5KRÁ 08 Rallýið er sett. Ragnar Eðvaldsson forstjóri í RagnarsbaKaríí ræsir fyrstu bílana. yeitingar^J 08-12 Reglur rallsins verða Kynntar milli þes5 sem Ragnar Qunnar55on lýsir rallinu fyrir áheyrendur. 1 p___1 ^ Keppendur hittast við RagnarsbaKarí og snæða hádegisverð. Keppendur leggja af stað 13 30 Kassabílarall. Verslanirnar honni og Bubbi, V/ÍKurbær vörumarKaður, hagKaup og SamKaup Keppa nú auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. (Suðurnesjamenn, Komið nú og hvetjið yKKar verslun.) 14 30 TísKusýnlng. TísKuverslunin KÓDA Kynnir nýju sumarlínuna. 16. Keppendur Koma í marK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.