Morgunblaðið - 13.05.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1984
59
menn tilbaka til Danmarkshavn.
Mylius-Erichsen reiknaði með því
að geta kannað ströndina þarna
vestur af á nokkrum dögum. Eftir
hættulega 2.000 km langa ferð á 88
dögum komst hópur Kochs loks til
Danmarkshavn 23. júní. En
Mylius-Erichsen og hans menn
komu ekki fram.
Örlagarík gleymska
Strax og ísinn var aftur tekinn
að frjósa héldu nokkrir sleðaleið-
angrar af stað að leita, en sneru til
baka án þess að finna þá í nóv-
ember. Eftir aðra vetrarsetu héldu
Koch og Tobias aftur 1 leit að
týndu mönnunum þremur 10.
mars 1908. Níu dögum siðar kom-
ust þeir að raun um örlög félaga
sinna, er þeir fundu við birgða-
stöðina á Lambert Land á 79.
gráðu norðlægrar breiddar lík
Jörgen Brönlunds, nokkra af
kortauppdráttum Höeg Hagens og
dagbók Brönlunds, sem upplýsti
um síðustu ferð leiðangursins,
vistina í búðum við hungur, óveð-
ur og skort á útbúnaði og hörmu-
ieg dauðsföll.
Fætur Brönlunds voru vafðir
tuskum. Grænlensku stígvélin
voru uppslitin og fyrir hörmulega
gleymsku höfðu mennirnir ekki
tekið með lífsnauðsynlega saum-
nál til viðgerða á þeim þegar þeir
skildu við leiðangur Kochs.
Uppdrættirnir sýndu að sleða-
teymi Milius-Erichsens hafði
komist á áfangastað, en neyddist
til að bíða af sér sumarbráðnun-
ina við Danmarksfjörð í bakaleið-
inni. Um haustið höfðu þeir á ný
leitað út að ströndinni og reynt að
komast yfir á ísnum. En Mylius-
Meðan allt lét í lyndi. Skipið Danmörk liggur í Danmarkshavn og mennirnir
búa sig af stað með hunda og sleða til að setja upp birgðastöðvar.
Um síðustu aldamót var norð-
austasti hluti Grænlands að-
eins hvítur flötur á landakortum.
Aðeins höfðu farið þar fram til-
viljanakenndar kannanir enskra,
þýskra; belgískra og bandarískra
heimskautafara. Mylius-Erichsen
hafði leitt svokallaðan „bók-
mennta-Grænlandsleiðangur"
1902-1904, þegar hann ásamt
Knud Rasmussen er síðar varð svo
frægur, ferðaðist um alla vestur-
strönd Grænlands allt norður til
Thule-eskimóanna við Kap York.
Hann fékk því öflugan stuðning er
hann í Danmörku viðraði ráða-
gerðir sínar um dansícan leiðangur
til norðausturhluta Grænlands.
Gömlum norskum hvalfangara
var breytt í heimskautafarið
„Danmark" og sumarið .1906 lagði
það upp með 28 menn, 90 sleða-
hunda og af einhverjum furðu-
legum ástæðum einn bíl.Auk þess
hlaðið vistum til þriggja ára.
Eftir nokkra erfiðleika tókst
skipinu að brjóta sér leið gegnum
ísbreiðuna lengra norður með
austurströndinni en nokkurt
danskt skip hafði fyrr komist. Um
miðjan ágúst 1906 lagðist Dan-
mark til vetrarsetu rétt innan við
Kap Bismarck — í Danmarks-
havn.
Lagt upp með 10 sleða
Hinn 28. mars 1907 hélt glæsileg
sleðalest með 10 drekkhlöðnum
hundasleðum og 90 hundum af
stað frá Danmarkshavn í áttina
norður með ströndinni. Jörgen
Brönlund ók forustusleðanum og
Mylius-Erichsen var lei$angurs-
stjóri. Eftir því sem br'otist var
lengra áfram, var komið upp
birgðastöðvum og tómu sleðarnir
sneru við til Danmarkshavn, þar
til aðeins tveir þeirra héldu áfram
norður.
Áformað var að Mylius-
Erichsen, Höeg Hagen og Jörgen
Brönlund skyldu bijóta sér leið
þar sem talið var vera Peary-
sundið að Glacier-höfða við botn i
Independence-fjarðar, en á meðan
skyldu liðsforinginn J.P. Koch,
málarinn Aage Bertelsen og
Grænlendingurinn Tobias Gabri-
elsen halda yfir „sundið" og kanna
Peary Land. Báðir hóparnir brut-
ust áfram í norðurátt, en leiðin til
norðaustasta odda Grænlands
(rétt þar sem Norðurstöð er nú)
reyndist næstum 300 km lengri og
miklu erfiðari en reiknað hafði
verið með.
Á höfðanum þar sem norðaust-
urströndin sveigir aftur inn í
landið skildu hóparnir. Koch hélt
áfram til Peary Lands, en hópur
Mylius-Erichsens fylgdi strand-
lengjunni.sem menn þá héldu með
röngu vera sund þvert í gegnum
Grænland. Þess í stað lentu þeir í
botni hins 200 km langa Danmerk-
urfjarðar og urðu að brjótast aft-
ur út að ströndinni. Þegar þeir
náðu á ysta höfðann út með firðin-
um, Rigsdagshöfða, rákust þeir 27.
maí 1907 eins og fyrir kraftaverk á
sleða Koch-leiðangursins, sem var
á leið til baka heim til Danmarks-
havn eftir að hafa lokið sínu verk-
efni.
Þeim talaðist í fyrstu svo til að
báðir hóparnir skyldu halda heim
saman, en um nóttina skipti
Mylius-Erichsen um skoðun.
Ákvað að halda áfram lengra í
vestur til að ganga örugglega úr
skugga um að Independence-
fjörður væri fjörður en ekki sund,
en Koch skyldi halda með sína
Erichsen og Höeg Hagen höfðu
farið niður um nokkrum mílum
áður en þeir náðu birgðastöðinni
við Lambert Land. Brönlund tókst
að dragast áfram að birgðastöð-
inni, svo að umheimurinn fékk
vitneskju um árangur leiðangurs-
ins og hörmulegan dauða mann-
anna þriggja.
Harmleikurinn á Norðaustur-
Grænlandi vakti ekki aðeins sorg í
Danmörku heldur um allan heim.
f Danmörku kom upp efi um að
Koch hefði leitað nægilega mikið
að líkunum og dagbókum og upp-
dráttum sem vantaði. Og gagnrýni
á að Koch hafði snúið við um leið
og hann hafði fundið lík Brön-
lunds en ekki haldið áfram þessar
2'k mílu sem Brönlund hafði sagt
að væru að staðnum þar sem lík
hinna væru.
1908 fékk ungur danskur kapt-
einn og leiðangursmaður, Ejnar
Mikkelsen, tilboð frá enskum
blaðakóngi um að stýra leitarleið-
angri gegn einkarétti blaðsins
Daily Mail á fréttinni. En Mikk-
elsen kaus heldur að fá danskan
styrk til að leggja í miklu um-
fangsminni leiðangur. Það var
„Alabama-leiðangurinn" svokall-
aði 1909—12. Um borð í Alabama
komst þessi litli leiðangur að
norðausturströndinni, en vegna
íssins urðu þeir að fara í land
nokkur hundruð kílómetrum
sunnar en áformað var. Eftir níu
daga sleðaferð tókst þeim að finna
staðinn þar sem lík Jörgen Brön-
lunds fannst. Refaspor sáust að
klettaskorunni. En ekki tókst að
finna nein ummerki um Mylius-
Erichsen og Höeg Hagen og snúið
var við í desember eftir 84 daga
sleðaferð.
Skilaboð í skothylki
Alabama-leiðangurinn hafði
vetursetu á skipinu og 3. mars
1910 lögðu Ejnar Mikkelsen og
vélstjóri skipsins, Iver P. Iversen,
upp í 1.900 km langa sleðaferð,
sem átti að leiða þá á spor hinna
horfnu manna. Þetta var einhver
glæfralegasti leiðangur sem
nokkru sinni hefur verið farinn.
Þeir héldu yfir rekísinn í norður-
átt. í Danmarksfirði"fundu þeir í
vörðu skiiaboð frá Mylius-
Erichsen í skothylki, skrifuð 12.
september 1907. Það veitti ofurlít-
ið meiri vitneskju um þennan
harmleik. M.a. að mennirnir höfðu
orðið að slátra nokkrum af hund-
unum þar sem^þeir neyddust til að
hafa sumardvöl við Danmarks-
fjörðinn, en að nú hefðu þeir næg-
ar birgðir og reiknuðu með að ná
aftur til skipsins á 5—6 vikum.
Seinna fann Mikkelsen enn ein
skilaboð í vörðu, skrifuð 8. ágúst
sen og Peter Freuchen, sem höfðu
verið með í Danmarks-leiðangrin-
um, á hendur hraðferð með hjálp
tveggja heimskautaeskimóa frá
Thule til Danmarks-fjarðar, til að
ná til Mikkelsens og Iversens.
Leiðin var 1.000 km löng og lá
þvert yfir jökulbreiðuna. Þeir
könnuðu Independece-fjörðinn og
víkur inn úr honum og gengu úr
skugga um að Peary-sund er ekki
til. Mylius-Erichsen og Höeg Hag-
en höfðu komist að raun um það
sama, en þeirra uppgötvun var þá
ekki enn kunn. Leyndardómurinn
um hvarf þeirra var enn óleystur
og er enn.
Þrátt fyrir hörmuleg endalok
náði Danmark-leiðangurinn veru-
legum árangri. Rannsóknir þeirra
á þessu svæði urðu beinlínis til
þess að Danmörk fékk með úr-
skurði alþjóðadómstólsins yfirráð-
in yfir öllu Grænlandi.
Ástæðan fyrir því að nýr dansk-
ur leiðangur gerir sér vonir um að
geta kannski leyst þessa 77 ára
gömlu gátu, kann að vera sú að
hingað til hefur verið gengið út
frá því að upplýsingar Jörgen
Brönlunds í dagbókinni megi túlka
þannig að Mylius-Erichsen og
Hoeg Hagem hafi farist á hafísn-
um í 79-firði.
Fyrir áratug setti Eske Brun,
fyrrverandi deildarstjóri í Græn-
landsmálaráðuneytinu, fram nýja
kenningu. Hann taldi ekki að
Grænlendingur, sem talaði illa
dönsku og gat enn síður skrifað
hana rétt, mundi nota orðið
„omkom" fyrir að farast, heldur
ætti það að skiljast sem: fórum
um 79-fjörðinn. Það gefur allt
aðra möguleika. Þannig liggur
Rannsóknir Myliusar Erichsens i Norðaustur-Grænlandi urðu beinlínis til
þess að alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði Danmörku yfirráðaréttinn yfir
öllu Grænlandi 1933. Þau yfirráð markast m.a. af hinum hefðbundnu Sir-
iusar-leiðöngrum um Norðaustur-Grænland.
sama ár. Þar er sagt frá því að
Peary-sundið sé alls ekki til og að
Independence-sund sé falsfrétt.
Grænland sé bara ein stór eyja.
Með þetta urðu Mikkelsen og
Iversen að snúa við og halda í suð-
urátt meðfram ströndinni. Þeir
urðu að skilja eftir útbúnað sinn,
sleða, dagbækur, kortauppdrætti
og fara fótgangandi þar til þeir
náðu til Alabama 25. nóvember.
Alabama hafði þó farist 13. mars
en annað skip sótti leiðangurs-
mennina, sem höfðu orðið að haf-
ast við yfir veturinn í kofa sem
byggður var úr brakinu af skipinu.
Um veturinn fóru þeir gangandi
til baka og sóttu útbúnaðinn sem
þeir höfðu skilið eftir, svo og
dagbækurnar. Og það var ekki
fyrr en eftir eina vetrarsetuna enn
að Mikkelsen og Iversen var
bjargað af norsku skipi sumarið
1912, nokkrum dögum áður en
danskt eftirlitsskip komst á stað-
inn.
Sama ár tókust Knud Rasmus-
önnur skýring á skilaboðum Jörg-
en Brönlunds til umheimsins að
baki nýja leitarleiðangrinum til
Norðaustur-Grænlands í sumar.
Vonandi tekst þessum leiðangri
að varpa nýju ljósi á harmleikinn
og upplýsa hvað gerðist á tímabil-
inu frá síðustu tilkynningu Myli-
us-Erichsens frá 12. september
1912 og þar til Jörgen Brönlund
skrifaði síðustu orðsendingu sína
á dönsku í dagbókina. Því á tíma-
bilinu frá 12. september þar til
Brönlund dó, er aðeins ein stutt-
orð orðsending í dagbókinni hans.
(Hún er geymd í Konunglega
danska bókasafninu í þýðingu
Chr. Rasmussens, föður Knud
Rasmussens.) Hún er dagsett 19.
október og þar segir að mennirnir
þrír hafi komið upp á jökulísinn,
að það hafi tekiö fjóra daga að
komast þar upp og svo: „Fimmti
hundurinn af þeim sem eftir voru
er nú líka dauður, stangaður til
bana af moskusuxa. Sólin er hætt
að koma upp.“