Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Listmunauppboö nr. 123. Málverkauppboö mánudaginn 14. maí 1984 kl. 20.30 aö Hótel Sögu (Súlna- sal). Nafn ferming- arbarns VIÐ fermingu í Selfosskirkju í dag, sunnudag kl. 14, verður fermdur Tómas Ellert Tómas- son, Heimahaga 1, Selfossi. Hún slær allt út og rakar líka Þú slærð betur með LAWN BOY Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Hún er hljóðlát. Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Auðveldar hæðarstillingar Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg. BalsamShanipoo Med Collagén Glimor shampó fyrir alla íjölskylduna: Glimor- jurta-shampó Milt shampó, fyrir normalt og þurrt hár. Sérlega gott fyrir slétt, líflaust hár. Inniheídur Collagén. Glimor-shampó -hárnæring Shampó og hárnæring í sömu flösku fyrir normalt og feitt hár. Inniheldur Collagén. Glimor- hárnæring Inniheldur minna en 1% fitu, sem gerir það að verkum að hár- ið fitnar ekki eins fljótt aftur og heldur frískleika sínum lengi. Inniheldur Collagén. Urteshampoo Hárbalsam Med Collagen Kkiltii «8* í.lu ríMk-r !«•«» lylrft^l íhí «Í4Hy|||8l Med Collagett Collagén er náttúrulegt næringarefni sem styrkir hárið og viðheldur eðlilegum raka þess. Þar að auki gefur það hárinu fallega áferð og auðvelt er að greiða það. Collagén leggst utan á hvert einstakt hár eins og fíngerð filma og styrkir þau. Hættan á sliti í hári minnkar allverulega vegna áhrifa Collagéns. Heildsölubirgðir J.S. Helgason hf. Sími: 37450. Fimm ættliðir í DAG, sunnudaginn 13. maí, er Jörundur Gestsson, Efstasundi 4 í Reykjavík, 84 ára gamall. Á myndinni hér að ofan er Jörundur lengst til vinstri en honum til vinstri handar eru fjórir ættliðir frá honum. Þeir eru sonur hans, Magnús Jörundsson, þá Kristján Magnússon, Magnús Kristjánsson og Stefán Magnússon. Sigmar Stefán Pétursson ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Richardsdóttur, við annan tveggja bara á hinu nýja diskóteki I Sigtuni. Nýtt diskótek á efri hæð Sigtúns: Dansað á marmara — og aldurstakmark hækkað úr 18 árum í 20 ár VEITINGAHÚSIÐ Sigtún opnadi á föstudagskvöld diskótek á efri hæð hússins, en undanfarna tvo mánuði hefur verið unnið að því að breyta efri hæðinni og er hún nú orðin að nýtískulcgu diskóteki með sérstök- um inngangi á austurhlið hússins. Diskótekið verður opið öll kvöld vik- unnar, en báðar hæðirnar verða opnar um helgar og mun hljómsveit þá leika fyrir dansi á neðri hæðinni. Allar innréttingar eru nýjar. Teppi á gólfunum eru sérhönnuð fyrir Sigtún, þau eru í bláum lit og í þau ofið nafn staðarins í ljósum lit. Marmari er upp á miðja veggi og mikið er af speglum á veggjun- um. Dansgólfið er úr marmara og rösklega 30 fermetrar að stærð. I stað stóla og borða sem áður voru á efri hæð Sigtúns, eru nú komnir sófar og hringlaga borð og þar sem veitingastofa var áður, er nú komin vistleg setustofa. „Hér er fólkið komið út úr mesta hávaðan- um og getur rætt saman án þess að tónlistin trufli samræðurnar," sagði Sigmar Pétursson eigandi Sigtúns um setustofuna er blm. Morgunblaðsins hitti hann að máli í hinu nýja diskóteki á föstu- dag. Við hlið setustofunnar er grill og sagði Sigmar að þar yrði boðið upp á alla algengustu grillrétti. Inn af grillinu er svo komin mat- stofa, en þar var áður geymsla. Hið nýja diskótek rúmar um 450 manns og verður aldurstakmark þar 20 ár. Eins og áður sagði, eru allar innréttingar nýjar og svo er einnig um ljósa- og tónlistarbún- að. „Hluti af ljósabúnaðinum hef- ur aldrei sést í íslensku diskóteki áður,“ segir 'Sigmar og bendir á svonefnt raf-flash, sem blikkar í takt við tónlistina. Sagði Sigmar að með þessari breytingu á efri hæðinni vildi hann höfða til eldra fólks en undanfarin ár hefði verið meirihluti gesta hússins. Tónlistin yrði miðuð við gesti á aldrinum 20—40 ára og aldurstakmark yrði 20 ár í stað 18 ára áður. Plötu- snúðar diskóteksins eru Arnþrúð- ur Karlsdóttir og Logi Dýrfjörð, en starfsfólk um helgar verður alls um 60 manns. Myndir: Kmilía. Þessi mynd var tekin á föstudag þegar unnið var að því að undirbúa staðinn fyrir opnunina um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.