Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 9

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 9
Cliffs and Whispers. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 57 ans? Eitthvert óskiljanlegt letur með innsiglisvaxi í holuðum end- unum, og er engu líkara en að sá einn sem brotið fær innsiglið eigi greiðan aðgang að innihaldi verks- ins. Óður til Thanatosar Náttúran örvar ennþá hugar- flug Hreins og hann virkjar hana í tveimur verkum; „Cliffs and Whispers" og verki no. 3. „A Folded Star“ og verk no. 4 eru sérkennilegustu verk Hreins á þessari sýningu og afar frábrugð- in öllu því sem ég hef séð eftir hann áður. Verk no. 4 er sneisa- fullt af Ijóðrænu líkingamáli. Það fær sérsal undir sig og nýtur sín því sérstaklega vel á þessari sýn- ingu. (Mér finnst mjög líklegt að sýning þessi hafi einmitt verið hugsuð með skipan gallerisins í huga.) Helst dettur mér í hug að hér sé um óð til Thanatosar að ræða. Hreinn teflir hér saman mjög ólíkum efnum, frumstæðum og dýrkeyptum flögusteinum, við- arbútum, kryplefni, glertárum og kvæmni og vandvirkni og virðist mér sem hin efnislega útfærsla skipti meira máli hjá honum nú en áður. í verkinu „A Folded Star" eru efnið, hugmyndin og titillinn svo nátengd hvert öðru, samspilið svo sterkt að ógjörningur er að taka eitt fram yfir annað. En það , er einmitt eitt af leynivopnum konseptlístarinnar að hún getur tekið á sig mynd bókstaflega í hvaða formi og efniviði sem lista- maðurinn kýs að nota. Mannveran er ávallt fjarstödd í verkum Hreins, en hún skilur eftir spor sín eða enduróm þeirra, setur mark sitt á umhverfið hvort sem það er brennandi harpa, „frott- age“ á pappír, rispur í málm eða særingar í tré. Bak við yfirborðs- reglu myndverkanna ríkja rugl- ingslegar svipmyndir tilfinn- inganna, óskapnaður mannshug- ans, margbreytileiki listsköpunar- innar. Hreinn er einn af frumkvöðlum konseptlistar á íslandi, en eins og . flestir muna var konseptlistin alls ráðandi í byrjun áttunda áratug- arins. Honum tekst að sanna fyrir Þessar hugsanir læddust ósjálf- rátt að mér þegar ég gekk um sali gallerísins og reyndi að festa fing- ur á verkum Hreins, reyndi að lesa á milli formanna og út frá því mynda mér eigin hugarheim. Ljóðrænn plúralismi Við fyrstu skoðun virðast verkin öll mjög ólík hvað form og efni varðar. En við nánari athugun kemur í ljós að það eru sterk inn- byrðis tengsl og vissan skyldleika er að finna í innihaldi þeirra og eðli. Ljóðræn margræðni einkenn- ir þau öll. Þó er hvert verk sér- heimur, innhverft ástand, ljóðmál útaf fyrir sig. I verki no. 5 notar Hreinn á blekform, litfyllinga sem hann nær eflaust fram með samþrykk- ingaraðferð og raðar síðan saman í þríhyrning á mjög rökrænan og skipulegan hátt. Þríhyrningslaga „tiburtinus“-kalksteinn hvílir á gólfinu og myndar harða, sterka andstöðu við þessi mjúku fljótandi bláu form sem einnig minna á kynfæri kvenna. Það er eitthvað í þessu verki sem minnir okkur á fæöingu listarinnar, dropasteins- og handþrykkimyndirnar á hell- isveggjunum í Altamíra og Lasc- aux. Verk no. 1 er samsett af ljós- mynd, málmplötu (endurspeglun- um) og rúnum, táknmerkjum eða galdrastöfum? Tákn hverfulleik- Séð yfir sýninguna. gullbryddingum og málar þetta fegursta lit allra lita, svarta litn- um — nema viðarfjalirnar níu sem mynda eins konar geislabaug um verkið. Á mörkunum Hreinn er sem listamaður illa útreiknanlegur, kemur stöðugt á óvart. Þó heldur hann sínu striki, heldur áfram að vera sjálfum sér samkvæmur, víkkar svið sitt, stendur alltaf innan ramma kon- septlistarinnar. Myndverk hans eru öll útfærð hér af mikilli ná- okkur, þrátt fyrir stórorðar yfir- lýsingar ýmissa fræðimanna og listamanna um það að konseptlist- in sé uppþornuð og komin inn á miðju naflans, að enn er hægt að búa til fersk og nýstárleg verk í anda þeirrar stefnu. Listskoðarar Reykjavíkurborg- ar fá tækifæri til þess að kynnast þessum verkum Hreins á sýningu „Utangarðsmálara“ sem haldin verður í tengslum við næstkom- andi Listahátíð, en þar verða sam- ankomin verk eftir nokkra ís- lenska listamenn búsetta erlendis. Sýningunni í París lauk 21. apr- íl. FURUHILLUR Útsölusta&ir: REYKJAVlK: Liturinn Síðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR Málur Reykjavlkurvegi 10, KEFLAVlK: Dropinn, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR. K.B., ÓLAFSVlK: Verslunin Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig Pálmas., BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐARKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin, ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVlK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhllö, HÚSAVlK: Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn, NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Þór, VlK, Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A. vernda lakkið -varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, ásetning á staðnum Eigum einnig GRJÓTGRINDUR Sendum i póstkröfu. BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.