Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 11
v,#--.-. v , , . , . _ , . . ....
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984
Þarf trú á sjálfan sig
Ég haföi ekki sett mér neitt tak-
mark áöur en ég fór í Evitu. Það var
þá sem ég sá hvaö ég hatði upp á
móti mér. Ég sá að þetta var þræl-
erfitt, ofsalegt puö. Ég haföi ekki
gert mér grein fyrir því, aö ég myndi
taka þetta í svona stórum stökkum.
Ég hélt aö ég myndi taka þetta eins
og allir aörir. Þaö eru sumir búnir
aö vera í 10 ár í hverju kórhlut-
verkinu á eftir ööru, og komast ekk-
ert áfram. Ekki endilega vegna þess
aö þau hafi ekki hæfileika, heldur
vegna þess aö andlitiö passar ekki,
vöxturinn er ekki alveg sá rétti
o.s.frv. Maöur þarf líka að vera
ákveðinn og treysta á sjálfan sig. Ef
ég trúi ekki á mig, þá gerir það
enginn. Maöur verður aö vera meö
allt á hreinu.
Annars er ég alveg ferlega löt, ég
syng aldrei heimá og het ekki fariö í
söngtíma í 15 ár, bara af því aö ég
er svo hrædd viö aö láta eyöileggja
þessa náttúrurödd, sem ég er meó.
Mér hefur tekist aö komast þetta
langt meö röddina svona eins og
hún er mér af guöi gefin. Þegar ég
nefni guö, þá dettur mér í hug að
alltaf þegar aö illa gekk sat ég og
hugsaöi meö mér; ef þú ert búinn
að gefa mér svona rödd, þá var hún
ekki ætluö til aö nota hana bara í
baðinu. Svo ég hugsaði, að þaö
hlyti að vera eitthvaö í vændum. Ég
ásetti mér aö komast áfram og
þetta hefur allt gengiö alveg ótrú-
lega vel.
Eftir aö hafa veriö í Evítu fór ég í
nokkrar reynsluæfingar og lenti í
því aö æfa fyrir Oklahoma, sem er
sett á sviö af sama fyrirtækinu og
Cats og Song and Dance. Ég var
næstum búin að fá aöalhlutverkið
fyrir sýninguna hér í West End, viö
vorum bara tvær eftir sem komum
til greina. Vá, fyrst óg gat komist
þetta langt, þá haföi ég þó séns. En
(aetta var samt æöislegt reiöarslag,
þó ég heföi ekkert frekar átt von á
því aö fá hlutverkið.
Ég gat ekki sagt langa sögu um
feril minn. Ég haföi bara verið í Sví-
þjóö og íslandi og þaö tekur enginn
í alvöru talað mark á því. Hvað ís-
land, smá sker norður í hafi! Og
þetta er ekki sagt meö neinni fyrir-
litningu. Svo kemur þaö samt í Ijós
seinna aö þetta var viss reynsla og
þjálfun sem ég haföi fengiö. Þaö
kemur fram, þegar á reynir.
... eyðir tíma
sínum ekki til
einskis að sjá mig ...
Nú ég fór í fleiri reynsluæfingar.
Þá var auglýst eftir dönsurum í
Cats, en ég var enginn dansari og
tel mig ekki vera þaö núna, þó ég
sé búin aö vera aö læra þaö í eitt
ár. En ég hringdi nú samt, frökk
eins og fjandinn sjálfur, og spuröi
hvort vantaöi ekki varamanneskju
fyrir aöalhlutverkiö? Því ég vissi, að
þaö var eitt gott sönghlutverk. Ég
fékk tima og ég söng fyrir hljómlist-
arstjórann. Honum leist vel á mig,
og vildi endilega aö ég kæmi aftur,
svo fleiri gætu heyrt í mér. En ég
heyrði ekki neitt frá honum í nokkra
mánuöi, svo ég fór aö hringja í hina
og þessa, sem eitthvaö tengjast
þessum söngleik, til þess að kom-
ast aö því, hvers vegna ég heföi
ekkert heyrt í þeim.
Enginn vissi neitt og eftir jólin
ákvaö ég aö hringja í skrifstofu leik-
stjórans, Trevor Nunn, sem er að
veröa heimsfrægur maður. Ég geröi
mér ekkert grein fyrir því þá. Nú,
Trevor Nunn var ekki viö, svo ég
sagöi einkaritara hans frá erindi
mínu og baö hana aö skila til hans
aö ég væri tilbúin í söngæfingu
hvenær sem væri og að hann muni
ekki eyða tíma sínum til einskis aö
sjá mig. Tveim dögum seinna var
hringt til mín og mér sagt aö koma
og syngja fyrir Andrew Lloyd
Webber, Trevor Nunn, Elin Dean og
danshönnuðinn. Þetta var stórt
tækifæri. Mér var sagt daginn áöur,
aö ég þyrfti aö flytja smáleikatriöi.
Ég haföi aldrei á æfi minni leikiö
svo vinkona mín sat yfir mér um
nóttina og ég læröi smá hlutverk úr
gömlum gamanleik. Mér fannst
þetta æöisiega lélegt. Þegar ég
flutti þaö fyrir Andrew og hina voru
þeir hinsvegar æöislega hrifnir.
Andrew trúöi því ekki aö ég væri
íslensk og ég fór aö svara honum á
íslensku og sænsku í ógurlegri
taugaspennu. Þetta endaði nú samt
meö því aö mér var boöiö aö vera
varamanneskja fyrir þetta hlutverk.
Þannig náöi ég takmarki mínu.
En síðar sögöust þeir hafa annað
í huga. Ég átti jafnframt varahlut-
verkinu í Cats aö vera varamann-
eskja fyrir aöalhlutverkiö í Song
and Dance. Það var þó ekki hægt
vegna tímans og Equity, félags leik-
ara. Þeir báöu mig því aö taka frek-
ar hlutverkinu í Song and Dance,
vegna þess aö það var miklu stærra
og erfiöara. Sally Bently, sem er nú
mín varamanneskja hér, var tekin
sem varamanneskja í Cats í stað-
inn.
Aðalsöngkonan
gleypti flugu
Þetta var enn betra, því þaö aö
opna í nýrri sýningu er „creme de la
crerne". Mér var því vel borgiö, fékk
gott kaup og skrifaöi upp á árs-
samning. En þegar áriö var liðiö,
var ég buin aö fá nóg, því það er
eriftt aö sitja í litlu búningsherbergi
og bíöa bara eftir, hvort þaö veröi
kallað eöa ekki. Ég man t.d. eftir
einu skipti. Ég lá uppi í herbergi í
nuddi, löðrandi í ólíu frá toppi til
táar. Þá heyri ég mér til skelfingar
aö músíkin stoppar. Þá haföi fluga
flogiö upp í söngkonuna. Og í þess-
um hluta er hún ein á sviöinu í 58
mínútur, syngur svo gott sem 23 lög
í einu og enginn tími til aö fá sér
einu sinni vatnssopa. Svo áhorf-
endur taka eftir öllu sem skeöur.
Hún kyngdi flugunni, en varð óglatt
af tilhugsuninni og gat ekki haldiö
áfram. Svo hún fer af sviðinu, en
eftir 10 mínútna hlé hélt hún áfram.
Þaö heföi tekiö mig hálftíma aö
veröa tilbúin, svo það er eins gott
aö vera viö öllu búinn!
Stuttu seinna tekur söngkonan
sér mánaöarfrí. Fengu þeir þekkta
söngkonu i hlutverkiö mér til mikilla
vonbrigöa, í staöinn fyrir aö leyfa
mér aö taka þaö. Þeir töldu þaö
ekki forsvaranlegt aö setja óþekkta
stúlku í þetta langan tíma. Þaö er
ekki nóg aö geta sungiö, lltiö „rétt"
út o.s.frv. heldur þarf viökomandi
aö vera þekkt nafn. Ég var óánægö
vegna þess aö samningurinn kvaö á
um rétt minn. En maöur veröur aö
vera varkár til aö vera ekki settur út
í kuldann. Þaö gerist ef maöur
gengur of langt.
Þegar liöiö er á áriö, haföi ég
fariö með hlutverkiö 5 sinnum. I
síöasta skiptiö haföi söngkonan
meira aö segja tekiö sér frí svo ég
gætiö sungiö. Ég var ákveðin í aö
hætta. Þá fékk ég hlutverk Maríu
Magdalenu í Jesus Christ Super-
star. Aö vísu var þaö úti á landi, en
ég hugsaöi mér það er samt skref í
rétta átt, þaö er a.m.k. ég sem fer
meö hlutverkið. Þetta var fyrsta
uppfærslan sem fór út um land, svo
þetta var góö reynsla út af fyrir sig.
Með tveggja tíma fyrir-
vara í aðalhlutverkið
í Song and Dance
Rétt eftir aö ég var komin úr
mánaöarfríi frá Bandaríkjunum meö
manninum mínum, var hringt til mín
og ég beöin aö syngja þá um kvöld-
iö í Song and Dance (eftir 7 mánaöa
fjarveru), vegna þess aö Lulu, sem
söng aðalhlutverkiö, og varamann-
eskjan voru veikar og ekki nema 2
tímar til stefnu. Enginn tími til æf-
inga, engin föt til og ýmsu búiö að
breyta. Allt var á fullu í leikhúsinu út
af þessu, en ég var sallaróleg, þar
til ég átti aö fara út á sviðiö: gat ég
gert þetta? En þaö tókst svo vel, að
mér var boöiö aö vera út samn-
ingstíma Lulu, sem gat ekki lokiö
honum. Þá var geröur svipaður
samningur viö varamanneskjuna og
viö mig áöur. Þetta var náttúrulega
æðislegt, nafnið mitt í stórum stöf-
um framan á leikhúsinu, kom í blöö-
in o.s.frv. Nafniö mitt var því farið
aö berast um bransann.
Aö þessu loknu fór ég í sögu-
fræga ferö til íslands, til aö hafa
nokkrar sýningar á atriöum úr 4
söngleikjum eftir Andrew Lloyd
Webber. Þetta átti aö vera veglegt
meö sviösmyndum og öllu tilheyr-
andi og búiö var aö auglýsa þetta.
En þegar ég kom til íslands, haföi
ekkert veriö undirbúið, svo ekkert
varö úr sýningunum. Þaö var ekki
mín sök. Ég var búin aö eyða mikl-
um tíma og peningum í alls ekki
neitt og ég ætlaði ekki aö bæta
gráu ofan á svart meö því aö hanga
í marga daga til aö syngja svo bara
2 lög á gamlárskvöld. Ég hef hér allt
til alls, er virt sem listamaöur, og
þarf ekki aö standa í þessu. Þetta
heföi þó getað oröiö mjög gott.
Boðið besta hlut-
verkið í Cats
Eftir áramótin fann ég þaö á mér
aö þaö hlyti eitthvaö aö gerast. Um
leiö og ég hætti aö vinna, vildi ég fá
sem fyrst vinnu aftur. Smá stress út
af atvinnuleysi í nokkrar vikur, hér
er fólk án atvinnu í nokkur ár. Ég
gæti ekki staöist þá raun. Umboös-
maöur minn vildi aö óg biöi eftir
góöu hlutverki. Á meöan tók ég
ýmsa smærri vinnu aö mér. T.d.
geröi ég 6 útvarpsþætti meö BBC-
sinfóníuhljómsveitinni og geri aöra
3 nú í apríl. Þetta var einsöngur
meö hljómsveitinni. Framkvæmda-
stjóri hljómsveitarinnar haföi séö
mig í Song and Dance og boöiö
mér verkefniö út af því. Þetta var
mikil upphefð fyrir mig.
j februar var ég kölluö í reynslu-
æfingu hjá leikstjóranum á Evitu,
því Andrew Lloyd Webber haföi
sjálfur sagt honum, aö hann ætti aö
athuga Carol Nielssen áöur en hann
ákvæði nokkuö annaö meö Evitu-
hlutverkiö. Þetta var í rauninni
svona, ég er ekki aö gera neitt mik-
iö úr þessu. Á æfingunni voru allir
aöalkallarnir, sem standa að sýn-
ingunni, og ég fékk aðeins dagsfyr-
irvara, svo enginn tími var til æf-
inga. Síðan var, eins og lög gera
ráö fyrir, haldin almenn prufa fyrir
hlutverkiö, en ég var samt efst á
listanum.
Svo líöa nokkrar vikur án þess aö
ég fái endanlegt svar. Þá koma
Andrew og Trevor meö þá hug-
mynd að fá mig í hlutverkiö í Cats.
Og mér boöiö þaö án prufu, m.a.
vegna þess að fyrir 18 mánuöum,
þegar ég var í Song and Dance, var
ég send til New York vegna þessa
hlutverks. Þá var næstum búiö aö
bjóöa mér hlutverkiö í London,
nema hvaö aö aöalfólkið, sem vildi
sjá mig, var aö setja upp Cats í New
York, svo ég var send þangaö meö
dags fyrirvara, eins og svo oft áöur.
Ég var prófuö þar viö frekar slæmar
aöstæöur, en geröi samt mitt
besta. Eftir að ég kom aftur til
London var mér tilkynnt aö þeir ætli
aö fá frægari söngkonu, þar sem
söngleikurinn sé eitthvað farinn aö
dala. Svo kom þaö reyndar upp, aö
hann sló i gegn á Broadway og tók
mörg Tony- og Grammy-verölaun
og vinsældirnar jukust mjög viö
það. En þetta voru vonbrigði fyrir
mig persónulega, aö hafa ekki
fengiö þetta hlutverk þá. En nú hef
ég fengið hlutverkiö, ég tók því
strax og hafnaöi um leiö Evitu.
Hef aldrei verið köttur
Þaö er ekki nóg aö hafa bara
sönghæfileika, þaö þarf líka aö geta
leikiö og dansaö. Eg læröi mikið í
Song and Dance. Þegar ég kom
þangaö sagöi ég viö sjálfa mig;
annað hvort er ég leikari eða ekki,
þaö býr enginn til leikara eöa góö-
an söngvara. Ég öðlaöist sjálfsör-
yggi í S and D, svolítiö meira en ég
haföi, vegna þess aö ég þurfti aö
vera ein á sviðinu svo lengi. Maður
veröur bara aö gleyma sér, koma
sér alveg inn í hlutverkiö, aö lifa sig
inn í þaö í hvert skipti. Þaö var mjög
erfitt, ég fór í gegnum 4 ástarsorgir
og grét úr mér augun á hverju
kvöldi. Þaö geröist bara vegna þess
aö ég lifði mig inn í hlutverkiö, lék
frá hjartanu. Þaö er sama núna,
nema einu öröugleikarnir eru þeir,
aö ég hef aldrei veriö köttur áöur.
Þetta er aöeins ööruvísi. Á æfingu
þurfti ég aö skríöa á fjórum fótum
og ímynda mér aö ég væri köttur.
En maöur verður ekki köttur á eirtrti
nóttu.
Framtíðin
Ég ætla aö reyna aö ná enn
lengra. Helsta markmiöiö núna er
aö opna í nýjum söngleik eftir And-
rew, vera meö aðalhlutverkið á
frumsýningu. Hann er aö semja nýj-
an söngleik, Aspects of Love, sem
átti aö frumsýna nú í haust, en hef-
ur verið frestað. Og ég hef hug á
aöalhlutverkinu þar.
Ég vil komast í sjónvarpiö, reyna
fyrir mér þar og veröa þekkt meöal
almennings. En annars veit maöur
aldrei hvaö veröur, þaö er erfitt að
segja til um framtíöina, allt getur
komiö upp á í þessum bransa.
Fáeinir fróðleiks-
molar um tónsmiðinn
Andrew Uoyd Webber
Öll verk Webbers hafa náö geysi-
vinsældum nema eitt. I London eru
4 verk á sviöi meö tónlist eftir
Webber. Evita hefur gengiö á sjötta
ár, Song and Dance í tvö ár, Cats í
þrjú ár og Starlight Express var
frumsýndur nýlega. Jesus Christ
Superstar gekk í átta ár. Ekkert lát
virðist vera á aösókn aö Cats, þaö
er uppselt fram á haust. Og uppselt
er á Starlight Express fram í júlí.
Webber er ein helsta driffjööur
söngleikjanna. Hugmyndin er oft aö
miklu leyti hans, hann semur tón-
listina og fær svo fólk til liös viö sig
til aö koma hugmyndinni í fram-
kvæmd á sviö. Tónlistin er samin
fyrst, en síöan geröur texti viö,
nema í Cats, þar sem tónlistin er
samin viö „Old Possum’s of Pract-
ical Cats“, eftir T.S. Eliot. Mikil
vinna og kostnaöur var lagöur í
uppsetningu á Cats. The New
London Theatre hefur veriö endur-
gert fyrir sýninguna og er leiksviöiö
algjörlega hannaö meö tilliti til
hennar.
En Starlight Express slær Cats út
hvaö kostnaö, vinnu, tækni og svið-
setningu viökemur og er dýrasti
söngleikurlnn sem settur hefur ver-
iö á sviö í London. Sýningin þarf aö
ganga í 10 mánuöi fyrir fullu húsi
þar til hagnaöur fer aö sýna sig.
Söguþráöurinn er frekar einfaldur,
eins og einn gagnrýnandinn sagöi:
„þó söguþráöurinn hafi hingaö til
ekki skipt Webber miklu máli er
betra að þaö sé einhver.“ Leikend-
ur eru allir á hjólaskautum og er
mikil hraöi á sviöinu og ekki hægt
aö fylgjast meö öllu sem gerist.
Hægt er að fylgjast meö sýningunni
á þremur sjónvarpsskermum, sem
komið hefur veriö fyrir í salnum.
Andrew Lloyd Webber er aö slá
Ameríkönum viö í því sem þeir hafa
veriö bestir, þ.e. söngleikjum.
Viðtal og mynd:
Rannveig Einarsdóttir
„Hef náö besta
hlutverkinu
í besta
söngleiknum
á West End“
43“'
Oþekkt
ópera eftir
Donizetti
fundin
New York, 8. mat. AP.
BLADAMADUR viö The New
York Times hefur fundiö óður
óþekkta óperu, sem eignuð er
tónskáldinu Gaetano Donizetti.
Óperan, sem nefnist „Elisa-
beth“, er í þremur þáttum og
er nú nær tilbúin til frumflutn-
ings um 140 árum eftir aó hún
var samin.
Blaðamaðurinn, Will Crutch-
field, segist hafa fundið fyrsta
og þriöja þátt óperunnar í kjall-
ara konunglega óperuhússins í
London i byrjun apríi sl., þar
sem hann vann að rannsóknum.
Síðan hafi hann fundiö meira
efni, þar á meöal ariur úr fyrsta
þætti, ítarleg frumdrög aö öör-
um þætti og viðbótarefni úr
þriöja þætti á bókasafni í París.
Efni óperunnar fjallar um
ferðalag stúlkunnar Elísabeth,
sem fer fótgangandi frá Síberíu
til Moskvu til þess aö fá fööur
sinn lausan úr útlegö.
Margir sérfræöingar í tónlist
Donizettis hafa lýst því yfir, aó
öruggt sé, að þetta verk er eftir
hiö fræga tónskáld, sem samdi
um 70 óperur á tímabilinu
1816—1844.
Sex daga í
þröngri vist
Genf, 8. maí. AP.
Fimmtán ára piltur, Daniel
Serrano, getur hrósaö happi
yfir að vera í tölu lifenda eftir
sex daga vist átta metra ofan í
loftopi viö Butin-brúna á
Rhone, aö sögn svissneskra
blaöa.
Daniel fór meö stöng sína aö
Rhone 1. maí sl. og hugöist
renna fyrir fisk, en þegar hann
kom ekki til stefnumóts viö föð-
ur sinn síódegis við ána var lýst
eftir honum.
Það voru fjórir eftirlitsmenn
Genfarborgar, sem fundu pilt í
gær, er þeir voru aö gera árlega
úttekt á brúnni. Heyrðu þeir í
pilti, þar sem hann grét oní
opinu.
Daniel var illa á sig komin af
vökvatapi og hafði misst allt
tímaskyn. Er starfsmennirnir
fundu hann kvaöst hann hafa
veriö inniyksa í tvær stundir, en
haföi dúsaö í gatinu í sex sól-
arhringa.
WAGNER-
sjálfstýringar
Wagner-sjátfstýringar,
komplett meö dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir ailar
stæröir fiskiskipa og allt
niður í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auðveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stæröir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verö og
greiösluskilmálar.
Atlas hf
Ármúli 7 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Reykjavík