Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 3

Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 3
•* MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 51 Boltoblatt Forsíða dagblaðs FramfaraDokks- ins. „Upphaf nýs tímabils í sögu vors lands“ sagði í fyrirsögn 28. mars 1984. Blaðið kom fyrst út ár- ið 1878. ilts in der (ieschichte unseres l andes fjalla um ný lög og lagabreyt- ingar; alþjóðasamþykktir; fjárlög þjóðarinnar og skattamál og hafa yfirumsjón með rekstri ríkisins. Tveir stjórnmálaflokkar, Föður- landsfylkingin og Framfaraflokk- urinn, keppa um þingsætin. Þeir eru álíka stórir og báðir íhalds- samir. Þeir hafa unnið saman í samsteypustjórn síðan 1938. Framfaraflokkurinn var yfirleitt í meirihluta en Föðurlandsfylking- in vann nokkuð á á 8. áratugnum og hefur haft forsæti í ríkisstjórn- inni síðan 1978. Ríkisstjórnin er skipuð fimm mönnum sem þingið tilnefnir. Ráðherrarnir sjá um daglegan rekstur ríkisins. Það er skylda for- sætisráðherrans að ráðfæra sig við furstann. Hans Brunhart, for- sætisráðherra, hefur haft stöðugt samband við Franz Josef II, heim- sótt hann regulega í kastalann og talað við hann í síma. Enn er ekki ákveðið hvernig samstarfinu við Hans Adam verður háttað. Þó er ekki búist við miklum breytingum þótt hann taki við. Erfðaprinsinn lætur forsætisráðherrann vænt- anlega um að stjórna landinu og kemst að samkomulagi við hann þegar þá greinir á um eitthvað. Móðir erfðaprinsins, Gína furst- ynja, og kona hans, Marie Aglae, erfðaprinsessa, voru viðstaddar þegar hann setti þingið. Ávarp hans var stutt og mjög almennt. Hann rifjaði upp erfiðleika og fá- tækt landsins fram á þessa öld og minntist á virka þátttöku föður hans í uppbyggingu og þróun þess í 46 ára stjórnartíð hans. Hann sagði að íbúar Liechtenstein gætu litið framtíðina björtum augum. fámennið hefði marga kosti. „Við erum hreyfanlegri og getum brugðist hraðar við nýjum að- stæðum," sagði hann, og átti við aðrar stærri þjóðir. Hann sagði að Liechtenstein ætti að taka þátt í alþjóðasamstarfi þar sem fjallað er um málefni sem snerta framtíð þess þótt röddin sé veik og smá. Samstarf er mjög mikilvægt í Vestur-Evrópu," sagði erfðaprins- inn. „Ekkert landanna er nógu sterkt til að tryggja friðinn í Evr- ópu né til að komast hjá áhrifum heimsstyrjaldar." ai,_ Þinghúsið í Vaduz, Liechtenstein. Hans Adam setur landsþingið í Liechtenstein í fyrsta sinn. Aldursforseti þingsins og ráðherrarnir fimm standa hjá honum. iiniíISSSIS VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ Kr. 25.700 Kr. 19.990 SÆNSK-fSLENZK VERDBYITING Á ELECTROLUXbw2oo UPPÞVÖTTAVÉLUM Við fengum verulegan afslátt fyrir þig med því að kaupa í einu lagi 166 Electrolux BW 200 uppþvottavélar. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð - Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA ÍAS 86117

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.