Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. MAl 1984 Bruna- slöngu- hjól Eigum fyrirliggjandi 3A", 25 og 30 metra á hagstæðu verði ÖLAfUR GÍSLASOM 4 CO. llf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVfK SiMI 84800 FRYSTIVÉLAR 0.37-50 kW ÞRJÁR GERÐIR Sérhæfð þjónusta i frysti- og kælikerfum. Suðarvogi 20, 104 Reykjavik Simar 30031 og 84580 Janís Carol eða Carol Nielssen, eins og hún kallar sig núna, er flestum íslend- ingum kunn. Hún kom til London fyrir rúmum fimm árum, algerlega óþekkt. Á þessum skamma tíma hefur hún náö ótrúlega langt. Annan aprfl tók hún vió aö- alkvenhlutverkinu í Cats, sem er hennar langstærsta hlutverk hingað til. Þaö þarf áræöni og dugn- aö og trú á sjálfan sig til aö komast áfram í þessum heimi, því samkeppnin er mikil. Eg fór og hitti Carol Nielssen milli sýninga, dag- inn eftir frumsýningu henn- ar. Ég hef ekki skiliö það enn, aö ég hef náö besta hlutverkinu í besta söngieikum í West End, sagöi hún í upphafi samtals okkar. Á fyrstu sýningunni í gær var allt vitlaust, þaö var klappað svo mikiö aö ég heyröi stundum ekki í tónlistinni svo minnstu munaöi að ég færi út af laginu. Einn leikaranna sagöi aö hann heföi aldrei heyrt svona fagn- aöarlæti. Komst í 10. sæti í Svíþjóð Ég kom til Englands frá Svíþjóö. Viö höföum verið þar í tvö ár. Viö unnum þar meö hljómsveitnni Lava sem samanstóð af íslensku fólki. Þaö gekk ágætlega nema viö vild- um spila fönk og dálítið svarta mús- ík. Þaö gekk ekki alveg nógu vel, þannig aö viö vorum farin aö breyta músíkinni svo mikið til þess aö gera Svíana ánægöa og til aö geta feng- iö vinnu. En þaö var ekki sú stefna sem viö vildum taka, þannig aö þaö endaöi meö þvi aö ég geröi litla plötu, sem gekk ofsalega vel og náöi 10. sæti á vinsældalistanum. Þá héldum viö aö viö værum komin á græna grein, en plötufyrirtækiö fór á hausinn stuttu seinna. Og þaö sátu allir eftir meö sárt enniö og engan pening út úr einu eöa neinu. Þetta var búiö aö vera ofsalega erf- itt. Viö ákváöum aö flytja burt og fara til Englands. Ég er fædd á Englandi, en alin upp á íslandi. Hvorugt foreldra minna er íslenskt, en vegna þess aö mér gengur vel núna, þá er ég a.m.k. hálfíslensk. En ég er mjög íslensk í mér og Island mitt annaö heimaland. Ég er ööruvísi en enskar steipur. Uppeldiö heima á Islandi hefur haft mikil áhrif á mig eins og gefur aö skilja. Bakraddatríó með Shady Owens og systur minni Við komum til Englands veturinn 1978 og þá þekktum viö ekki hræöu í bransanum. Systír mín var hérna líka, hún bjó hjá mér fyrst í staö meö syni sínum. Viö keyptum okkur hús hérna og settumst aö. Þaö var enga vinnu aö fá, svo viö liföum á peningum, sem viö höföum iagt til hliðar. En þaö gekk ekki, svo góö ráö voru dýr. Viö fórum aö vinna á krá í nokkrar vikur, svo fór ég aö vinna á skrifstofu o.s.frv. Þetta var í um 3 mánuöi. Þá fengum viö fyrsta jobbiö. Systir mín, Linda Walker, Shady Owens og ég settum saman bak- raddatríó og fórum um landiö meö Freddy Star, sem er mjög frægur grínisti hérna. Ég var í um 5 mán- uöi, Shady hætti rétt á undan mér en Linda var rúmt ár. Þetta var ein- hvern veginn ekki þaö sem ég vildi. Fékk strax smáhlut- verk í Evitu Ég var búin aö sjá svona þaö sem var aö gerast í leikhúsunum og mér datt í hug aö fara aö leita fyrlr mér þar. Svo ég fór aö kynna mér þessa hluti. Og ég fór ekki nema í 3 prufur, en þá fékk ég vinnu. Þaö voru fleiri hundruö stelpur aö reyna aö komast í Evitu. Ég haföi engan pantaöan tíma, þóttist vera aö koma utan af landi og hafa séð auglýsinguna. Sá sem sá um þetta var svo almennilegur, aö hann kom mér að í prufu. Þetta var uni kl. 10.30, en eftir hádegi var hringt í mig og mér boöiö lítiö hlutverk. Ég var steinhissa, því vanalega þarf aö fara í margar prufur áöur en end- anlega er valiö úr, hver fær hlut- verkið. Þaö byrja kannski nokkur hundruö og síöan er sigtaö út. T.d. voru um 8000 manns prófaöir í 40 hlutverk, þegar Evita byrjaöi, en ég kem inn þegar Evita hefur gengiö í eitt ár. Ég var önnur nýja söngkon- an. Ég var þar í næstum tvö ár og þá búin aö fá drepleið á því. í millitíöinni var ég búin aö kynn- ast mörgum og hafa eyrun opin. Ég sá aö ég haföi góöan möguleika á aö berjast viö þessar stelpur, sem voru meö aöalhlutverkin. Ég hugs- aöi meö mér, ef þeir geta þetta þá get ég þetta lika. Og ég fylltist bar- áttuhug, ég ætlaði mér aö veröa eitthvaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.