Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAl 1984 ____________________________________t 1M3 Univarnl Pr.l. SvmllciU „ pá óett'tót upp um tni&ja nát-t og hrofc&i-r, n NýSu tveimur Stémum fatnan." ást er... ... aö sýna henni töframátt sinn. TM Rag. U.S. Pit Oft —all rlgKts rraervad e 1961 Los Angetes Tinws SyndicaM Við látum nægja að kitla hvorn annan. en ekki klóra. Með morgnnkaffinu Ég stla að ganga hér við á morg- un, með konuna mína og þá segir þú: Blessaður, langt síðan þú hefur sést! HÖGNI HREKKVÍSI Leiðinlegt sjónvarp Anna Lísa og Hjördís skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum hérna tvær 12 ára og okkur langar til að beina þessari grein okkar sérstaklega til sjón- varpsins. Við horfðum á Eurovision- söngvakeppnina eins og svo marg- ir aðrir. Og okkur finnst að sjón- varpið gæti vel sleppt þessum túlki. Eins og áður var sagt erum við 12 ára og fórum fyrst að læra ensku núna í vetur, þannig að við getum varla verið mjög klárar. En við skildum mest alla enskuna sem kynnirinn í söngvakeppninni sagði og sjónvarpið gæti sparað sér þann kostnað að hafa túlk. í staðinn geta þeir keypt skemmti- legri þætti en „Nikulás Nickelby" og „Synir og elskhugar". Það eina sem hægt er að horfa á í sjónvarp- inu er „Me & My Girl" sem er nú að hætta. Og „Háspennugengið" er hætt sem var mjög upplífgandi. Þið getið nú ekki ætlast til að við horfum á „Grenjað á gresjunni" endalaust. Þessar bíómyndir sem hafa verið sýndar núna síðastliðn- ar helgar eru drepleiðinlegar. Við vonum að sjónvarpið bæti úr þessu. Og svona í leiðinni vildum við biðja formann Listahátíðar að velja einhverja „góða“ hljómsveit á næstkomandi Listahátíð. IÞessir hringdu ... Aðstandendur skemmtunar- innar bæta ekki tjónið Móðir hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Dóttir mín fór á skemmtun sem haldin var i Laugardalshöll síðasta vetrardag. Fór hún úr úlpunni sem hún var í og faldi undir bekk því ekki var boðið upp á vörslu í fatahengi. Þegar skemmtuninni lauk var úlpan horfin. Mikið var gert til að finna úlpuna en án árangurs. Nú eru það vinsamleg tilmæli mín að foreldrar athugi hvort börn þeirra eru í úlpu sem þau ekki eiga og skili henni þá til lögreglunnar. Þeir sem að skemmtuninni stóðu segjast ekki bæta þetta tjón. Því er það að ég spyr hvort dansa eigi í úlpu eða þarf kannski ekki yfir- höfn á milli staða hér í okkar kalda landi? Ókurteis afgreiðslumaður Kristín Helgadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við hjónin urðum fyrir leiðin- legri reynslu sl. laugardag, er við komum inn í verslun á Bræðraborgarstígnum og hugð- umst kaupa sykurlaust sælgæti handa dóttur okkar, en hún er sykursjúk. Ég spurði afgreiðslu- manninn hvort hann hefði eitthvað sykurlaust á boðstól- um, og svarði hann því þá til að Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan böfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hundahald og undanhald Hjörtur Jónsson skrifar. Tvö hitamál voru afgreidd af borgarstjórn Reykjavíkur fyrir fáum dögum: Hundamálið og Kattamálið. Þessi mál hafa valdið mikilli umræðu opinberlega, og það hefði vel verið hægt að rifast um þetta miklu lengur. Ég hefi bara verið áhugasam- ur áhorfandi, þó ég viti auðvitað síst minna um hunda og ketti en hver annar. Nú þegar þessum málum er lokið í bili, kannske fyrir fullt og allt, þá læt ég það eftir mér að skrifa svolítinn eft- irmála. Bæði þessi mál eru dæmigerð tilfinningamál, lýsa því einkar vel hve fámennir hópar geta orðið fyrirferðarmiklir og áhrifamiklir. Þetta hefur maður oft séð áður, og er þó dæmið um Keflavíkursjónvarpið eftir- minnilegast og skýrast. Þar þustu fram 60 „vitringar" eða svo, pólitískir ofstækismenn og minnimáttarsinnar og svín- beygðu heilbrigða skynsemi og ríkisstjórn, allri þjóðinni til hneisu og helmingnum til tjóns. Um áratugaskeið hefur gilt bann við hundahaldi í Reykja- vík. Þetta var viturleg ráðstöfun á sínum tíma og reyndist því með afbrigðum vel. Hundunum fækkaði, hreinlæti óx á götum, í görðum og húsum, hávaði og ónæði af þessum dýrum hvarf og flestir sættu sig vel við regl- urnar. Þeir sem í raun og veru höfðu dálæti á hundum og vildu að þeim liði vel sáu, að borgin bauð þeim lítið frelsi, og nú yrðu þessi grey ekki lokuð eins mikið inni ýlfrandi og grátandi. Þegar við Frónbúar tíunduðum afrek okkar við menn annarra þjóð- erna gleymdum við sjaldan að segja þeim frá því, hve höfuð- borgin okkar væri hrein og fal- leg. Þar væri enginn kolareykur né olíustybba, þar væri enginn hundaskítur og þar væri bannað að berja menn til ólífis með boxhönskum. En heimsins uppátæki og siðir síast nú hingað norður eftir til okkar, þó við reynum að streit- ast á móti erlendum áhrifum jafnvel, sjónvarpi. Hundar vóru og eru í háveg- um í mörgum löndum, þó allir séu í vandræðum með affallið. Þokkadísir og fyrirmenn leika sér við hunda, bók Axel Muntke er víst mikið lesin og hundasýn- ingar eru haldnar. Hundar af ýmsu kyni tóku að berast inn í landið, það fór að verða fínt að eiga hund. Yfirvöld borgarinnar sváfu á reglunum og hundunum fjölgaði. En hundaáhrifin og sjónvarp var ekki það versta, sem barst til okkar utan úr heiminum stóra. Mótmælaöldur skullu á okkur, öllu var mótmælt. Eng- inn sætti sig lengur við að vera í minnihluta. Auðvitað hefur meirihlutinn ekki alltaf rétt fyrir sér, en eftir hverju á að fara? Verða ekki lög og reglur að hafa einhvern rétt? Jafnvel einn maður rís upp á móti heilli rikisstjórn. Óteljandi smáhópar mótmæltu og kröfðust þessa eða hins. Stundum leit þetta út eins og vilji fjölda manna, þó mót- mælahræðurnar væru örfáar. Krakkar í barnaskóla mótmæltu kennslunni. Þeir sem mótmæltu höfðu hátt. Þeir hrópuðu á torg- um og gatnamótum svo lítið heyrðist í þeim sem hógværir voru. Þessar bylgjur skullu óspart yfir okkur og flóðgarðar brustu víða, ef þeir þá vóru nokkrir, ráðamenn þjóðarinnar voru að ærast, vissu varla hvað var þjóðin sjálf. Frjáls gagnrýni er undirstaða hins svokallaða lýðræðisþjóð- skipulags, og betra þjóðskipulag höfum við nú ekki í bili. Frjálsa umræðu má ekki hindra. En það verður að skilja hismið frá kjarnanum. Forustumenn okkar á hverjum tíma verða að vera það stórir í sniðum, að þeir láti ekki blekkjast, þó hátt sé galað, hótað og fjálglega skrifað. Fjalakötturinn er gamalt ónýtt hús, sem auðvitað á að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.