Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 12
r» 60 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 'EIsAlvn rðir við erfiðar aðstæður N. Heitgalvaniseraöristarefniúrgæðastáli. Bættvinnu- aðstaða og aukið öryggi starfsfólks er allra hagur. Ristarefni ogþrep NyjungS Þrep meö serslakri hálkuvörn. Aukiööryggí við erfídar ^ aöstæöur S&jfss SINDRA STALHF Pósthólf 881. Borgartúni 31, 105 Reykjavík, símar: 27222 & 21684 Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. 1. flokks varahlutaþjónusta. Við bjóðum orginal varahluti, beint frá framleiðendum, - á ótrúlega góðu verði. Yfir 20 ára þjónusta fagmanna tryggir öryggið. LLING ”, Sérverslun með hemlahluti. Skerfunni 11 Sími: 31340,82740, » Samvinnuskólinn fær tölvubúnað Samvinnuskólinn á Bifröst tekur tölvubúnaó frá IBM til notkunar í haust. í frétt frá skólanum segir ennfremur, að í sumar verði allar kennslustofur og kennsluhúsgögn Samvinnuskólans endurnýjuð, bókasafn skólans sé í endurmótun og í haust verði matvælageymslur mötuneytis Samvinnuskólans endurbyggðar. Þá segir að Sam- vinnuskólinn sé í mjög auknum mæli að taka myndbönd í notkun jafnt í reglulegri kennslu sem á starfsfræðslunámskeiðunum og næsta vetur verði sú nýjung í kennslu Samvinnuskólans að heila viku munu nemendur sjálfir starf- rækja tilraunafyrirtæki til þess að öðlast raunhlíta reynslu af atvinnu- rekstri. Þetta hafi meðal annars komið fram í yfirlitsræðu skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst, Jóns Sigurðssonar, við skólaslit 1. maí síðastliðinn, en þá lauk 66. skóla- ári Samvinnuskólans og 29. árinu á Bifröst í Norðurárdal. Umsókn- arfrestur um skólavist næsta vetur er til 10. júní næstkom- andi. 122 nemendur stunduðu nám við Samvinnuskólann í vetur og luku 38 Samvinnuskólaprófi. I hópi nemendanna voru 45 í Framhaldsdeild Samvinnuskól- ans sem starfar í Reykjavík, og af þeim gangast 24 undir stúd- entspróf nú í vor. Við skólaslit nú höfðu alls 7.101 sótt starfsfræðslunámskeið Samvinnuskólans frá því að þeim var hrundið af stað 1977, en nú í vetur höfðu þar af 343 sótt slík námskeið skólans. Nú í vor verða 38 námskeið á 36 stöðum í öllum landshlutum auk Bifrastar. Framhaldsdeild Samvinnu- skólans verður slitið laugardag- inn 12. maí næstkomandi í Holtagörðum í Reykjavík, og út- skrifast þá tíundi stúdentaár- gangurinn. Hæstu einkunn á Samvinnu- skólaprófi hlaut þessu sinni Hildur Árnadóttir frá Keflavík - 9,27. Spænsk kvik- myndasýning í Norræna húsinu SPÆNSKA sendiráðið og spænskudeild Háskóla ís- lands gengst fyrir sýningu á spænsku kvikmyndinni „Las verdes praderas“ (hin grænu engi) í Norræna hús- inu þriðjudagskvöldið næstkomandi kl. 20.30. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist segir m.a.: „Leik- stjóri myndarinnar, José-Luis Garci, oft nefndur fulltrúi yngstu kynslóðar kvikmynda- gerðarmanna á Spáni, er fyrsti spænski kvikmyndaleikstjór- inn, sem fengið hefur hin eftir- sóttu Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvikmynd ársins 1982, „Volver a empezar", (Að byrja aftur.) Kvikmyndina gerði Garci árið 1979 og var hún sýnd í níu mánuði samfleytt í Madrid. Myndin er fyrst og fremst gamanmynd þó að undirtónn hennar sé alvarlegri." Með aðalhlutverk í mynd- inni fer Alfredo Landa, en hann lék ennfremur aðalhlut- verkið i E1 Crack I og E1 Crack II eftir Garci, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í vetur. Myndin er í lit og með spænsku tali. Aðgangur er ókeypis. Leikstjóri myndarinnar „Las verdes praderas", José-Luis Garvi. Þessi mynd var tekin við afhendingu Óskarsverðlauna ár- ið 1983, en hann fékk verðlaunin fyrir mynd sína „Volver a emp- ezar“. Innflytjandi — Gaffallyftarar j samvinnu viö yfirvöld í Kóreu og vegna einkaum- boös okkar í Evrópu á gaffallyfturum frá Kóreu, leit- um viö aö innflytjanda fyrir íslenskan markaö. Lyftararnir eru raf- og dieselknúnir, í hæsta gæöa- flokki, glæsilega hannaöir og á mjög góöu verði. Lyftararnir hafa í mörg ár veriö á Bandaríkjamarkaði meö mjög góöum árangri. Innflytjandinn á íslandi veröur aö hafa góöa þekkingu á markaöinum. Eingöngu skriflegum umsóknum veröur sinnt. Skrifið á norsku eöa ensku. Fariö veröur meö umsóknir sem trúnaöarmál. Erro-Maskin A/S, Dunihagen alle 20, 3070 Sande, Norge.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.