Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
37
sesamfræi, 1% matsk. matarolía, hvít-
ur pipar, glútamat, 250 g prinsessu-
baunir, 1/io I af kjötseyði (instant), %
búnt af steinselju (pétursselju).
Kjötiö er sneitt í þunnar sneiöar (þaö
gengur bezt, af kjötiö er látið frjósa lítil-
lega, áöur en þaö er sneitt), og sykrinurn
svo stráö yfir kjötsneiöarnar. Laukspíran er
þvegin, hreinsuö og skorin í mjög smáa
bita — græni hluti spírunnar líka. Hvít-
lauksgeirinn er afhýddur og brytjaöur.
Bæði hvítlauknum og spírulaukbitunum er
svo blandaö saman við sojasósuna, ses-
amfræiö, eina matskeiö af matarolíu, svo-
lítilli ögn af hvítum pipar og dálitlu glúta-
mati; þessari kryddblöndu er svo hellt yfir
kjötiö í skálinni, lok sett á hana og kjötiö
látiö liggja í þessum legi í um þaö bil 30
mínútur. Á þessum tíma er kjötsneiöunum
snúiö viö eins og tvisvar til þrisvar til þess
aö þaö dragi kryddlöginn jafnt í sig. Nokk-
uö af matarolíunni er notaö til aö smyrja
steikarpönnuna meö, þvi næst er pannan
snarphituö og kjötiö snöggbrúnaö. Því,
sem eftir er af kryddleginum, er nú hellt yfir
kjötiö á pönnunni. Prinsessubaunlrnar eru
hreinsaöar og þvegnar og látnar brúnast
lítiö eitt ásamt því, sem eftir er af matarolí-
unni á somu pönnu og kjötiö, þá er kjöt-
seyöinu hellt yfir allt saman og maturinn
látinn malla t um þaö bil 7 mínútur. Aö
lokum er bætt viö pipar, glútamati og sax-
aöri steinselju eftir smekk, og hinn tilbúni
réttur því næst borinn strax fram á pönn-
unni.
Yakitori — Grillað
hænsnakjöt
100 g hænsnabringa, 100 g hænsnalif-
ur, 4—5 matsk. af dökkri sojasósu,
2—3 matsk. af þurru sherrý (Fino), 1
matsk. af matarolíu, 3 matsk. af sake
(hrísgrjónavín), 'h tesk. af púðursykri,
30 g af langkorna hrísgrjónum, 1 sal-
atkjarna (Ijósustu og stökkustu smá-
blöðin innst í salathöfðinu), 1 matsk.
tómatsósa, 1 tesk. af söxuöum gras-
lauk.
Hænsnakjötiö og lifrin er skoriö niöur í
hæfilega munnbita. Úr sojasósunni,
sherrýinu, mataroliunni, sake og sykrinum
er hræröur kryddlögur, settur í pott og aö-
eins hleypt upp á honum yfir hægum eldi.
Því næst er kryddlögurinn aöeins látinn
rjúka, en síöan er honum hellt yfir kjötiö,
sem lagt hefur veriö í skál, lok sett á skál-
ina, og kryddlögurinn látinn verka á kjötiö
í um þaö bil 30 mín. Smurö panna er hituö,
kjötiö brúnaö og kryddleginum hellt yfir.
Þaö er líka hægt aö nota þá aðferð aö
stinga tréstöngli í hvern kjötbita, láta þaö
liggja þannig í kryddleginum, en grilla þaö
svo á viöarkolagrilli út af fyrir sig, og þarf
þá aö dreypa kryddleginum oftar en einu
sinni yfir kjötiö á grillinu — þannig fara
Japanir aö því. Salatiö er hreinsaö og
þvegiö og kryddaö meö tómatsósunni og
saxaöa graslauknum stráö yfir. Meö yakit-
ori eru borin fram soöin hrísgrjón, og eiga
þau aö vera þurr og kornótt eins og alltaf
þegar hrísgrjón eru soöin og boröuö meö
öörum réttum.
Nautakjöt
með abalónu
100 g nautalundir, ein eggjahvíta, 'h
tesk. sósu-hleypi (fæst hór í verzlun-
um, en það er duft, sem stréð er yfir
sósuna til að gera hana þykkari), 125 g
af brúnum champignon-sveppum, 'h
sítróna, 100 g af bambus-sprotum, 1
lítil dós af abalónu, 1 hvítlauksgeiri, 1
lítið stk. engiferrót, 1 laukspíra, 1
matsk. matarolía, 1—2 tesk. af dökkri
sojasósu, 1—2 matsk. af þurru sherrýi
(Fino), 2—3 matsk. af hænsnaseyöi
(tening), pipar, glútamat, 35 g af
hrísgrjónum, 'h búnt af pétursselju
(steinselju).
Kjötiö er skoriö þvert á vöövann í þunn-
ar sneiöar og þeim svo dyfiö ofan í eggja-
hvítuna, sem sósuhleypinum hefur áöur
veriö stráö yfir, lok sett á skálina og látiö
standa um 30 mín. í kæliskápnum. Svepp-
irnir eru hreinsaðir, þvegnir og skornir í
flögur og sítrónusafa dreypt á þá, til þess
aö þeir bregöi ekki lit. Bambus-sprotarnir
og abalónan, sem áöur hefur veriö tekin úr
dósinni og lögð til þerris, eru skorin niöur í
næfurþunnar sneiöar. Hvítlaukurinn flysj-
aöur, sömuleiöis engiferrótin, laukspíran
hreinsuö og svo er allt saxaö í smátt. Mat-
arolían er hituð á pönnu og hvítlaukurinn,
engiferinn og laukspíran brúnuö í stutta
stund. Sveppunum, abalónunni og bamb-
us-sprotunum bætt út í á pönnuna og allt
þetta látið malla i 3—5 mínútur. Þá er mat-
urinn tekinn af pönnunni og haldið heitum.
Pannan er hituö aftur og kjötiö brúnaö á
n Asísk matargerðarlist er víðfræg
fyrir ljúffengi sitt og fyrir léttan,
auðmeltan • mat. Þær mörgu
kryddtegundir, sem Ijá matnum
þetta einkennandi asíska bragð,
virka um leið örvandi á efna-
skipti líkamans. \\
henni. Yfir brúnaö kjötiö er svo hellt soja-
sósunni, sherrýinu og hænsnakjötsseyöinu
og kryddaö meö pipar og glútamati. Þá er
grænmetinu, sem beöið hefur heitt, hellt
yfir kjötiö á pönnunni. Nú er safinn, sem
eftir er í abalónudósinni, tekinn og honum
dreypt yfir matinn á pönnunni til bragö-
bætis. Hrísgrjónin eru soöin, þannig aö
þau séu kornótt og laus sundur aö suöunni
og þau borin fram meö kjötinu, sem sax-
aöri pétursseljunni hefur veriö stráö yfir.
Fiskisúpa með
hrísgrjónanúölum
'fa lítri af kjötseyði (teningur) og 1/b
lítri af þurru hvítvíni, 100 g af karfa-
flaki, 100 g grálúðuflak, 50 g af fersk-
um laxi, ein lítil sítróna, dálítiö af fer-
skri myntu, 1—2 chili-kólfar, 100 g
púrrulaukur, ein laukspíra, 20 g af
hrísgrjónanúölum, 2—3 matsk. af
dökkri sojasósu, 2 matsk. sæt-chili-
sósa, nýmalaður pipar, 50 g rækjur, 'h
búnt af graslauk.
Kjötsoöinu og víninu er hellt í pott, út í
þetta er svo bætt jafn miklu magni af vatni
og vökvinn er fyrir, og suðan látin koma
upp. Fiskitegundirnar þrjár eru lagöar
saman í sérstakt suöusigti, sem hengt er á
pottbarminn og látin sjóöa fyrir ofan sjóö-
andi löginn í pottinum i um þaö bil 10 mín.
Ekki má fiskurinn komast i snertingu viö
sjóðheitan löginn í pottinum. Þegar fiskur-
inn er fullsoöinn, er hann tekinn úr suöu-
sigtinu, skorinn í hæfilega stóra munnbita
og lagður á forhitaöan disk. Þá er hellt yfir
fiskinn kryddlegi, sem fenginn er meö því
aö pressa safann úr sítrónunni, blanda
fínsaxaöri myntunni út í og einnig krömd-
um chili-kólfunum. Lok er sett á diskinn og
fiskurinn látinn liggja í þessum kryddlegi í
10 til 15 mínútur. Púrrulaukurinn hreinsaö-
ur, þveginn og saxaður smátt, eins er farið
aö meö laukspíruna og þá einnig notaöur
græni hluti hennar. Allur þessi saxaöi lauk-
ur er svo settur út í soöiö í pottinum ásamt
hrísgrjónanúölunum og látiö sjóða saman
viö lítinn hita. Þá er bætt út í sjóöandi
seyðið dökkri sojasósu, chili-sósu og pipar
eftir smekk, og núna eru svo fiskbitarnir og
rækjurnar látnar út í seyöið, allt saman
hitaö vel upp, og þá er súpan tilbúin. Áöur
en sjóöandi heit súpan er borin á borö, er
stráö söxuöum graslauk yfir hvern disk.
Krabbar í súr-sætri sósu og
með kínversku grænmeti
200 g af hráum krabbahölum, ein lítil
sítróna, 'h tesk. af engiferdufti, 2
matsk. af matarolíu, 1—2 chili-kólfar,
einn lítill biti af engiferrót, 1 hvít-
lauksgeiri, 1—2 matsk. af dökkri soja-
sósu, 1 tesk. af sætri chili-sósu, 'h
tesk. af púðursykri, 1—2 matsk. af
þurru hvítvíni, hvítur pipar, glútamat,
200 g af kínakáli og hálft búnt af pét-
ursselju.
Krabbahalarnir skornir frá, þarmurinn
fjarlægöur, og halarnir svo skornir í tvennt
eftir endilöngu. Þá er dreypt yfir þá safa úr
sítrónunni og stráð engiferdufti þar yfir.
Eftir aö búiö er aö meðhöndla krabbahal-
ana á þennan hátt, eru þeir grillaöir í forhit-
uöum ofni í 8 til 10 mínútur, en þá eiga þeir
aö vera orönir gegnumsteiktir. 1 matsk. af
matarolíu er hituö á pönnunni og smásax-
aö chili, engiferrót og hvítlaukur er brúnaö
stutta stund, en dökkri sojasósu og sætri
chili-sósu þvt næst bætt út í. Eftir þaö er
sykrinum stráö yfir matinn í pönnunni og
hvítvíninu hellt yfir. Kryddaö meö pipar og
glútamati. Þessari sósu er þvínæst hellt yfir
grilluöu krabbahalana í heitum ofninum.
Þaö sem eftir er af matarolíunni er nú hitaö
á pönnunni; kínakáliö er hreinsaö, þvegiö
og saxaö og þá brúnaö á pönnunni. Yfir
káliö má svo hella sojasósu aö smekk, en
aö lokum er fínsaxaöri pétursseljunni stráö
yfir káliö, rétt áöur en maturinn er borlnn
fram.
Humarhalar með grænmeti
2 stk. humarhalar (u.þ.b. 160 g), 'h
sítróna, 1 hvítlauksgeiri, 1 matsk. mat-
arolía, ein eggjahvíta, 6 matsk.
hænsnakjötseyði, 'h tesk. sósu-
hleypir eða kartöflumjöl, 100 g ertur
(djúpfrystar), 10 g bleikir kínverskir
rörsveppir, sem lagðir hafa veriö í
saltlög í glerkrukku, 1—2 matsk. af
dökkri sojasósu, 1 matsk. saté-mar-
inade, 'h búnt af pétursselju.
Humarhalarnir teknir úr skelinni, þarm-
urinn fjarlægöur, og sítrónusafi og hvít-
laukssafi látinn drjúpa yfir humarhalana.
Matarolían er hituö á pönnu, humarhalarnir
snögg-brúnaöir á hvorri hliö. Eggjahvítan
er slegin lítilsháttar, hellt yfir humarhalana