Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Hans Adam tók á raóti fréttaritara Mbl. í Vaduz-kastalanum. Einkabflar furstafjölskyldunnar stóðu í kastalagarðinum og gúmmístívél barnanna fyrir innan inngöngudyrnar eins og á hverju öðru heimili. Erfðaprinsinn sjálfur var einkar viðkunnanlegur og eðlilegur í viðmóti. heppin að hér eru mörg mjög margvísleg iðnfyrirtæki sem framleiða til útflutnings. Um 95% vörunnar eru fluttu út. Þau reka . litlar til miðlungsstórar verksmiðjur hér og flest reka einnig verksmiðjur erlendis. Samkeppnin er mjög hörð og fyrirtækin fá engan stuðning frá ríkinu. Þau verða að standa sig til að vera samkeppnisfær á heimsmarkaðnum. Þegar eitt fyrirtæki hefur ekki staðið sig hafa tvö eða þrjú önnur gengið vel svo að við höfum ekki þurft að kvarta. Iðnaðurinn hér óx mjög hratt á síðustu tveimur áratugum. Fyrirtæki urðu að færa út kví- arnar erlendis af því að hér var ekki nógan mannafla að fá. Það kom okkur vel þar sem fyrirtæki sögðu fólki frekar upp störfum erlendis, þegar fór að kreppa að en hér heima. Þau vissu að fólkið yrði ekki lengur til staðar þegar eftirspurn ykist og framleiðsla gæti aukist á ný. Hér þekkist varla atvinnuleysi og afkoma fólks er mjög góð. Hvað furstafjölskylduna varð- ar komumst við líka vel út úr kreppunni. Það er sagt að aðcins ein kon- ungsfjölskylda sé efnaðri en þið. Er bað rétt? Eg veit ekki. Ætli aðrar ættir fari ekki bara leynt með eignir sínar. Er það satt að þið eigið mikið land í Bandaríkjunum? Já, við eigum land bæði í Ark- ansas og Texas. Við áttum stór svæði í Austurríki en ég taldi rétt að við dreifðum landareign- um okkar og keypti land i Bandaríkjunum 1974. Við rækt- um landið upp og seljum það aft- ur fyrir mun betra verð. Ég sá að þetta var mun hagstæðari leið til að græða peninga en að stunda landbúnað þegar ég var á ferð í Bandaríkjunum. Telur erfðaprinsinn að konur í Liechtenstein ættu að fá rétt til að kjósa? Já, tvímælalaust. Ég hef stutt kosningarétt kvenna lengi og faðir minn einnig. Við höfum reynt í mörg ár að sýna karl- mönnum í Liechtenstein fram á að kosningaréttur kvenna er góður hlutur. Nú bendir margt til að þeir muni fallast á það. Ég vona að það verði annaðhvort á þessu ári eða næsta. Meiri hluti kantónanna leyfir konum nú að greiða atkvæði um málefni kantónanna. Við teljum að nú sé hægt að fjalla um málið á ný og greiða atkvæði alveg á næstunni. I*ér minntust ekki á þetta í þing- setningarræðu yðar í gær. Nei, það er rétt. Mér fannst ekki rétt að blanda mér inn í stjórnmálaumræðu nú þegar þar sem ég er enn aðeins staðgengill föður míns. — Mér þótti rétt að flytja aðeins mjög almennt ávarp. En ég hef margsinnis sagt hug minn í þessu máli við önnur tækifæri. Hafið þér ekki vald til að veita konum kosningarétt? Nei, því miður ekki. Því miður í þessu tilviki, sem betur fer í öðrum tilvikum. Það væri mjög slæmt ef við hefðum vald til að breyta stjórnarskránni og setja lög eftir eign geðþótta. Þá væri ávallt hætta á að einhver furst- inn gerðist einvaldur og það væri hvorki gott fyrir þjóðina né fyrir furstafjölskylduna. Gæti verið gaman fyrir furstann. Kannski fyrir hann, en ekki fyrir erfðaprinsinn sem ætti að taka við af honum. Gæti þingið ekki ákveðið að veita konum kosningarétt? Jú, það gæti það en þegar þetta mál kom fyrst upp í kring- um 1970 þótti það svo mikilvægt að það var ákveðið að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu um það. Þá var talið að karlmennirnir myndu samþykkja tillöguna. Ef þingið tekur einhliða ákvörðun í þessu máli er hætt við að fólkið krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu. Éf tillagan yrði felld við slíkar aðstæður myndi málið liggja niðri í mörg ár á eftir og til þess má ekki koma. Þér eruð nú að taka við dagleg- um önnum af föður yðar. Hvað viljið þér segja um framtíðina? Við munum reyna að halda áfram á sömu braut. Ef hlutirnir haldast óbreyttir og styrjöld skellur ekki á í Evrópu þá þurf- um við engu að kvíða. Ég er hræddur um að við myndum ekki komast hjá áhrifum af nýrri styrjöld hvort sem kjarn- orkuvopn eða önnur fullkomin vopn yrðu notuð. Það verða auðvitað einhverjar breytingar á þegar ég tek við af föður mínum. Eg er opinskárri en hann og stíllinn verður annar. Ég mun vinna áfram sem hlut- laus aðili með ríkisstjórninni. Flestir hér eru fæddir inn í ann- an hvorn stjórnmálaflokkinn og það er gagn að okkur sem hlut- lausum aðila. Saga furstafjölskyldunnar og Liechtenstein er mjög nátengd. Landið væri ekki sjálfstæð þjóð án okkar og við kostum þjóðina ekki neitt. Fólk veit það og met- ur okkur mikils þess vegna. ab. Litla landið Liechtenstein Erfðaprinsinn setti þingið í fyrsta sinn Gína furstynja og Marie Aglae erfðaprinsessa hvíslast á. Kaflaskipti áttu sér stað í sögu smáþjóðarinnar í Liechtenstein 27. mars síðastliðinn. Hans Adam, erfðaprins, setti landsþing- ið í fyrsta sinn í stað föður síns, Franz Jósefs II, fursta. Gamli maðurinn verður 78 ára á þessu ári. Hann er við góða heilsu en vill koma erilsamari hluta fursta- starfsins yfir á herðar elsta sonar- ins. Hann verður áfram þjóðhöfð- ingi Liechtenstein en Hans Adam, erfðaprins, mun annast dagleg stjórnmálastörf og koma fram í nafni föður síns. Liechtenstein, litla hlutlausa landið milli Austurríkis og Sviss, þar sem 26.500 manns búa, hefur verið bæði lýðræðisríki og fursta- dæmi síðan 1921. Furstinn fer með æðsta valdið, sem gengur í erfðir í karllegg, en þjóðin (þ.e.a.s. bara karlmenn) kýs fulltrúa á þing og hefur rétt til að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um tiltekin mál og eigin hugðarefni. Fimmtán menn eiga sæti á þingi. Þeir koma saman í einn eða tvo daga fimm sinnum á ári og Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í Skaaaveg 1984. (5,7 km, 33.000 m3.) Verkinu skal lokiö 30. september 1984. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins í Reykjavík og á Sauöárkróki frá og meö 14. maí nk. Skila skal tilboöum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1984. Vegamálastjóri. Kramhúsið dans og leiksmiðja Við opnum 14. maí Þá hefst 15 daga námskeið í leikfimi — dansi og fimleikum. Byrjenda og framhaldsflokkar. Kennarar: Hafdís Árnadóttir og Bryndís Bragadóttir kenna músikleikfimi og dans. Sören Petersen kennir fimleika og dans. Fimleikafólk Sören hefur verið þjálfari sýningaflokks í Danmörku, hjá honum lærið þiö aö tengja saman fimleika og dans. Innritun daglega frá kl. 13.00. Sími 15103.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.