Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 BORGARAFUNDUR HÚSEIGENDA- FÉLAGS REYKJAVÍKUR UM alkalí- og steypuskemmdir í steinhúsum Húseigendafélag Reykjavíkur boöar til almenns borgarafundar um alkalí- og steypuskemmdir í steinhúsum laugardaginn 12. maí nk. að Hótel Borg og hefst hann kl. 14.00 og stendur til kl. 17.00. Veröur þaö leitast af sérfræöingum og stjórn- málamönnum að brjóta vandamálið til mergjar frá sem flestum hliöum og finna á því lausnir, tækni- legar, lögfræðilegar og pólitískar. Fundurinn er öllum opinn og eru húseigendur og bygginarmenn hvattir til að fjölmenna. Fundarstjóri er dr. Kristín Halla Jónsdóttir, stjórn- unarmaöur í Húseigendafélagi Reykjavíkur. Dagskrá: Kl. 14:00 Ávarpsorö og sjónarmið húseigenda: Dr. Pétur Blöndal, formaöur Húseig- endafélags Reykjavíkur. Kl. 14:15 Framsöguerindi: Tæknileg sjónarmiö: Hákon Ólafsson, yfirverkfræöingur Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins. Lögfræðileg sjónarmiö: Hrafn Bragason, borgardómari. Pólitísk sjónarmið: Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaöur. Kl. 15:00 Fyrirspurnir til frummæl- enda. Kl. 15:30 Fundarhlé. Kl. 16:00 Pallborösumræöur: Stjórnandi: Ögmundur Jón- asson, fréttamaöur. Þátttakendur: Alexander Stefánsson, félagsmála- ráöherra, Guðmundur Guö- mundsson tæknilegur framkv.stj. Sementsverk- smiðju ríkisins, Hákon Ólafsson, yfirverkfræöingur, Hrafn Bragason, borgar- dómari, Birgir ísleifur Gunn- arsson, alþingismaður og dr. Pétur Blöndal, formaöur Húseigendafélags Reykja- víkur. Kl. 17:00 Fundi slitiö. T---------------------------------------------- Bandaríkja- maðurinn Frank Heckler breytist í rit- höfundinn Mark Twain. Ljósm. Friöþjófur „Reyni að persónugera bókmenntirnar“ — segir Mark Heckler sem bregður sér í líki Mark Twain Er Mark Twain genginn aft- ur? Við litum inn í Menningar- stofnun Bandaríkjanna eitt kvöld- ið í síðustu viku, og ekki var annað að sjá í fljótu bragði en skéldiö góðkunna gengi þar um Ijósum logum. Þegar betur var að gáð reyndist þetta vera Banda- ríkjamaðurinn Frank Heckler, sem búsettur hefur verið hér á landi í tæpt ár, en Frank er að mestu sjálfmenntaöur leikari og hefur áður brugðið sér í gervi þekktra skálda og rithöfunda, þó þetta sé frumraun hans í hlut- verki Mark Twain. „Ég hef mikiö dálæti á Robert Frost, var á tímabili reyndar farinn aö líkja þaö mikiö eftir honum aö vinir mínir voru að veröa hræddir um mig!“ Frank Heckler brosir tví- ræöu brosi. „Frost þekki óg nú orðiö jafn vel og bróður minn, ef ekki betur.“ Heckler segist vera aö persónu- gerva bókmenntirnar meö þessu móti, en hann er greinilega fjölhæf- ur maður, því auk leiklistarinnar er hann Ijóöskáld og lagöi á tímabili stund á bókmenntanám við há- skólann í lllinois, lauk þó ekki prófi en viröist óþreytandi viö sjálfsnám í bókmenntunum eins og leiklist- inni. Hann segir reyndar aö honum hafi fundist háskólanámiö á stund- um gera of mikið af því aö kryfja bókmenntaverkin til mergjar og hann var á þeirri skoöun að bók- menntanám í háskóla gæti verið eitt hið versta sem bókmenntaunn- andi gæti gert sjálfum sór. „Hér áöur fyrr voru sögur sagöar mann af manni, og flutningur þeirra skipti gífurlega miklu máli, þetta er eitt af því sem ég er aö reyna að endurvekja meö því aö klæðast gervi skáldanna, nota líkamann, rödd og hreyfingar til aö koma bókmenntunum til skila." Heckler verður hér á landi í tvo til þrjá mánuöi í viðbót, en hér hef- ur hann unniö í byggingarvinnu. Héöan liggur leiö hans aö öllum líkindum fyrst til Englands og Skotlands, áöur en hann fer til Bandaríkjanna. „Þetta er aö mörgu leyti ágætis þjóðfélag,“ segir hann um kynni sín af islandi, „ég hef eignast hér nokkra vini sem ég mun halda sambandi við það sem eftir er æfinnar, en veöurs vegna gæti ég ekki hugsaó mér að búa hér til frambúðar." Vilt þú eignast frá- bæran kappsiglara? Verö meö seglum aöeins kr. 85.375.- Supernova lengd 4,55 breidd 3,20 fokka 6 fm stórsegl 12 fm vegur 91 kg. Benco Bolholti 4, Reykjavík sími 91-21945/84077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.