Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 8
KIMIWASA dulbúið cefingakerji feyfUist Sif Björnsdóttir, Þórjón Pétursson og Haukur Þorsteinsson. Hefur hópurinn haldið að meðaltali þrjár sýningar á viku frá áramótum. En á hverju byggist Kimiwasa, er það eitthvað svipað Karete og Kung fu? Þessi spurning var með því fyrsta sem blm. Mbl., er hann fékk að fylgjast meö einni æfingu hjá hópnum, spuröi Hauk, annan höfund kerfisins. „Kimiwasa er alíslenskt kerfi sem varö til hjá okkur á tæpum tíu árum. Þegar viö komum með þetta fyrst sagði einhver við okkur, í viðurkenningartón, að við heföum tekið það besta úr öllum austurlensku bardagakerfunum og sam- KIMIWASA heitir íslenskt bardagalistarkerfi sem tvíbura- bræðurnir Haukur og Hörður Harðarsynir þróuöu fyrir rúm- um tíu árum og kenncju um nokkurra ára skeið. Sjálfir hafa þeir nú snúiö sér meira aö myndlist og hreyfilist en gamlir nemendur þeirra haldiö áfram aefingum Kimiwasa. Nema hvað KIZA-hópurinn, sýningarflokkur Kimiwasa sem hefur það hlutverk aö kynna kerfið, hóf starf að nýju undir stjórn Hauks um síöustu áramót eftir langt hlé. í hópnum eru auk Hauks fimm nemendur hans sem lagt hafa stund á Kimi- wasa í 3—6 ár, þau Kristján Jónsson, Snorri Jóhannesson, einað Þaö vildi bara þannig til aö þegar viö sömdum okkar kerfi þekktum viö ekkert til hinna og höföum ekki einu sinni lesið okkur til um þau. En kerfi okkar hefur austurlenskt yfirbragð og verður það eflaust til þess aö það minnir á hin kerfin. Grundvallarmunurinn liggur hinsvegar í stuttu máli í því að Kimiwasa er ekki bardagakerfi heldur bardagalistar- kerfi, það er tvennt ólíkt. Eins og viö hugsum það og byggð- um þaö upp er Kimiwasa einskonar dulbúiö æfingarkerfi fyrir hreyfilist, sem við vildum plægja jarðveginn fyrir. Við þorðum ekki að koma beint með hreyfilistina, eitthvað sem hafði þá ekki sést áður. Nú vita flestir hvaö felst í orðinu hreyfilist en 1978 var þetta orð ekki til. Það hefur líka sýnt sig aö flestir af okkar gömlu nemendum sem komu til að læra að berjast á sínum tíma hafa farið út í hreyfilistina." Er Kimiwasa flókið kerfi? „Já, það er ég hræddur um. Líklega of flókið því okkur viröist ekki ætla aö gefast tími til að kenna allt kerfið þannig að aðrir geti tekiö við því af okkur. Það er byggt upp á svokölluöum kötum, en hver kata inniheldur hundrað hreyf- ingar sem tengjast saman. Svona byggjast mörg austur- lensku kerfanna upp, til dæmis Chineese Mind-boxing, en þá er oftast bara um eina kötu aö ræöa sem menn halda áfram að þjálfa alla æfi. j Kimiwasa eru hinsvegar milli tuttugu og þrjátíu kötur, hundraö hreyfingar hver, fyrir utan öll áhöld." Áhöld? „Já, við höfum hannað og smíðað 16 áhöld fyrir þetta kerfi. Sverð, prik, hnífa og kylfur og gert hreyfingar við þau öll, hundrað hreyfingar við hvert. Þannig að það má reikna með að þaö taki a.m.k. 12 ár að læra allt Kimiwasa-kerfið.“ En hver er munurinn á Kimiwasa og hreyfilist? „Þegar KIZA-hópurinn sýnir veröur allt að vera mjög vel æft og fyrirfram ákveöiö því annars gætum við farið okkur að voöa. I hreyfilistinni, sem hefur sínar eigin kötur, tengirðu saman hreyfingu og tilfinningu og notar þaö vald sem þú hefur yfir likamanum. Og á sýningum eru aöeins ákveðnir fyrirfram nokkrir punktar, og síöan spunnið jafnóðum eftir viðbrögðum sem þú færð frá þeim sem þú sýnir meö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.